Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Sprautumeðferðmeð fituleysa efni brýtur niður fitufrumur á meðferðarsvæði og skilar góðumvaranlegumárangri án alvarlegs inngrips. FITUEYÐING með fituleysandi efni! ndi 30% afsláttur NÚNA TILBOÐ Tilboðið gildir líka fyrirHúð þéttingu Fyrir rúmu ári datt einhverjum í hug að henda Skólamunastofu Austurbæjarskóla í kassa og koma safninu í geymslu svo hægt væri að nota nær ónýtanlegt ris skólans í eitthvað annað. Skynsemin kom í veg fyrir þá fram- kvæmd og kom í veg fyrir menningar- sögulegt stórslys. Héldu þá margir að í framhaldinu yrði tekið næsta skref; að finna Skólamunastofunni verðugt framtíð- arhúsnæði þar sem safnið héldi áfram að vaxa og dafna. En kannski af því að það var kosningaár, kannski af því að skynsemisraddirnar voru orðnar hásar, gerðist það af ein- hverjum ástæðum ekki. Safnið hefur þó haldið áfram að stækka og eflast, þar sem það er í risi Austurbæjar- skóla, og geymir nú fjölmarga ómet- anlega muni úr sögu skólans, sögu Reykjavíkur, sögu skólahalds á Ís- landi. Nú, skömmu eftir kosningar, ger- ist það svo aftur, að einhverjum dett- ur í hug að kasta safninu á vergang, því ágæta fólki sem annast hefur safnið berst tilskipun um að pakka í kassa og koma því burt. Sagt er að heimskan ríði ekki við einteyming en hvernig það hefur gerst að þessi vit- leysa með Skólamunastofuna fer af stað aftur er erfitt að skilja. Öll um- ræða fyrra árs hlýtur að hafa farið gjörsamlega fram hjá viðkomandi og því kannski nóg að upplýsa um hvað er í húfi til að viðkomandi sjái að sér og hætti við þessa vitleysu. Hverri sæmilega upplýstri og skynsamri manneskju ætti að vera ljóst hvílík þjóðargersemi Skólamunastofan er og hve mikilvægt er að hlúa að þjóð- ararfinum. Því miður eru þó ekki allir upp- lýstir og skynsamir, það finnst fólk sem lítur á Kjarvalsmálverk sem olíu á striga, sér styttur Nínu sem til- höggvið grjót og Skólamunastofuna sem gamlar skræður og skran. Slíkt fólk á ekki að ráða hvað verður um sögulega muni og listaverk. Hversu vel meinandi eða hvað gott viðkom- andi gengur til með þessum mistök- um, að ætla að leggja niður Skóla- munastofuna, þurfa nú þeir sem vit hafa til og visku að grípa í tauminn og leiða viðkomandi af villu síns vegar. Ég er fyrrverandi nemandi og kennari við Austurbæjarskóla, hef búið í Svíþjóð und- anfarin ár en fylgst með og áður sett fram mínar skoðanir í þessu máli. Í maí síðast- liðnum heimsótti ég svo Skólamunastofuna þegar hún var opin meðan á vorhátíð skól- ans stóð. Þar týndi ég mér algjörlega, en fann um leið tengsl við eldri nemendur – þá sem á undan mér höfðu gengið, og líka þá sem á eftir komu, skynjaði heild en um leið áhrifamikla ein- staklinga, listamenn, persónuleika sem mótað höfðu samfélagið, skynj- aði menntasöguna, menningarsög- una. Ekki var ég heldur einn um þessa upplifun, tugir einstaklinga á öllum aldri; frá börnum til eldri borgara, sem skoðuðu safnið á sama tíma og ég, virtust njóta þess ekki minna en ég, slíkt skynjar maður þótt maður sé upptekinn af að skoða. Eftir heimsóknina hafði ég á orði að þetta væri eins og að fara í Vetrarhöllina; ein heimsókn nægði engan veginn til að skoða allt og njóta alls, ég ætti eftir að koma aft- ur og aftur. Og ég vil geta komið