Morgunblaðið - 21.07.2022, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
Mynd efna-
hagslífs
Evrópu er
ekki mjög björt um
þessar mundir.
Þeir eru til sem
kokgleyptu þá trú
hér að evran væri
óhjákvæmilegt haldreipi Ís-
lands en segja fátt núna. Kenn-
ingin var sú að öllu skipti að
okkar mynt væri ekki gjaldmið-
ill á stórum markaði. Horft var
fram hjá því að öllu máli skipti
að myntin lagaði sig að efna-
hagslegum kröfum fullvalda
ríkis en dinglaði sér ekki eftir
mynt sem laut lögmálum megin-
lands Evrópu. Slíkur gjaldmiðill
liti ekki á íslenskar þarfir, enda
væri það fráleitt.
Á örfáum árum hefur staða
Evrópu gjörbreyst. Fæstir
gerðu sér grein fyrir því að öfl-
ugasta ríki álfunnar hefði misst
öll tök á orkumálum eigin þjóð-
ar og sé nú háð duttlungum
þeirra sem síst skyldi. Fram-
leiðslugeta þjóðarinnar hafði
einnig misst að hluta styrk og
yfirburði og er skyndilega háð
risaveldinu Kína, sem fer sínu
fram, hvað sem lýðræðislegum
kröfum líður. Núverandi kansl-
ari Þýskalands beitti sér af öllu
afli til að gera Hamborg að
þjónustuhöfn Kína á meg-
inlandinu og tryggja að stór-
veldið hefði þar ríkulegt eign-
arhald. Fyrirrennari hans í
embætti sat á hljóð-
skrafi við sænska
fermingarstúlku
um að að þjóðirnar
yrðu að kúvenda í
meginmálum vegna
heimshlýnunar,
sem barnið var ein
helsta heimild vestrænna leið-
toga um! Þjóðverjar yrðu að
láta sér kínverskar sólarsellur
duga og vindmyllur nið-
urgreiddar af skattborgurum,
með sínum skaða á náttúrulegri
umhverfismynd landsins. Og á
meðan að það gæti loks látið
slíka orku duga, sem aldrei er
raunhæft, þá yrðu gerðir risa-
samningar við Rússa, sem
gerðu Þýskaland að peði í risa-
lúku þess ríkis.
Samningar um slíkt voru
gerðir í sömu andrá og látið var
heita að öll Evrópa væri að
beita Rússland hörðum efna-
hagsþvingunum vegna Krím-
skaga, sem Kremlarbóndi söls-
aði undir sig með einni sveiflu.
Því miður ösnuðust burðarlitlir
íslenskir stjórnmálamenn til að-
grípa um bandið frá Evrópu,
svo mest minnti á leikskólabörn
úti í bandi fóstra sinna. Tapaði
Ísland þar stórum fjárhæðum
og gerir enn! Um leið voru stig-
in skref til þess að afsala stjórn
íslenskra orkumála til Brussel!
Og svo eru þeir sömu hissa þeg-
ar atkvæðum í kosningum
fækkar. En ekki hvað?
Gylfi Zoega vill
tryggja að „á næstu
árum og áratugum
verði þjóðin sjálfri
sér næg um orku“}
Ótrúleg afturför
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Nýbirtar tölur
Þjóðskrár Ís-
lands um þróun
fasteignaverðs á
höfuðborgar-
svæðinu sýna að
hækkanir halda áfram þó að
vonir standi til að úr þeim fari
að draga. Vísitala íbúðaverðs
á höfuðborgarsvæðinu hækk-
aði í júní um 2,2% á milli mán-
aða og hefur hækkað um 25%
síðastliðna tólf mánuði sem
sýnir að enn er verðið á
fleygiferð upp á við með til-
heyrandi áhrifum á verðbólg-
una.
Í Hagsjá Landsbankans er
fjallað um þessa þróun og þar
segir að vísbendingar hafi
borist um að markaðurinn sé
farinn að róast og að þessi
mæling hafi verið umfram
væntingar bankans. Skýrsla
Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnunar frá því í síðustu
viku hafi þó sýnt að sölutími
íbúða hafi lengst og að tekið
sé að hægja á verðhækkunum,
þannig að ætla má að hækk-
anir verði minni næsta árið en
verið hefur undanfarið ár.
