Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 24

Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 PORSCHE NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á benni.is Krókhálsi 9 Sími: 590 2000 Virka daga: 9 - 17 Laugardaga: Lokað Upplifðu sanna ökugleði... IDT87 UEU40 UYK55 LNA66 BGA19 BJR47 Porsche Cayenne S E-Hybrid Tesla S85D Range RoverVogue SDV8 BMWX4 XDRIVE35D PorscheMacan Porsche Cayenne S E-Hybrid Elegant, sportlegur, fallegur og vel búinn - stillanleg loftpúðafjöðrun, hiti í framsætum og stýri, panorama sóllúga, skyggðar rúður, lyklalaust aðgengi, íslenskt leiðsögukerfi, BOSE hljómtæki og margt fleira. B irt m eð fyrirvara um m ynd - og textab reng l Skráður: 03.’18 | Ekinn: 57.000 km. Skráður: 01.’15 | Ekinn 115.000 km. Skráður: 02.’15 | Ekinn: 149.000 km. Skráður: 12.’17 | Ekinn:n 77.000 km. Skráður: 12.’19 | Ekinn: 61.000 km. Skráður: 07.’16 | Ekinn: 98.000 km. 8.990.000 kr. Einstaklega vel með farinn BMWX4. 314 hestöfl. Svartar álfelgur. Velbúinn, fjórhjóladrifinn jeppi. Glertopplúga, hiti í framsætum og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. 6.990.000 kr. TöffMacan bifreið á 21'' Turbo Design felgum. Léttstýri, hiti í stýri- og framsætum, opnanlegt panorama glerþak, lyklalaust aðgengi, bakkmyndavél, 14 stillinga þægindasæti dæmi um búnað. 8.950.000 kr. Fallegur og vel útbúinn Cayenne S E-Hybrid. Helsti útbúnaður: Loftpúðafjöðrun, rafmagns dráttarkrókur, hiti í framsætum, litað gler, fjarlægðarskynjarar lyklalaust aðgengi svo eitthvað sé nefnt. 8.490.000 kr. Vandaður rafmagnsbíll. 389 hestöfl, loftpúðafjöðrun, fjórhjóladrif, LED ljósabúnaður, glertopplúga, glerþak, litað gler, leðuráklæði, hiti í sætum, ofl. 7.490.000 kr. Hér er á ferðinni V8 DIESEL Range Rover, eins og Range Rover á að vera. Mjög vel búinn bíll, lítið ekinn og vel farinn. Tilbúinn í hvað sem er 12.490.000 kr. keppnin er bara brotabrot af því sem er að gerast. Ég pæli ekki mik- ið í sjálfri hátíðinni þegar ég fer á Cannes, við sem störfum fyrir dreif- ingarfyrirtækin erum á þessum markaði sem snýst aðallega um myndir sem eiga að koma í bíó eftir tólf til átján mánuði. Það er aðal- vinna okkar sem sækjum Cannes. Rauða dregilinn og það dót hefur maður hreinlega ekki tíma fyrir, nema örsjaldan. Ég er löngu búinn að kaupa þær myndir sem eru í keppni og vona auðvitað bara að okkar myndum gangi sem best á há- tíðinni, fái góða dóma, aðsókn og verðlaun, því það hjálpar heilmikið við markaðssetningu,“ segir Þórir. Dýfa í faraldrinum Hversu stórt fyrirtæki skyldi Scanbox þá vera í mannskap, veltu og fjölda verkefna? „Við erum þriðja stærsta norræna dreifingarfyrir- tækið á eftir Nordisk Film og SF Studios. Við erum 20 manns, reynd- ar dreift um öll Norðurlönd, en flestir hér í höfuðstöðinni í Kaup- mannahöfn. Við dreifum 50 bíó- myndum á ári, í bíó, á stafrænar veitur eða sjónvarp og við veltum kannski tveimur, tveimur og hálfum milljarði í íslenskum krónum,“ svar- ar Þórir. Hann játar að tekjur af kvik- myndahúsum hafi tekið dýfu í kór- ónuveirufaraldrinum. Á móti komi að tekjur af stafrænum veitum hafi aukist verulega á sama tíma. Auk þess sé áherslan hjá Scanbox nú á að auka eigin framleiðslu á öllum Norðurlöndunum. „Við gerðum norska mynd í faraldrinum sem kom út í febrúar og heitir Full Dekning sem var okkar eigin framleiðsla. Við leggjum nú meiri áherslu á að fram- leiða okkar efni sjálf og þannig tekst mér að tengja reynslu mína sem framleiðandi við vettvang kvik- myndadreifingar. Fram til þessa hefur Scanbox fyrst og fremst dreift myndum sem aðrir framleiða en nú vil ég að Scan- box geri hvort tveggja,“ segir Þórir og leynir því ekki að spennandi tím- ar séu í vændum hjá Scanbox. Fyrirtækið kemur að fjölda ís- lenskra verkefna í gegnum Zik Zak kvikmyndir. „Tökur á sjónvarps- seríunni Aftureldingu eftir þá Haf- stein Gunnar Sigurðsson og Halldór Halldórsson [Dóra DNA öðru nafni] fara í gang í haust. Þar leikur Ingv- ar E. Sigurðsson fallna handbolta- hetju sem snýr aftur heim á klakann og fær annan séns til að rétta úr kútnum þegar hann tekur við kvennaliði Aftureldingar. Við kom- um einnig að nýrri sjónvarpsþátta- röð Benedikts Erlingssonar. Danska konan heitir hún, með Trine Dyrholm í aðalhlutverki. Bæði gríð- arlega skemmtileg verkefni sem ég er afar spenntur fyrir.“ Auk þess frumsýnir Zik Zak í september kvikmyndina Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifs- dóttur, eftir samnefndri bók Berg- sveins Birgissonar, ljóstrar Þórir upp. Með aðalhlutverk þar fara þau Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Dav- íð Kristjánsson og Aníta Bríem. Djöfla henni áfram Þetta hlýtur þó að vera allólík vinna, framleiðsla myndefnis og dreifing þess, eða hvað? „Já, og það er kannski það sem við pabbi komum með inn í fyrir- tækið, við erum fyrst og fremst Scanbox Entertainment Kaupmannahafnarhluti starfsfólks Þóris, hann sjálf- ur fyrir miðju. Um 20 manns starfa hjá Scanbox og dreifast um alla Skandi- navíu. Velta fyrirtækisins er um tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Á setti? Nei nei, Þórir og Elsa sultuslök í hinni rómuðu borg elskenda, Par- ís. Þórir segir eðlilega mikið rætt um kvikmyndir á heimilinu. En ekki hvað? Hann dreymir um að rjúfa ósýnilega múra í kvikmyndaneyslu Norðurlanda. Á Eddunni Þórir og Elsa á Edduverðlaunahátíðinni árið 2018. Hlaut hann þar verðlaun fyrir Hrúta og hún fyrir stutt- mynd ársins. Atelier heitir sú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.