aft- ur og aftur, ég vil hafa aðgang að menningararfinum, ekki bara fyrir mig heldur fyrir alla, fyrir ókomnar kynslóðir um ókomna tíð. Ráðamenn Reykjavíkurborgar, gerið nú það sem gera þarf, finnið Skólamunastofunni varanlegt hús- næði þar sem hægt er að stilla upp þeim gersemum sem þar finnast. Fyrir börn og fullorðna að njóta og nýta, skoða og læra, þar sem hægt er að taka á móti einstaklingum og hóp- um, þar sem sagan lifnar við og menning og listir haldast í hendur á lifandi safni sem borgin og borgar- búar geta verið stolt af. Eftir Einar Þór Karlsson »Héldu þá margir að í framhaldinu yrði tekið næsta skref; að finna Skólamunastof- unni verðugt framtíð- arhúsnæði. Einar Þór Karlsson Höfundur er fyrrverandi nemandi og kennari við Austurbæjarskólann. einar.th.karlsson@gmail.com Komið í veg fyrir menningarlegt stórslys í Austur- bæjarskóla Viðbrögð vinstri- manna við kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi hf. koma ekki á óvart og eru í takt við fyrri ummæli þeirra um íslenskan sjávar- útveg. Oft veit maður ekki hvort þetta fólk talar þvert um hug sér eða hvort það skortir innsýn í atvinnugrein- ina. Hærri veiðigjöld valda sam- þjöppun í sjávarútvegi! Það er eins augljóst og verið getur; en það er ekki neikvætt fyrir íslenskt sam- félag! Veiðigjöld Til að komast af við hærri veiði- gjöld, sem eru núna yfir 30% af hagnaði útgerðar, er engin önnur leið en að hagræða í rekstri, sem byrjar í lá- réttum samruna og þegar lengra dregur í lóðréttum samruna. Fyrirtæki þurfa að stækka til að takast á við aukna skattheimtu og reyna að hafa betri stjórn á sinni virð- iskeðju með því að taka stærri hluta hennar yf- ir. Ef ekkert hefði breyst undanfarna ára- tugi í sjávarútvegi og fyrirtæki ekki verið sameinuð eða yfirtekin væri engin umræða um veiðigjöld; enda væru engin veiði- gjöld og afkoman væri slök. Svona svipað og ástandið var á tíunda ára- tug síðustu aldar og lítil sem engin fjárfesting átti sér stað. Þá væri sennilega allt í góðu lagi og vinstri- menn ánægðir með ástandið! Í mínum huga er það kristaltært hvað vakir fyrir Síldarvinnslunni með kaupum á Vísi. Það liggur í orð- um forstjóra Síldarvinnslunnar um að þetta sé liður í að byggja fyrir- tækið upp sem alþjóðlegt sjávar- útvegsfyrirtæki. Nýlega keypti fyrirtækið stóran hlut í laxeldisfyr- irtæki af sömu ástæðum. Þannig hefur fyrirtækið aukið breidd sína, sem gefur gríðarleg tækifæri á markaði og tekur til sín stærri sneið af virðiskeðjunni. Hafa verður í huga að Síldarvinnslan, eftir kaupin á Vísi, er örsmátt fyrirtæki á mark- aði með sjávarafurðir í heiminum, og þarf að fást við öfluga keppinauta. Með betri tengingu við markað- inn, þar sem menn teygja sig lengra niður virðiskeðjuna, nást mögu- leikar á að bæta vöruframboð, bjóða upp á einstakar vörur, sem eykur virði kaupanda og þar með verð- mæti framleiðslunnar. Þetta er ein- mitt hluti af þeirri þróun að reka ís- lenskan sjávarútveg markaðs- drifinn, þar sem horft er til þarfa viðskiptavinarins við verðmæta- sköpun. Jafnframt verður að hafa það í huga að aðeins um helmingur verð- mæta í útflutningi sjávarútvegs end- ar hjá íslenskum fyrirtækjum. Hinn helmingurinn rennur til erlendra að- ila. Þar liggja einmitt tækifæri fyrir Síldarvinnsluna í