Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 53

Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 duka.is DÚKA Kringlunni DÚKA Smáralind FRÓÐI VAR VEL UPPLÝSTUR MAÐUR. „ÉG VISSI AÐ ÞÚ GÆTIR EKKI HALDIÐ ÞIG VIÐ MEGRUNINA!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga sinn einkakraftakarl. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VIÐ VORUM MEÐOKKAR EIGIN JÓLAHEFÐIR HEIMA Í SVEITINNI HEFURÐU SMAKKAÐ JÓLANJÓLA? FARÐU ER YKKUR SAMA EF ÉG SIT HJÁ AÐ SINNI? ÉG ER MEÐ BLÓÐNASIR! prestar eru með um hálsinn þegar þeir predika. Mér þykir þetta spenn- andi form vegna þess að þetta er svo langt og mjótt og erfitt að koma ein- hverju fyrir á því. Þegar ég er búin að sauma nógu margar stólur, kannski 10-20 stykki, þá langar mig að halda sýningu. Ég er komin með þrjár núna en það eru fleiri í vinnslu.“ Ólöf er stödd í borginni Dublin á Írlandi og fagnar afmælisdeginum þar. „Ég fer í gamaldags teboð sem haldið verður í tveggja hæða stræt- isvagni sem keyrir um Dublin á meðan ég og maðurinn minn drekk- um te og gæðum okkur á samlokum. Ég held gjarnan svona teboð heima hjá mér þar sem ég útbý skonsur, samlokur og eitthvert sætmeti og hef mjög gaman af því.“ Fjölskylda Eiginmaður Ólafar er Snorri Hall- dórsson, f. 19.6. 1958, kerfisfræð- ingur. Þau eru búsett í Grafarholti og eiga tvö börn: 1) Ágúst Ibsen, 11.4. 1983, læknir í Svíþjóð. Eig- inkona hans er Ólína Einarsdóttir og eiga þau dótturina Elísu Vigdísi, f. 21.11. 2014. 2) Elías, f. 18.8. 1993, vélnámsverkfræðingur og karate- maður, búsettur í Reykjavík. Systk- ini Ólafar eru: 1) Jón Garðar Dav- íðsson, f. 15.5. 1964, bifvélavirki í Reykjavík. 2) Guðlaugur Magni Davíðsson, f. 8.5. 1967, slökkviliðs- maður í Hafnarfirði. 3) Davíð Jó- hann Davíðsson, f. 30.6. 1968, sölu- maður í Hveragerði. 4) Páll Viggósson, f. 11.4. 1970, leiðsögu- maður á Akranesi. Foreldrar Ólafar: Anna Elsa Jónsdóttir, 28.8. 1942, hjúkrunarritari í Reykjavík, og Dav- íð Guðráður Garðarsson, 10.2. 1942, d. 11.7. 2018, skósmiður í Svíþjóð. Þau voru gift og skildu. Fósturfaðir Ólafar var Viggó Pálsson, f. 18.3. 1929, d. 16.1. 2015, verkamaður í Reykjavík. Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir Gísli Brynjólfsson bóndi, Haugi í Gaulverjabæjarhreppi Kristín Jónsdóttir húsfreyja, Haugi í Gaulverjabæjarhreppi Garðar Gíslason bílstjóri í Reykjavík Pálína Sveinbjörg Andrésdóttir verkakona í Kópavogi Davíð Guðráður Garðarsson skósmiður í Svíþjóð Andrés Pétur Jónsson útgerðarmaður á Hellissandi Sveinbjörg Sveinsdóttir húsfreyja á Hellissandi Gíslí Jónsson trésmiður og sjómaður í Reykjavík Ólöf Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Gíslason vélstjóri í Reykjavík Anna Elísabeth Jensen Gíslason verkakona í Reykjavík Niels Jacob Jensen frá Porkeri í Færeyjum Anna Jensen frá Porkeri í Færeyjum Ætt Ólafar Ingibjargar Davíðsdóttur Anna Elsa Jónsdóttir hjúkrunarritari í Reykjavík Einar K. Guðfinnsson sendi mér góðan póst: Gunnar Rögn- valdsson á Löngumýri, lítur yfir Vallhólminn, Hólminn, í Skaga- firði á sumarnótt. Sveipar Hólminn silkikóf, sumarslæða fjarðar. Þessa fegurð alla óf andardráttur jarðar. Á Boðnarmiði rifjar Dagbjartur Dagbjartsson upp „Nokkrar gaml- ar vísnagerðarvísur“ og eru þetta þrjár þær fyrstu: Auð minn finna aðrir, því hann er í stökum mínum. Augnablikið bundið í bara fjórum línum. Ef ég fer á annað borð með andagift að bruðla treð ég hugsun inn í orð og orðunum í stuðla. Stakan er ef marka má margar vísur snjallar afbragðs græja til að tjá tilfinningar allar Hólmfríður Bjartmarsdóttir yrkir að gefnu tilefni: Þegar glösin tvisvar tvenn ég tæmi, finn ég betur hvað ég elska alla menn Ólaf líka og Pétur. Magnús Halldórsson yrkir og kallar „Rímæfingu“: Hóls á bóli kroppar kind, kjóls er skjóli rúin. Fólsleg gjóla sönn er synd, sól af róli flúin. Gagaravilla hringhend eftir Davíð Hjálmar Haraldsson: Ævar Brekkan átti trukk. Aldrei dekk á honum sprakk uns af hrekk og eftir sukk Ólöf Beck tók hníf – og stakk. Veðrabrigði eftir Davíð Hjálm- ar: Í gær var hér blíða og sumar og sól og söngvar í víði og fjólur á hól. Þó svara ég spurður hvort nokkuð sé nýtt: „Nú er það svart maður, allt orðið hvítt.“ Og enn „Aðgerðarlaust veður“: Veðrið er hvorki vont né gott, varla svo heitið geti. Þetta er hvorki þurrt nér vott. Það er að deyja úr leti. Pétur Bjarnason skrifar: „Ég auglýsti á fésinu eftir rabbarbara og fékk skjóta og góða úrlausn. Nú er sultugerð framundan“: Það reynist oft gott að rabba bara, rabba um daginn og veginn. Nú á ég ríflegan rabbarbara, rauðan, skorinn og þveginn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sumarnótt og vísnagerðarvísur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.