Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
✝
Þorgerður
Brynjólfsdóttir
hjúkrunarfræðing-
ur fæddist á Siglu-
firði 12.3. 1927.
Hún lést á öldrun-
ardeild Vífilsstaða
10.7. 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Vilmundardóttir, f.
3.8. 1898, d. 25.4.
1996, og Brynjólf-
ur Jóhannsson, f. 16.10. 1891,
d. 7.10. 1962. Þorgerður átti
tvær systur: 1) Baldvina Jóna
Brynjólfsdóttir, f. 13.1. 1930, d.
24.9. 1988, gift Hreggviði Inga
Sigríkssyni, f. 2. september
1928, d. 31. ágúst 1988. Þau
skildu. 2) Sigríður, f. 12.4.
1932, d. 7.8. 2002, gift Kristjáni
Júlíussyni, f. 11.8. 1933, d. 31.
mars 2017.
Þorgerður giftist 9.1. 1957
Herði Jónssyni efnaverkfræð-
ingi, f. 1.10. 1931, d. 12.9. 2014.
Þorgerður og Hörður eign-
uðust fjóra syni. Þeir eru: 1)
Ævar, Ph.D, arkitekt, f. 2.5.
1957. Eiginkona hans er Gerð-
f. 1966. Börn þeirra eru Hlyn-
ur, f. 1993, Birkir, f. 1997 og
Katrín Helga, f. 2009.
Þorgerður gekk í Barna-
skóla Siglufjarðar og Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar og út-
skrifaðist sem gagnfræðingur
1944. Hún lauk prófi frá
Hjúkrunarskóla Íslands í októ-
ber 1951. Hún var hjúkrunar-
kona við Sjúkrahús Akureyrar
í eitt ár frá 1951-1952 og á
Sjúkrahúsi Akraness. Árið
1953 fór hún til Englands og
vann í eitt ár sem hjúkrunar-
fræðingur á Bromley Hospital
Bromley Kent. Næstu árin
vann hún á The Royal Infirm-
ary í Edinborg. Hún vann síð-
an á hinum ýmsu deildum á
Landspítalanum. Lengst á
lungnadeild Vífilsstaða og
öldrunardeild Landspítalans í
Hátúni. Árið 1975 fór Þorgerð-
ur í eins árs framhaldsnám í
lyflæknisfræði við Nýja hjúkr-
unarskólann. Frá 1985 til 1989
vann Þorgerður sem hjúkr-
unarfræðingur við Bekkelags-
hjemmet í Osló. Eftir heim-
komu vann hún á
Landspítalanum til 1997 þegar
hún lét af störfum sjötug.
Útför Þorgerðar verður
gerð frá Garðakirkju í dag, 21.
júlí 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13. Jarðsett er í
Garðakirkjugarði.
ur Tómasdóttir
kennari, f. 1961.
Börn þeirra eru
Þorgerður Þór-
anna, f. 1996 og
Gerður, f. 2000.
Börn Gerðar af
fyrra hjónabandi
eru Tómas Hrafn,
f. 1980, Helgi Þór-
ir, f. 1988 og Edda
María, f. 1989,
Sveinsbörn. 2)
Gunnar Örn, tæknifræðingur,
f. 3.12. 1959. Eiginkona hans
er Anna Kristinsdóttir, stjórn-
mála- og stjórnsýslufræðingur,
f. 1963. Sonur þeirra er Vil-
mundur Örn, f. 1997. Börn
Önnu af fyrra hjónabandi eru
Sverrir og Kristinn Diego, f.
1982. 3) Birgir viðskiptafræð-
ingur, f. 7.9. 1964. Eiginkona
hans er Sif Hauksdóttir kenn-
ari, f. 1960. Börn Sifjar af
fyrra hjónabandi eru Karl, f.
1981, Þorgils, f. 1988, og Frið-
bert, f. 1995, Gíslasynir. 4)
Hörður Már flugvirki, f. 15.11.