Engu að síður er Landsbank-
inn nú heldur svartsýnni um
þróun verðbólgunnar en fyrir
viku og telur að hún verði
9,3% í júlí en ekki
9,2% eins og þá
var spáð.
Gylfi Zoega,
prófessor í hag-
fræði við Háskóla
Íslands og nefndarmaður í
peningastefnunefnd Seðla-
bankans, bendir á í samtali við
Morgunblaðið að innlend
orkuframleiðsla mildi verð-
bólguþróunina hér á landi auk
þess sem krónan sé að styrkj-
ast gagnvart Evrópumyntum.
Áhrifin sem hagkerfi heimsins
verði fyrir vegna innrásar
Rússa í Úkraínu hafi því haft
minni áhrif á íslenskan al-
menning en á íbúa í mörgum
viðskiptalöndum okkar.
Þetta er jákvætt og sýnir
mikilvægi þess að Ísland nýti
áfram þá kosti sem landið hef-
ur upp á að bjóða og kosti
sjálfstæðrar myntar. Á sama
tíma verður enn meira áber-
andi hve heimatilbúni húsnæð-
isskorturinn hefur mikil áhrif
á verðbólguþróunina og miðað
við nýjustu tölur er hætt við
að þó að líklega dragi úr þeim
áhrifum á næstunni þá muni
Íslendingar áfram þurfa að
búa við þá að stórum hluta
heimatilbúnu verðbólgu sem
geisað hefur að undanförnu.
Heimatilbúni
verðbólguvandinn
er ekki að baki}
Húsnæðisverð hækkar enn
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
H
venær kemur skýrslan? Þessa
spurningu fékk ég á dögunum
þegar þjóðin var enn og aftur
minnt á að þjóðareign er
teygjanlegt hugtak. Þegar
hluti þeirrar þjóðareignar sem felst í fisk-
veiðikvótanum gekk kaupum og sölum án að-
komu eigendanna við kaup Síldarvinnslunnar
á Vísi. Þegar Samherji öðlaðist yfirráð yfir
fjórðungi kvóta þjóðarinnar. Þegar kaup-
endur og seljendur ræddu verðmætaaukn-
ingu í kjölfar viðskiptanna sem ekki skilar sér
til þjóðarinnar. Og til að vera alveg skýr; það
að umrædd fyrirtæki borgi ef til vill hærri
tekjuskatt vegna betri afkomu í kjölfar sam-
einingarinnar er ekki sambærilegt við það að
íslensk þjóð fái eðlilegt gjald fyrir að veita af-
not af auðlindinni. Ég tala ekki um þegar þau
afnot eru ótímabundin líkt og vilji ríkisstjórnarinnar og
útgerðarinnar stendur til. Það er kjarni máls.
Í árslok 2020 samþykkti Alþingi einróma beiðni mína
um að sjávarútvegsráðherra ynni skýrslu um eign-
arhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnu-
lífi. Markmiðið var að veita almenningi mikilvægar upp-
lýsingar um hvernig hagnaði af sameiginlegri auðlind
þjóðarinnar hefur verið varið og sýna ítök stórútgerð-
arinnar í íslensku samfélagi í krafti nýtingar hennar á
þessari sömu auðlind. Þegar skýrslan var loksins birt
haustið 2021 vantaði alveg í hana upplýsingar um í
hvaða fyrirtækjum og atvinnugreinum útgerðarrisarnir
hafa fjárfest. Þar með er ekki verið að upplýsa almenn-
ing um krosseignatengsl eða ítök útgerðar-
innar í tilteknum kimum íslensks samfélags
eins og ég bað um og Alþingi samþykkti.
