Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 22

Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNAR s.isFIRÐI • TRYGGVA I • S: 560 8888 • vf Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 VIÐTAL Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Ég flutti til Danmerkur 2004 út af syni mínum og er þá með Zik Zak, íslenskt framleiðslufyrirtæki sem ég stofnaði 1995, og framleiðir kvik- myndir, hvort tveggja á íslensku og ensku. Ég „pendla“ þá fram og til baka milli Íslands og Danmerkur og stofna svo danskt framleiðslufyr- irtæki sem heitir Profile Pictures árið 2011.“ Þetta segir Þórir Snær Sigur- jónsson, forstjóri kvikmyndadreif- ingarfyrirtækisins Scanbox Enter- tainment, í samtali við Morgun- blaðið frá heimili sínu á Vesterbro í Kaupmannahöfn. Óhætt er að segja að Þórir hafi marga fjöruna sopið við framleiðslu og dreifingu afþrey- ingarefnis, sonur Sigurjóns Sig- hvatssonar kvikmyndaframleiðanda, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Auk faðernisins er hann heldur betur orðinn reynslunni ríkari af eigin störfum í bransanum. „Í millitíðinni er ég svo alltaf að framleiða hitt og þetta, fór að fram- leiða fyrir Nicolas Winding Refn, gerði Only God Forgives og víkinga- myndina Valhalla Rising með Mads Mikkelsen, sem sagði reyndar ekki stakt orð í myndinni, þar sem búið var að skera tunguna úr honum,“ heldur Þórir áfram. Leið hans inn í Scanbox hafi svo legið gegnum kaup þeirra feðga á hluta af fyrirtækinu árið 2004. Að lokum hafi þeir Sig- urjón keypt Scanbox í heild sinni ár- ið 2014 og Þórir þá sest í forstjóra- stólinn, þar sem hann situr enn sem fastast. „Scanbox hefur fyrst og fremst dreift kvikmyndum á Norður- löndum. Við veljum að dreifa stærri Hollywood-myndum eins og Taken- seríunni með Liam Neeson, The Gentleman eftir Guy Ritchie og Hateful 8 eftir Quentin Tarantino, í bland við minni og vandaðar nor- rænar og evrópskar myndir. Við vorum til dæmis með The Square eftir Ruben Östlund sem sigraði á Cannes fyrir nokkrum árum. Ár- lega erum við með myndir sem keppa í Cannes. Svo dreifum við líka dönskum „lókal“ myndum. Og ég dreifi eins mörgum íslenskum kvikmyndum á Norðurlöndum og ég kemst upp með,“ heldur Þórir áfram. „Við erum einnig með um það bil 50 myndir á ári, sem við setjum á mismunandi efnisveitur. Helming- urinn fer kannski í bíó og svo restin kannski á Viaplay, Netflix, TV2, DR eða NRK,“ segir Þórir frá og grein- ir því næst frá innkaupum þessa efnis víða um heim. Kaupa myndir á handritsstigi „Þetta eru fjórir markaðir á ári, Cannes, Berlín, Toronto og Los Angeles. Þangað förum við til að kaupa inn myndir og þá erum við að berjast við aðra sem dreifa efni hér á Norðurlöndum, SF Studios, Nor- disk Film og fleiri, um kaup á bestu bitunum. Þegar við fórum á Cannes núna í maí, keyptum við til dæmis myndir sem á eftir að gera og verða fyrst tilbúnar á næsta ári eða 2024,“ útskýrir Þórir, „þetta er alveg gal- inn bransi. Við kaupum myndir sem við höfum ekki séð og svona fram- leiðsla getur vissulega farið hvernig sem er. Við kaupum myndir á hand- ritsstigi, líklegast er kominn leik- stjóri, mögulega leikarar og helstu lykilaðilar og við vitum nokkurn veginn hvernig kostnaðarliðir líta út. Þá kaupum við réttindi til dreif- ingar í ákveðinn tíma. Svo fer þessi peningur frá okkur í sjálfa fram- leiðslu myndarinnar,“ heldur for- stjórinn áfram. Eru kaup á dreifingarrétti kvik- mynda á hátíðum þá bardagi upp á líf og dauða? „Já, þetta getur verið harður heimur. Við byrjum kannski á að bjóða í tíu titla sem okkur líst á og þetta geta verið tilboð upp á eina og hálfa til tvær milljónir dollara. Þá reynum við að sannfæra seljandann um að hann eigi að koma til okkar en ekki fara til keppinautanna. Svo koma símtöl til baka um að hinn kaupandinn sé búinn að hækka til- boðið og við verðum að hækka okk- ur svo þetta getur verið taugastríð og störukeppni langt fram á nætur,“ segir Þórir frá. Batman ekki á þennan markað Hann segir slaginn um sjálf- stæðar bíómyndir hve blóðugastan. „Það eru myndir sem ég kaupi. Ég kaupi ekki Warner Brothers-, Uni- versal-, Disney- eða Marvel-myndir, þeir eru með sína samstarfsaðila úti um allan heim. Myndir eins og Bat- man koma aldrei á þessa markaði. Við erum hins vegar að bítast um þessa stærstu bita í sjálfstæðum kvikmyndum sem koma á kvik- myndamarkaðina. Það er að segja myndir sem eru ekki framleiddar í þessum stóru amerísku stúdíóum,“ heldur Þórir áfram og játar að sam- komulagið á Norðurlöndunum sé öllu skárra en á stærri mörkuðum. Blaðamaður er forvitinn um hvernig kaupin gangi fyrir sig á eyr- inni á kvikmyndahátíðum, mætir hann bara á staðinn með sínu fólki og gerir tilboð? „Já, það er í rauninni þannig,“ svarar Þórir, „hátíðin sjálf og „Þetta er alveg galinn bransi“ - Hefur ekkert upp á sig að hanga á settinu í bíóúlpu með „takeaway“-bolla Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir Kvikmyndafjölskylda Þórir ásamt sambýliskonu sinni, Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra, og börnunum. 5 24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.