Morgunblaðið - 21.07.2022, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 1. J Ú L Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 169. tölublað . 110. árgangur .
21.-24. júlí
Sigraðu
innkaupin
ÁNÆGÐ MEÐ AÐ
LJÚKA FERLINUM
Á EVRÓPUMÓTI
MEÐ INNSÆI
OG HÁRFÍNUM
HÚMOR
FÁTT SAMEIGIN-
LEGT UTAN
VIÐ NAFNIÐ
SÁPUFUGLINN 60 ÁRNI SÆBERG, ELDRI OG YNGRI 10&11HALLBERA G. GÍSLADÓTTIR 55
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Innlánsvextir bankanna hafa tekið
að hækka í takt við stýrivaxtahækk-
anir Seðlabankans. Verðbólgan
mældist hins vegar 8,8% í júní, svo
raunvextir eru neikvæðir þrátt fyrir
hækkandi innlánsvexti.
Þórður Gunnarsson hagfræðingur
telur líklegt að í núverandi umhverfi
muni almenningur sækjast frekar í
verðtryggð innlán. „Raunvextir á
innlánum eru neikvæðir en miðað við
þá óvissu sem er á mörkuðum, þá
kæmi það ekki á óvart ef það dregur
úr áhættusækni almennt,“ segir
Þórður. Hann bendir á að raunávöxt-
un hafi undanfarið verið neikvæð á
nánast öllum eignamörkuðum, að
hrávöru frátalinni. Það sé erfitt að
koma peningunum í góða ávöxtun í
þessu umhverfi.
Inntur eftir því hvort þriggja ára
binditími verðtryggðra reikninga
valdi ekki vanda, játar Þórður því.
Leiðir til að verja spariféð
„Þetta er erfið staða. Það er aldrei
auðvelt að eiga við verðbólgu sem
nálgast tíu prósent, það er ekki
þægileg staða fyrir neinn.“ Spurður
hvað eldra fólk geti gert til að verja
sparifé sitt segir Þórður að það geti
farið yfir í verðtryggð innlán eða
sjóði sem fjárfesta í verðtryggðum
skuldabréfum. Eldra fólk sé yfirleitt
í skuldlitlum eða skuldlausum fast-
eignum og fasteignaverð fylgi vana-
lega verðbólgu. „Sá hluti ævisparn-
aðarins ætti því að vera í þokkalegu
lagi, eins og er,“ segir Þórður.
Hann telur að ef ekki takist að
kveða verðbólguna niður bráðlega
haldi stýrivextir áfram að hækka.
„Verðbólgumarkmiðið er 2,5% og
við erum að nálgast 10%. Maður
veltir fyrir sér hvað Seðlabankinn
getur gert, annað en að hækka vexti,
ef hann ætlar að halda trúverðug-
leika sínum,“ segir Þórður.
Sparifé ber neikvæða vexti
- Hagfræðingur segir erfitt að koma peningum í góða ávöxtun í þessu umhverfi
- Stýrivextir haldi áfram að hækka ef verðbólgan hjaðnar ekki en hún er 8,8%
Vextir á markaði
» Stýrivextir Seðlabankans
eru 4,75%.
» Verðbólgan mældist 8,8%
nú í júní.
» Meðalvextir á óbundnum
sparnaðarreikningum 3-3,4%.
» Auður með 4,75% vexti.
» Raunávöxtun neikvæð vegna
verðbólgu.
» Verðtryggðir reikningar vörn.
_ Snorri Jakobsson hjá Jakobsson
Capital telur að hækkandi vaxta-
stig muni hafa jákvæð áhrif á af-
komu viðskiptabankanna. „Stýri-
vextir voru komnir undir 1,0-1,5%,
sem gerir rekstrarumhverfi erfitt
fyrir banka. Þessar vaxtahækkanir
bankanna [í kjölfar stýrivaxta-
hækkana] verða til þess að vaxta-
tekjurnar, sem eru meginþorri
tekna viðskiptabankanna, munu
líklega aukast mikið.“ »28
Morgunblaðið/Eggert
Bankar Reksturinn skilaði hagnaði í fyrra.
Bjartsýnn á uppgjör
viðskiptabankanna
Veðurstofa Íslands treystir sér ekki
til þess að segja fyrir um veðurfar um
verslunarmannahelgi. „Það eru enn
tíu dagar í þetta og lítið hægt að segja
til um það,“ segir Björn Sævar Ein-
arsson, veðurfræðingur, í samtali við
Morgunblaðið.
„Ég tel að ég geti sagt að líklega
verði lægð nálægt landinu, það er
ekki hægt að segja mikið meira um
það og það er ekkert hægt að skipu-
leggja út frá því,“ segir Björn. Hins
vegar sé ólíklegt að hlýtt loft sunnan
úr álfu streymi hingað norður eftir,
yfirleitt þokist það austur.
Í erlendum veðurspám er ekki gert
ráð fyrir miklum hlýindum í upphafi
verslunarmannahelgar. Reiknað er
með 8-10°C og votviðri sunnan- og
vestanlands, en 13-15°C norðeystra.
Morgunblaðið/Kristinn
Blíðan Gott er að vera vel búinn.
Óvissa um
verslunar-
mannahelgi
Endurnar við Ráðhúspollinn þekkja velunnara
sína á færi og eru fljótar til þegar þeir koma fær-
andi hendi með brauðmola. Ekki síst þegar um
er að ræða þá sem þangað koma oft og reglulega
og gauka að þeim góðgæti af ýmsu tagi. Þá koma
þær kjagandi og kvakandi, alls óhræddar.
Veðrið lék við borgarbúa í gær og ekki síst í
skjólinu og gróandanum niðri í Miðbæ, þar sem
mátti jafnvel sjá innfædda innan um ferðamenn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Endur lofa gæsku gjafarans við Ráðhúsið
dddd