Til viðbótar við þessi óforskömmuðu
vinnubrögð ráðherra er ástæða til að nefna
tvennt. Í fyrsta lagi það að umbeðnar upp-
lýsingar voru í skýrsludrögunum vorið 2021
en áður en hún var birt undir loks sumars
höfðu þau verið ritskoðuð hressilega. Í öðru
lagi að þegar nýr ráðherra sjávarútvegsmála
tók við ráðuneytinu, í sömu ríkisstjórn,
spurði ég hana út í þessi vinnubrögð. Svan-
dís Svavarsdóttir vildi engu svara um verk
fyrri ráðherra Kristjáns Þór Júlíussonar, né
því hvort hún væri sammála verklaginu.
Tveir ráðherrar, sama ríkisstjórn, sama
ruglið.
Það er því ekki nema von að ég sé enn
spurð að því hvenær skýrslan komi. Skýrslan sem átti
að varpa ljósi á raunverulega eign og áhrif þeirra sem
hafa ótímabundinn kvóta á íslenskt atvinnulíf og sam-
félag. Slík skýrsla væri mikilvægt framlag til umræð-
unnar um hvernig við komum á alvörusátt um sjávar-
útveginn. Sátt út frá almannahagsmunum, ekki þeim
sértæku sem núverandi kerfi passar svo vel upp á með
dyggum stuðningi ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Er
ekki kominn tími til þess að stjórnmálin sameinist um
eigin samfélagslegu ábyrgð hér og klári málið? Liggja
völdin ekki þar? hannakatrin@althingi.is
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
Þjóðareign, teygjanlegt hugtak
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
FRÉTTASKÝRING
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
G
runurinn sem nú fellur á
Andersen sprettur af
rannsókn sem hann sætti
og er liður í heildarrann-
sókn málsins. Sú rannsókn stendur
enn og markmið okkar er að málið sé
upplýst svo gerlega sem verða má.“
Þetta segir Andreas Schei, saksókn-
ari við héraðssaksóknaraembættið í
Ósló, í samtali við Morgunblaðið um
Jan Helge Andersen, annan hinna
dæmdu í Baneheia-málinu, einu
óhugnanlegasta sakamáli Noregs
síðustu ár, sem mbl.is fjallaði ít-
arlega um í fyrra. Er Andersen nú
grunaður á ný, eftir að hafa hlotið 19
ára dóm í málinu um aldamótin.
Baneheia-málið snýst um örlög vin-
kvennanna Lenu Sløgedal Paulsen,
10 ára, og Stine Sofie Sørstrønen, 8
ára, föstudaginn 19. maí árið 2000.
Vinkonurnar ungu höfðu fengið
sér sundsprett í vatni í Baneheia,
vinsælu útivistarsvæði í Kristian-
sand í Suður-Noregi, en áttu ekki
afturkvæmt þaðan. Fundust lík
þeirra að kvöldi 21. maí og hafði
stúlkunum verið nauðgað og þær svo
stungnar til bana, áður en andvana
líkamar þeirra voru dysjaðir í gjótu
með hendur bundnar aftur fyrir bak.
Vakti líkfundurinn hvort tveggja ótta
og óbeit meðal íbúa Kristiansand og
Noregs alls og hlaut rannsókn máls-
ins fádæma athygli norskra fjöl-
miðla.
DNA-rannsókn á Spáni
Innan skamms féll grunur á téðan
Andersen og Viggo nokkurn Kristi-
ansen. Erfðaefni tveggja manna
fannst á vettvangi og voru sýnin
rannsökuð á réttarmeinarannsókn-
arstofunni í Santiago de Compostela
á Norðvestur-Spáni, en hún hefur á
að skipa sérfræðingum sem teljast
með þeim fremstu í heiminum á sviði
erfðarannsókna í sakamálum.
Eitt hár sem fannst á vettvangi
var tengt við Andersen með fullri
DNA-svörun. Annað sýni skilaði ekki
niðurstöðu, annarri en þeirri að það
hefði getað komið frá Kristiansen, en
það hefði líka getað komið frá 54,6
prósentum allra norskra karlmanna.
Andersen tilheyrði hins vegar ekki
þeim 54 prósentum. Ókunna erfða-
efnið gat ekki verið hans.