1966. Eiginkona hans er Guð-
finna Dröfn Aradóttir kennari,
Að skrifa minningarorð um
móður mína er bæði auðvelt og
erfitt. Auðvelt af því að minning-
arnar eru svo margar en erfitt af
því að hún var mér svo kær og
söknuðurinn við fráfall hennar svo
mikill á þessari stundu þegar
minningar og myndir streyma
fram.
Ein mynd er af mömmu fyrir
framan gamla Landspítalann við
Hringbraut. Hún gengur í áttina
til okkar í hvítum hjúkrunarkon-
ubúningi. Stóri gulhvíti spítalinn
er þarna en líka laufguð tré, gras
og bekkur og það er sólskin. Önn-
ur mynd er fyrir utan Vífilsstaða-
spítala mörgum árum seinna. Við
erum þarna allir bræðurnir við að-
alinnganginn eftir að hafa fylgt
mömmu á kvöldvaktina. Sá
minnsti er í kerru, annar leiðir
kerruna en við eldri bræðurnir
höfum skipst á að keyra kerruna
upp Vífilsstaðaveginn. Það er sól
og sumar og veðrið gott eins og
alltaf í þá daga.
Mamma ákvað snemma að læra
hjúkrun en hún útskrifaðist árið
1951. Örlagarík varð sú ákvörðun
að leita að vinnu í Bretlandi árið
1953. Þetta ferðalag leiddi
mömmu til Edinborgar og í vinnu
á hinum sögufræga Royal Infirm-
ary við Lauriston Place. Eftir það
voru tengslin við Skotland og Ed-
inborg sterk. Þar kynntust hún og
pabbi og ævilangt ástarsamband
hófst. Hversu mikilvæg Edinborg
var í hjörtum þeirra kynntist ég
þegar þau buðu mér í ferð um
Skotland fyrir nokkrum áratug-
um. Við keyrðum um hálöndin og
skoðuðum sögufræga staði í Ed-
inborg og staði sem tengdust okk-
ur persónulegum böndum. Seinna
fóru mamma og pabbi með bræð-
ur mína til Skotlands og sýndu
þeim þær slóðir sem voru þeim
svo kærar.
Það sem mér finnst hafa ein-
kennt móður mína er jákvætt við-
horf og góðvild. Fjölskyldan, börn,
barnabörn og tengdadætur voru
afar mikilvæg. Mamma var mjög
upptekin af því að skapa góð og já-
kvæð tengsl og halda fjölskyld-
unni saman. Að kvarta kunni hún
ekki og leitaðist alltaf við að draga
fram kosti fólks óháð aðstæðum
og þjóðfélagsstöðu. En þessi lífs-
viðhorf komu ekki af sjálfu sér.
Þar held ég að trúin sem hún fékk
með móðurmjólkinni hafi skipt
sköpum.
Mamma var alltaf að læra. Hún
fór í framhaldsnám í hjúkrun á
miðjum aldri. Hún byrjaði að læra
spænsku með góðum hópi eldri
borgara eftir sjötugt og var að því
meðan heilsan leyfði. Hún málaði
vatnslitamyndir og fór á námskeið
um fornbókmenntir ásamt pabba.
Hún las alla tíð mjög mikið og al-
veg fram á það síðasta þegar sjón-
in brast. Ef við rákumst á áhuga-
verða bók var yfirleitt spurt hvort
þessi væri ekki góð fyrir mömmu.
Mamma bjó heima alla tíð og
undi hag sínum vel. Hún stundaði
leikfimi meðan hún gat og tók þátt
í starfi eldri borgara í gegnum fé-
lagsþjónustu Garðabæjar á Ísa-
fold. Síðasta einn og hálfa mán-
uðinn sem hún lifði dvaldi hún á
Landspítalanum í Fossvogi og
fékk góða umönnun. Þaðan fór
hún á Öldrunardeild á Vífilsstöð-
um þar sem hún lést á sunnudags-
morgni 10. júlí.
Sérstakar þakkir eru færðar fé-
lagsþjónustu og heimahjúkrun í
Garðabæ, starfsfólki á deild
bráðalyflækninga og öldrunar á
Landspítalanum í Fossvogi og
starfsfólki á Vífilsstaðaspítala.
