Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 49

Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 49 Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Tvö embætti héraðsdómara laus til umsóknar Dómsmálaráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara. Annars vegar embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Hins vegar embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Skipað verður í bæði embættin frá 1. október 2022. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 29. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 970/2020 er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um: 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) almenna og sérstaka starfshæfni, 9) andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 10) tvo fyrrverandi/núverandi samstarfsmenn/yfirmenn, sem og símanúmer þeirra eða netföng, sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 970/2020 og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skiptir fyrir störf héraðsdómara. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) ferilskrá, 2) afrit af prófskírteinum, 3) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 4) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 5) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 6) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjanda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 7) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari. Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 2. ágúst nk. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu á minnislykli eða með rafrænum hætti á netfangið starf@dmr.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Dómsmálaráðuneytinu, 15. júlí 2022 Kirkjuvörður – hlutastarf Óháði söfnuðurinn óskar eftir kirkjuverði í 50% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst eða í byrjun september 2022. Við leitum að samviskusömum, jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem einnig er góður í mannlegum samskiptum. Vinnutími er sveigjanlegur. Meðal verkefna: • Dagleg umsjón með kirkju • Móttaka á fólki • Dagleg þrif • Umsjón með eldhúsi og útleigu á kirkju og félagsheimili Umsóknarfrestur er til 2. ágúst 2022. Umsóknir sendist á stjorn@ohadi.is VILT ÞÚ GANGATIL LIÐS VIÐ ÖFLUGAN HÓP LÖGFRÆÐINGA PERSÓNUVERNDAR? Persónuvernd leitar að drífandi og kraftmiklum lögfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í samhentu teymi stofnunarinnar. Fjölbreytni þeirra mála sem eru til meðferðar hjá Persónuvernd er mikil – allt frá rafrænni vöktun á vinnustöðum til álitamála sem tengjast vísindarannsóknum á heilbrigðissviði – og varða þau oft grundvallaratriði í íslensku samfélagi. Mikið er lagt upp úr frumkvæði, ábyrgð og getu starfsmanna til að sinna krefjandi verkefnum í öflugu teymi lögfræðinga stofnunarinnar. Persónuvernd er fjölskylduvænn vinnustaður. Um 100% starf er að ræða. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Persónuvernd er sjálfstætt stjórnvald sem annast eftirlit með framkvæmd laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, laga nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi og reglna settra samkvæmt þeim. FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst 2022.Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar um störfin veitir Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri hjá Persónuvernd, í síma 510-9600. Umsóknir munu gilda í sex mánuði frá móttöku þeirra, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. HELSTUVERKEFNI: • Hefðbundin afgreiðsla og meðferð mála sem heyra undir Persónuvernd, m.a. vinna að úrskurðum í ágreiningsmálum, ákvörðunum í tengslum við úttektir og frumkvæðismál, umsögnum og álitum • Verkefni tengd erlendu samstarfi, einkum í tengslum við þátttöku Persónuverndar í Evrópska persónuverndarráðinu (EDPB) og málum er varða vinnslu persónuupplýsinga yfir landamæri • Önnur lögfræðistörf samkvæmt ákvörðun sviðsstjóra eða forstjóra MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði • Þekking á persónuverndarlöggjöfinni er kostur • Reynsla og/eða þekking á sviði stjórnsýsluréttar er kostur • Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku og ensku, auk færni til að tjá sig í ræðu og riti • Þekking á einu norðurlandamáli er kostur • Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.