framtíðinni. Með því að bjóða upp á einstakar vörur á öllum tímum getur fyrirtækið tekið yfir hluta af erlendri virðiskeðju og aukið þannig verðmætasköpun með betri markaðsaðgangi. Tækifæri framtíðar Tækifæri Síldarvinnslunnar við kaupin á Arctic Fish og Vísi blasa því við hverjum þeim sem vill horfa hlutlægt á þessi mál: Aukin verð- mæti fyrir íslenskan sjávarútveg og íslenska þjóð. Með því að taka til sín stærri hluta virðiskeðjunnar verða bæði til verðmæti og eins spennandi störf fyrir Íslendinga í framtíðinni. Síldarvinnslan er fyrirtæki á markaði með þúsundir eigenda. Það er eðlileg krafa til stjórnmálamanna að ræða svona mál af alvöru en ekki bara til að tala inn í tiltekna hópa. Bolfisk- vinnsla Vísis er ein sú fullkomnasta í heimi og er ekki á leið frá Grinda- vík í framtíðinni. Þar er mannauð- urinn, nálægð við fiskimið og mark- aðinn. Eftir Gunnar Þórðarson Gunnar Þórðarson »Með því að taka til sín stærri hluta virðis- keðjunnar verða bæði til verðmæti og eins spenn- andi störf fyrir Íslend- inga í framtíðinni. Höfundur er viðskiptafræðingur. silfurtorg@simnet.is Veiðigjöld og samruni sjávarútvegsfyrirtækja Hvar sem ég er og hvert sem ég fer blasir fegurðin við mér. Himinninn speglast í lygnu vatn- inu og í fjarska sé ég mikilfengleik þinn er ég staldra við og gef mér tíma til að líta upp til hinna tignar- legu fjalla. Þú virðist sem í fjarlægð en ert samt á bak við allt og í öllu. Nær en ég held. Þökk sé þér, ó Guð, lof og dýrð! Í dag umlykur þú mig með logni í sálinni og þínum friði og ólýsan- legri fegurð hvert sem litið er. Bara að ég gæti oftar gefið mér tíma til að staldra við. Til að draga meðvitað að mér andann. Opna augun og njóta alls þess sem þú hefur upp á að bjóða. Hér og nú En nú er ég þá hérna bara staddur eftir allt sam- an í kyrrð og bæn með fjöllin og bæina allt um kring og hina eilífu friðgefandi nærveru skapara himins og jarðar, höfundar og fullkomnara lífsins. Grasið iðjagrænt upp um grónar hlíðar. Upplifi í dögginni still- ur morgunsins. Vina- legan klið og dagsins farsæla nið. Fegurð kvöldsins roða, bláma og birtu næturinnar. Kyrrðin óvið- jafnanleg, fegurðin ólýsanleg, sem eilíft sumar. Hvað skyldi fólkið á bæjunum og í bústöðunum vera að hugsa? Hvað þá fólkið í borginni? Hvað er það að gera? Skyldi það vita af þessu? Eða er það mögulega að fara á mis við fegurð lífsins? Er það kannski bara liggjandi uppi í sófa lifandi tilgangsleysinu, horfandi á sápu í sjónvarpinu eða að hlusta á dag- legt þras sem litlu skilar? Hugsan- lega er það jafnvel netið og sím- arnir sem glepja? Og hvað með blessaðar kýrnar í haganum, lömb- in og hestana, ætli þau viti af þessu? Eða eru þau ef til vill líka að fara á mis við fegurðina vegna óör- yggis og hræðslu, vanrækslu, hugs- unarleysis eða tjóns á umhverfinu? Njótum lífsins, göngum vel um og njótum þeirrar stórbrotnu og margbreytilegu fegurðar sem skap- ari okkar býður okkur upp á í um- hverfinu. Með sumarsins kærleiks- og frið- arkveðju. – Lifi lífið! Kyrrðarbæn Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Njótum lífsins, göng- um vel um og njót- um þeirrar stórbrotnu og margbreytilegu feg- urðar sem skapari okk- ar býður upp á. Höfundur er ljóðskáld, rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.