Með þakkæti og söknuði,
Ævar.
Ég minnist ömmu minnar og
nöfnu sem jákvæðrar og ástríkrar
konu. Jákvæðni hennar tel ég vera
ástæðu fyrir því hversu langlíf
hún varð. Og þrátt fyrir að hún
hafi átt erfitt síðustu ár vegna
heilsubrests kvartaði hún sjaldan.
Hún var sátt við hlutskipti sitt og
stolt af börnum sínum og barna-
börnum og var dugleg að koma því
á framfæri hversu ánægð hún var
með allt í kringum sig.
Amma mín var bæði vel lesin og
upplýst um öll heimsmál og ein-
staklega menningarsinnuð. Ég
minnist allra viðburðanna sem
amma var svo dugleg að bjóða
okkur systrum á. Þar vil ég nefna
sinfóníu- og óperutónleika, leik-
hús og bíóferðir. Síðasti viðburð-
urinn sem við fórum á með ömmu
var söngleikurinn um Elly í Borg-
arleikhúsinu.
Eitt það mikilvægasta sem
amma mín kenndi mér var það að
maður ætti ekki að reiða sig á
karlmann til þess að halda sér
uppi heldur að mennta sig. Sjálf
var hún brautryðjandi í sinni kyn-
slóð. Hún fór ung að heiman til
þess að vinna og síðan að mennta
sig sem hjúkrunarfræðingur, sem
var alls ekki algengt hjá konum
fyrir nærri 80 árum. Það sem hún
gerði var mér mikil hvatning til
þess að halda áfram í námi.
Einnig minnist ég allra gæða-
stundanna sem ég átti á Bakka-
flötinni þegar ég bæði kom í heim-
sókn frá Noregi og við fengum að
búa um tíma hjá ömmu og afa eftir
að fjölskyldan flutti heim frá Nor-
egi. Á Bakkaflötinni leið mér alltaf
vel. Það var ekkert betra en að
koma heim til ömmu og afa eftir
langan dag í skóla eða leik og fá
flatkökur eða bláber og rjóma eða
eitthvað af heimabökuðu bollun-
um eða kleinunum sem hún var
dugleg að baka.
Ég man aldrei eftir að amma
hafi skammað mig, ekki einu sinni
þegar ég og vinkona mín stálum
kanínu af nágranna okkar og
geymdum hana inni í skáp hjá
ömmu yfir nótt.
Hlýja og ást einkenndi fram-
komu hennar. Hún kom fram við
alla af virðingu, sama hver það
var. Amma er og verður alltaf mín
stærsta fyrirmynd í lífinu. Vil ég
enda þessa minningargrein með
þeim orðum sem hún sagði við mig
daginn áður en hún kvaddi þennan
heim: „Guð geymi þig og varðveiti
þig,“ elsku amma mín og nafna
mín.
Þorgerður.
Amma mín Þorgerður Brynj-
ólfsdóttir var merkileg kona sem
var mér mjög kær. Hún var
hörkudugleg kona allt sitt líf og sá
alltaf hið jákvæða í öllu mótlæti.
Hún var mín helsta fyrirmynd í líf-
inu. Auk þess hvatti hún mig alltaf
áfram í öllu sem ég gerði.
Hún var afskaplega minnug al-
veg fram á sinn síðasta dag. Henni
fannst oft skrítið þegar hún mundi
ekki alveg allt eins og þegar hún
sagði mér sögu um daginn af því
þegar hún var 7 ára á Siglufirði
sem hafði þá gerst 88 árum áður.
Amma var mjög góð kona sem
vildi allt fyrir mann gera. Dæmi
um það var þegar ég hringdi einu
sinni í hana og spurði hana hvort
hún hefði lesið einhverja bók sem
ég var að lesa í skólanum. Þegar
ég svo kom næst til hennar var
hún búin að skrifa fjögurra blað-
síðna útdrátt úr bókinni. Hennar
verður sárt saknað og mun minn-
ing hennar lifa að eilífu í hjarta
mínu. Blessuð sé minning hennar.
