Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 11

Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 11
frændi minn,“ rifjar Árni yngri upp. „Svo jókst þetta þegar ég byrjaði í háskóla og fólk gerði ráð fyrir því að ég væri blaðaljósmyndari á Mogg- anum.“ Sá eldri var aftur á móti ekki jafn vanur ruglingnum og því kom það illa við hann þegar frændinn réðst inn á vettvang fjölmiðlanna. „Mér leið eins og þetta væri vöru- merkið mitt vegna þess að maður er búinn að sjá þetta svo lengi. Svo kemur þetta á Vísi,“ segir Árni eldri sem varð svo pirraður út í frænda sinn að hann neitaði að mæta í út- skrift hans úr lögfræði stuttu eftir að sá yngri hóf störf á Vísi. „Ég hugsaði: „Ég tala aldrei við Árna Sæberg aftur,“ sagði Árni eldri og ávarpaði frænda sinn: „Manstu, ég kom ekkert í útskriftina hjá þér.“ „Já,“ sagði Árni yngri. „Ég var svo reiður og það er svo vont að vera svona reiður,“ sagði Árni eldri. „Svo fór ég að lesa þessa bók hérna,“ bætti hann við og dró fram Bókina um gleðina eftir Dalai Lama og Desmond Tutu við hlátrasköll blaðamanns og frændans. Kannski hefur bókin hjálpað því Árni er kom- inn yfir ergelsið núna, enda almennt mjög léttur í lund. „Ég verð eiginlega aldrei reiður, það fer mér mjög illa að vera reiður.“ Þeir frændur hittust svo loks í stæðismanna og blaðaljósmyndari á Mogganum skrifar inn á Vísir til að hjálpa Jóni […] já allt er nú til …“ skrifaði þá lesandi Vísis í athuga- semdakerfi miðilsins á Facebook. Skuggi Sæberg „Ég var meira að segja farinn að hugsa um að breyta nafninu mínu og setja bara Skuggi Sæberg,“ sagði Árni eldri. Þó að hann hafi hugsað um nafnabreytinguna í fullri alvöru, enda um gott ljósmyndaranafn að ræða, þá segir Árni að hann hefði líklega ekki látið af því verða. „Ég er nefndur í höfuðið á langa- langalangafa mínum Árna snikkara sem var mikill vinur Bólu-Hjálmars og átti 26 börn með fjórum konum. Síðasta barnið átti hann 85 ára með 25 ára prestsdóttur,“ minnist Árni eldri á og bætir því við að hann hafi ekki leikið þetta eftir forföðurnum. Árni á sjálfur eina dóttur, Mörtu Maríu Sæberg, sem verður tvítug á árinu. Ljósmyndarinn þarf þó líklega ekki að hafa áhyggjur af þessu öllu saman mikið lengur. Árni yngri stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands og sér fyrir sér að starfa við lögmennsku í framtíðinni. „Svo ef ég verð einhver illa þokk- aður lögmaður, þá verður þetta enn þá verra,“ benti Árni yngri frænda sínum á. „Já, vertu á Vísi, en ekki taka myndir,“ sættist Árni eldri loks á. Lengri útgáfu af viðtalinu má nálgast á mbl.is. Litið til fortíðar Ljósmyndarinn og guðfaðirinn heldur blaðamanninum, sem þá var óskrifandi, undir skírn. fermingarveislu nú í vor og sættust, þrátt fyrir að hafa ekki sérstaklega rætt þessi vandræði með nafnið. Sá yngri hafði þó heyrt af reiði frænda síns og líka orðið var við ruglinginn. Blaðamaður hafði samband við þá frændur og óskaði eftir viðtali eftir að Árni yngri hafði skrifað viðtal við dómsmálaráðherrann Jón Gunn- arsson sem Árni eldri var sakaður um að hafa ritað. Viðtalið birtist á Vísi. „Árni Sæberg liðhlaupi sjálf- FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 www.spennandi-fashion.isOpið: Mán-fös: 11-18 Lau: LOKAÐ - ÚTSALA - ÍTALSKUR OG SPÆNSKUR FATNAÐUR Á 40-60% AFSLÆTTI! Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is ÚTSALA | 30-60% afsláttur af öllum útsöluvörum Útsalan í fullum gangi Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook 40-50% afsláttur B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 LAXDAL er í leiðinni Ennmeiri verðlækkun Skoðið netverslun laxdal.is 40-70% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.