Hlaut Andersen 19 ára dóm fyrir
víg Sørstrønen en ekki tókst að
tengja hann við vinkonu hennar.
Kristiansen, sem Andersen fullyrti
að hefði lagt á ráðin um illvirkið og
sannfært Andersen að drýgja með
sér, hlaut 21 árs varðveisludóm (n.
forvaring) en fékk mál sitt endur-
upptekið í febrúar í fyrra eftir sjö
umsóknir til endurupptökunefndar í
sakamálum og er endurupptöku-
málið enn til meðferðar í dómskerf-
inu er þetta er ritað. Var endur-
upptaka máls Kristiansens tilefni
umfjöllunar mbl.is í fyrra.
Þegja þunnu hljóði
Sem fyrr segir er Andersen grun-
aður á ný, nú fyrir að hafa einnig
misgert við hina stúlkuna, Paulsen,
og byggist grunurinn á rannsókn
lögreglu, sem framkvæmd var án vit-
undar hans í kjölfar endurupptöku
máls Kristiansens. Herma heimildir
norskra fjölmiðla að nýjar upplýs-
ingar í málinu tengist gögnum er
fundust í fartölvu Andersens. Lög-
regla og saksóknarar verjast þó allra
frétta um nýju gögnin, enn sem kom-
ið er.
„Rannsóknin núna getur auðvitað
haft áhrif á réttarstöðu Kristiansens
í málinu, en ég tek fram að saksókn-
araembættið hefur enn ekki tekið
neina afstöðu til þess hvort ákært
verði,“ segir Schei enn fremur.
Áður en hægt er að ákæra Ander-
sen þarf endurupptökunefndin þó að
úrskurða að ákæruatriði, sem hann
var sýknaður af árið 2002, verði tekið
upp á nýjan leik.
„Sé saksóknari þeirrar skoðunar
að ný rannsókn málsins hafi getið af
sér sönnunargögn, sem hafa úr-
slitaþýðingu um sekt Andersens í
þeim hluta málsins sem hann var
sýknaður af árið 2000, getur saksókn-
ari krafist endurupptöku og nýrrar
málsmeðferðar, hvað þann hluta
málsins snertir,“ segir John Christi-
an Elden, lögmaður í Ósló, í samtali
við Morgunblaðið.
„Verði þetta raunin getur hann
mögulega hlotið tveggja ára dóm, það
er að segja mismuninn á þeim 19 ár-
um sem hann áður hlaut og 21 árs
dómi, sem er þyngsta fangelsisrefs-
ing sem norsk lög leyfa,“ segir Elden
lögmaður enn fremur. Hann þekkir
vel til málsins en Svein Holden, verj-
andi Andersens, vildi ekki tjá sig um
nýju grunsemdirnar við Morg-
unblaðið.
Bótakrafa upp á 300 milljónir
Endurupptökumál Kristiansens er
sem fyrr segir enn til meðferðar hjá
norskum dómstólum en hann afplán-
aði 21 ár fyrir víg stúlknanna ungu í
Kristiansand, hálfa ævi sína. Nú þyk-
ir hins vegar vafi leika á sekt Kristi-
ansens og þótti reyndar frá upphafi,
meðal annars á grundvelli gagna frá
símafyrirtækinu Telenor, um stað-
setningu farsíma hans þegar ódæðið
var framið.
„Verði Kristiansen sýknaður af
báðum manndrápunum má hann eiga
von á skaðabótum sem verða líkast til
einhvers staðar í nágrenni við 20
milljónir króna [275 milljónir ís-
lenskra króna] eftir að hafa setið
hálfa ævina bak við lás og slá,“ segir
Elden lögmaður að lokum.
Grunaður á ný í
voveiflegu sakamáli
Ljósmynd/Úr einkasafni
Níðingsverk Stúlknanna frá Kristiansand, Stine Sofie Sørstrønen, 8 ára, og
Lenu Sløgedal Paulsen, 10 ára, biðu grimmileg örlög í Baneheia vorið 2000.