Gerður.
Þorgerður ömmusystir mín er
dáin, betur þekkt sem Gerða
frænka eða annar helmingurinn af
tvíeykinuGerða&Hörður. Gerða-
&Hörður léku lengst af eitt sam-
einað hlutverk í mínu lífi og voru í
sérstöku uppáhaldi. Fjölskyldu-
boð heima hjá þeim í Garða-
bænum voru til dæmis mikið til-
hlökkunarefni. Í fyrsta lagi var
Hörður einn skemmtilegasti mað-
ur sem ég þekkti og ég hafði
ódrepandi áhuga á öllu sem hann
sagði. Í öðru lagi var Gerða góð-
hjartaðasta manneskja sem ég
þekkti. Hún var alltaf svo innilega
glöð að sjá mig og mér leið alltaf
eins og heiðursgesti, hvort sem ég
var fimm ára í köflóttum jóla-
skokk eða 15 ára á gelgjunni. Ég
gerði mér sjálfsagt enga grein fyr-
ir því þá hvað það skipti miklu
máli að vera svona velkomin né
held ég að ég hafi tengt þessa til-
finningu við samtalið sem við
Gerða áttum þegar ég var átta ára
og systir hennar og mágur, amma
mín og afi, voru nýdáin, bráð-
kvödd með nokkurra vikna milli-
bili. Þá tilkynnti Gerða mér að nú
yrðu þau Hörður amma mín og afi.
Mér fannst það einkennileg yfir-
lýsing af því þau voru augljóslega
Gerða&Hörður en ég man að mér
fannst þetta mjög gott fyrirkomu-
lag. Gerða var sem sagt varamað-
ur í ömmuhlutverkinu og skipti
sér sjálf inn á þegar einn af aðal-
leikurunum í mínu lífi hvarf af
sjónarsviðinu. Seinna breyttist
hlutverk Gerðu og í það skiptið lék
hún það sjálfsagt ekki meðvitað.
Þegar ég var sjálf orðin fullorðin
kona varð Gerða að mikilli og
merkilegri fyrirmynd í lífi mínu.
Ég hitti hana ekki oft, fékk stund-
um að fljóta með í heimsókn með
mömmu, en í hvert sinn græddi ég
eitthvað merkilegt á heimsókn-
inni. Ólíkt flestum eldri borgurum
sem ég þekkti, var Gerða mjög
upptekin og það þurfti að tíma-
setja heimsóknir vel á tímabili til
að ná henni á milli spænskutíma
eða einhvers félagsstarfs sem hún
var bókuð í. Mér fannst svo aðdá-
unarvert að kona á níræðisaldri
mætti vikulega á fund með öðru
fólki til að æfa sig í spænsku. Enn
merkilegra fannst mér þó þegar
við mamma mættum einhvern
tíma í heimsókn til Gerðu sem þá
var komin yfir nírætt og spurði á
einhverjum tímapunkti hvað við
værum „að horfa á á Netflix?“
Þegar ég, steinhissa á tæknilegri
getu ömmusystur minnar, sagðist
vera að horfa á The Crown varð
hún mjög ánægð með tillöguna en
hafði einmitt nýlokið við nýjustu
þáttaröðina. Við tók langt samtal
um Elísabetu Englandsdrottn-
ingu og þegar Gerða starfaði sem
hjúkrunarfræðingur í Bretlandi
og horfði á það í sjónvarpinu þeg-
ar jafnaldra hennar var krýnd
drottning. Það sló einhverju sam-
an í höfðinu á mér þegar ég áttaði
mig á að Gerða frænka og Elísa-
bet II voru nánast jafngamlar og
að þrátt fyrir virðingu mína fyrir
drottningunni ætti hún ekki séns í
stallinn sem Gerða frænka var á.
Þrátt fyrir að Gerða sé nú farin í
sumarlandið, þar sem er örugg-
lega þétt dagskrá, gott félagsstarf
og nóg við að vera, mun hún samt
halda áfram að gegna sérstöku
hlutverki í mínu lífi, sem góð fyr-
irmynd, vitur og góðhjörtuð kona
sem sýndi hluttekningu þegar það
skipti máli.
Ég votta aðstandendum inni-
lega samúð.
Guðrún Baldvina
Sævarsdóttir.
Þorgerður Brynjólfsdóttir
móðursystir mín er látin, 95 ára að
aldri.
Gerða frænka var frá upphafi
ævi minnar fyrirmynd mín í einu
og öllu. Það lék ekki nokkur vafi á
því í barnshjartanu, að ég ætlaði
að verða eins og Gerða frænka
þegar ég yrði stór. Hún var svo
falleg, góð, klár og gjafmild.
Ég var einkabarn foreldra
minna og þegar Gerða varð
„Gerða og Hörður“ og þau eign-
uðust börn laug ég í alla að dreng-
irnir þeirra væru bræður mínir.
Ég stal mynd af Ævari, sem fædd-
ist fyrstur, laumaðist með hana til
leikfélaga minna og sýndi þeim
þennan fallega bróður sem ég
hafði eignast í Edinborg en þar
var Hörður við nám í efnaverk-
fræði.
Ég óx úr grasi og lífið færði
mér alls konar verkefni. Alltaf
stóðu Gerða og Hörður og seinna
fullorðnir synir þeirra þétt við hlið
mér og studdu mig í einu og öllu.
Samtöl okkar fóru yfirleitt
fram á þann veg að Gerða spurði
frétta og lét sér ekki nægja stuttar
yfirlýsingar um að allt léki í lyndi
eða væri við það sama. Við tók ein-
lægt samtal um mig og allt mitt
fólk, börn, barnabörn, daginn og
veginn. Hún var alltaf áhugasam-
ur viðmælandi, sjálfri sér sam-
kvæm, Gerða sem gerði allt svo
vel, af áhuga og natni.
Ég hef reynt að sauma út eins
og Gerða, reynt að rækta blóm
eins og Gerða en fyrst og fremst
hef ég fengið þann verðmæta arf
frá Gerðu að fjölskyldan er alltaf í
forgangi og það sem mestu máli
skiptir.
Amma og dætur hennar þrjár
voru á margan hátt mjög ólíkar en
ómældan styrk áttu þær allar
sameiginlegan, hver á sinn hátt.
Missirinn, þegar foreldrar mínir
létust, var sár og ótímabær og þá
skipti sannarlega máli að eiga að
þessar sterku konur, sem þéttu
raðirnar í kringum mig. Gerða lék
þar risastórt hlutverk með stuðn-
ingi sínum, mildi og gæsku.
Það er svo dýrmætt að hafa
fengið að þiggja allar þessar gjafir
sem Gerða gaf og dýrmætt að fá
að vera samferða henni í 72 ár.
Nú, þegar leiðir skilur, er ég henni
óendanlega þakklát.
Ég votta Ævari, Gunnari Erni,
Binna, Hödda og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð.
Linda Hreggviðsdóttir.
Nokkur orð til að þakka sam-
fylgdina. Eftir standa góðar minn-
ingar um konu sem tók vel á móti
mér og mínum. Sagði frá tímanum
á Siglufirði þar sem hún ólst upp í
miðju síldarævintýrinu. Tímanum
sem hún vann sem hjúkrunarkona
í London og kolarykið smaug um
allt. Um það þegar hún kynntist
Herði á balli í Edinborg. Um árin
á Eyrarbakka, byggingarfram-
kvæmdir á Bakkaflötinni, árin í
Noregi og ævintýrin öll á langri
ævi. Hún var kona sem aldrei hall-
mælti fólki og bjó yfir endalausri
samhygð og samkennd gagnvart
öllu sínu samferðafólki. Hún elsk-
aði að lesa góðar bækur og ferðast
í huganum þegar líkamlegt þrek
þraut og ferðalögin um heiminn
voru fjarlæg minning. Þá fór hún í
huganum þangað sem bækurnar
fluttu hana hvort sem það var til
Rússlands á slóðir Karamazov-
bræðra eða á slóðir Napolí-sagna
Elenu Ferrante. Alltaf var hún
tilbúin til að ræða nýjustu bæk-
urnar og alltaf búin að lesa allt það
sem áhugaverðast var. En svo fór
heilsunni að hraka og hún var
tilbúin til að kveðja og halda á aðr-
ar slóðir. Ég veit að það hefur ver-
ið vel á móti þér tekið, takk fyrir
allt.
Anna Kristinsdóttir.
Kveðja:
Þú gengin er hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Nú hefur elsku Gerða kvatt
þennan heim, sátt við Guð og
menn. Langa ævi átti hún, rúm 95
ár. Hún þurfti að sjá á eftir Herði
sínum árið 2014 en nú hafa þau
sameinast á ný í sumarlandinu.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir að
hafa fengið að heimsækja hana á
Vífilsstaði nokkrum dögum fyrir
andlát hennar og eiga með henni
yndislega samverustund.
Við Gerða áttum náið vinar-
samband og ég gat alltaf leitað til
hennar ef mig vantaði ráð því
ráðagóð var hún. Hún var heil-
steypt kona með fallega sál, trygg-
ur vinur vina sinna og talaði alltaf
miklu frekar um það jákvæða og
góða í öllum en hið illa. Það var svo
gaman að koma í heimsókn til
hennar, setjast í sófann eftir kaffi-
sopann og meðlætið og hefja sam-
tal. Við ræddum oft um bresku
konungsfjölskylduna sem við
fylgdumst báðar vel með. Við töl-
uðum um bókmenntir og sagn-
fræði, landafræði og ferðalög,
kvikmyndir og sjónvarpsþætti,
þjóðfélagsmálin og ástandið í
heiminum. Hún talaði oft um góðu
árin þeirra hjóna í Noregi og mörg
ferðalög þeirra víða um heim. Hún
sagði mér frá æskuárunum sínum
á Siglufirði og um árin eftir að hún
kom til Reykjavíkur þá 17 ára
gömul. Hún spurði mig alltaf um
mig og mína, systkinin mín og
þeirra fjölskyldur og ég fékk frétt-
ir af sonum hennar og þeirra fjöl-
skyldum sem hún var svo stolt af.
Dýrmætar stundir áttum við
Veiga með Gerðu sumarið 2019 og
aftur í maí 2022. Þá var mikið
skrafað og hlegið. Veiga og Bald-
vin voru fastur hluti af vinahópi
foreldra okkar systkina í gegnum
árin en Baldvin féll frá árið 2018.
Hörður og Gerða voru ásamt
foreldrum okkar systkina, Gunn-
ari og Auðbjörgu, hluti af hópi Ís-
lendinga sem bjó í Skotlandi á
sjötta áratugnum en þar stunduðu
karlmennirnir nám við Edinborg-
arháskóla. Gerða vann áður sem
hjúkrunarfræðingur á spítala í
London en réði sig svo til Royal
Infirmary í Edinborg, að mig
minnir árið 1956, og þar kynntist
hún Herði sínum sem þá leigði
með foreldrum mínum. Ævilöng
vinátta myndaðist á milli þeirra og
varði þar til foreldrar okkar féllu
frá árið 2000.
Alltaf voru Gerða og Hörður
mætt í stórafmælin, fermingarn-
ar, útskriftirnar og hin ýmsu boð á
Stekkjarflötinni. Fræg voru partí-
in þar sem mikið var spjallað,
sungið og dansað fram á nótt og
ABBA vinsælasta tónlistin.
Ég og eftirlifandi systkin mín,
Katrín, Kristinn Halldór, Karl
Ágúst og Hafsteinn Hörður og
fjölskyldur sendum öllum að-
standendum Þorgerðar Brynjólfs-
dóttur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
hennar.
Sigrún Bryndís.
Þorgerður
Brynjólfsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár