Morgunblaðið - 21.07.2022, Síða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
Þín útivist - þín ánægja
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
ARCTIC EXPLORER
göngustafir
Kr. 5.990.-
ASOLO Angle GV
Kr. 25.990.-
HVÍTANE
Merínó húfa
Kr. 3.990.-
S
BRIMNES
meðalþykkir
göngusokk
Kr. 2.15
ar
0.-
GRÍMSEY han
Kr. 2.990.-
skar
HVÍTANES Merino peysa
Kr. 13.990.-
HVÍTANES Merino buxur
Kr. 11.990.-
SKERJAFJÖRÐUR
hálfrennd peysa
Kr. 10.990.-
VALA þriggja laga jakki
Kr. 37.990.-
VEIGAR þriggja laga buxur
Kr. 27.990.-
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
A
nnað smásagnasafn Maríu
Elísabetar Bragadóttur,
Sápufuglinn, er komið út.
Höfundurinn vakti mikla
athygli í jólabókaflóðinu árið 2020
með fyrra safninu Herbergi í öðr-
um heimi. Hið nýja verk er lítið
sumarkver sem hefur að geyma
þrjár sögur og þar er að finna ýmis
af þeim höfundareinkennum Maríu
Elísabetar sem lesendur heilluðust
af um árið.
Fyrsta sagan ber titilinn „Til
hamingju með afmælið“ og er á
yfirborðinu saga af djamminu en
undir niðri er það saga um það
hvernig þörf manns fyrir viður-
kenningu getur leitt mann miklar
krókaleiðir. Þessi órökrétta þrá,
sem við könnumst flest við, stýrir
aðalpersónunni og það er ekki ólík-
legt að lesandinn sjái sjálfan sig í
henni.
Miðjusagan er titilsaga verksins
og sú lengsta af sögunum þremur.
Í „Sápufuglinum“ tekur María
Elísabet fyrir eikynhneigð, kyn-
hneigð sem ekki á sér marga full-
trúa í bókmenntunum. Þar er
óvenjulegu sambandi tveggja
kvenna lýst. Höfundurinn lýsir vel
örygginu sem fylgir því að finna
samastað í annarri manneskju og
óörygginu sem getur þó stungið
upp kollinum þegar minnst varir.
Þrá í ólíkum myndum einkennir
þessar fyrstu tvær sögur; þrá eftir
samþykki, þrá eftir tengslum við
annað fólk.
Þriðja sagan fjallar um unga
konu sem kölluð er „Dvergurinn
með eyrað“, sem er einmitt titill
sögunnar. Þar er að finna meiri
húmor en í fyrri sögunum tveimur
sem og ævintýralegri eða súrreal-
ískari blæ. Sagan fjallar um líf
hinnar óvenjulegu aðalpersónu og
dularfullan arfgengan hæfileika
sem gengur í beinan kvenlegg.
Þetta er saga um erfiðan uppvöxt
og það að vera öðruvísi en aðrir og
útundan.
Túlkunin er vandasamari en í
fyrri sögunum tveimur og þar skín
í gegn geta höfundar til þess að
segja ekki of mikið heldur leyfa
lesandanum að túlka textann. Það
reynir auðvitað á lesandann og fer
það eftir smekk hvort furðusögur
af þessu tagi falla í kramið.
Vandmeðfarin þrenning
Það að hafa aðeins þrjár sögur
saman í safni er vandmeðfarið og
örlítið áhættusamt. Þær þurfa
eiginlega að mynda þrennd á ein-
hvern hátt og þar er um tvennt að
velja. Annaðhvort verða þær að
vera líkar á einhvern hátt, til dæm-
is fjalla um sama þema eða hafa
áþekkan stíl, eða þá vera
algjörlega hver með sínu móti
þannig að þær kallist á í sundur-
leitni sinni.
Hér hafa þrjár sögur verið
valdar saman í lítið kver en hvorug
aðferðin notuð við valið. Fyrri sög-
urnar tvær fara hvor annarri vel.
Þær eru raunsæisverk sem fjalla
um ástir í samtímanum.
En sú þriðja er í allt öðrum
takti. Ævintýraleg saga í írón-
ískum stíl. Hún á í raun fátt skylt
við fyrri sögurnar tvær, fyrir utan
það að aðalpersónan er ung kona
og aðeins er snert á upplifun henn-
ar af ástinni. Það brýtur þá heild-
armynd sem er eiginlega nauðsyn-
leg í svona litlu safni. Það hangir
því ekki alveg nógu vel saman.
Í fyrra verki Maríu Elísabetar,
Herbergi í öðrum heimi, voru sög-
urnar sjö. Þar voru þær nógu
margar til þess að það gengi upp
að hafa þær ólíkar og færa sig
fram og aftur á raunsæisskalanum.
Að þessu sögðu er þetta þriggja
sagna kver ágætlega heppnað þar
sem hver saga hefur mikið til síns
ágætis. Þær hefðu einfaldlega mátt
vera fleiri.
Sögurnar eru skrifaðar af miklu
öryggi. María Elísabet er mjög
stílviss og hárfínn húmor fær að
smjúga inn í textann.
Henni tekst að fanga tilfinningar
persóna sinna af miklu innsæi.
Hún á það til að draga fram í ljósið
mannlega bresti sem lesandinn
þekkir vel af eigin raun og þá hittir
textinn mann í hjartastað. Persón-
urnar fá að haga sér órökrétt og
með því sýnir hún hve gott skyn-
bragð hún ber á það hvað mann-
eskjur og mannleg samskipti eru
flókin fyrirbæri. Ótal þræðir úr
fortíð hvers og eins hafa mótað
hrærigraut tilfinninga sem persón-
urnar bera með sér. Þessu kemur
hún algjörlega fumlaust til skila á
síðum bókarinnar.
Þrátt fyrir að síðasta sagan sé
aðeins á skjön við þær fyrri og
skilji lesandann eftir örlítið forviða
þá lyftir innsæi höfundar og hnit-
miðaður textinn safninu sem heild.
Eftir lestur Sápufuglsins þyrstir
mann í fleiri sögur og ekki annað
hægt en að bíða með eftirvæntingu
næstu útgáfu höfundar.
Hittir mann í hjartastað
Morgunblaðið/Eggert
Smásögur „María Elísabet er mjög stílviss og hárfínn húmor fær að smjúga inn í textann,“ segir gagnrýnandi.
Smásagnasafn
Sápufuglinn bbbbn
Eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur.
Una útgáfuhús, 2022. Kilja, 103 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Annan ársfjórð-
unginn í röð
heldur áskrif-
endum streymis-
veitunnar Netflix
áfram að fækka.
Á tímabilinu frá
janúar til mars
fækkaði áskrif-
endum um
200.000 og frá
apríl til júní
fækkaði þeim um 970.000. Frá
þessu greinir Politiken. Þar kemur
fram að þetta sé minni samdráttur
en stjórnendur Netflix höfðu búist
við, en þar á bæ þakka menn þátta-
röðinni Stranger Things að fækkun
áskrifenda sé ekki meiri. Alls er
streymisveitan með 221 milljón
áskrifenda um allan heim. Sam-
kvæmt fréttaveitunni Reuters
reikna stjórnendur Netflix með að
áskrifendum fari að fjölga aftur á
þriðja fjórðungi ársins, en bent er á
að samkeppnin sé hörð frá veitum á
borð við Apple TV, HBO Max,
Amazon Prime og Disney+.
Áskrifendum
fækkar enn
Antoine Gouy úr
Stranger Things.
Rússneska lista-
konan Julia
Tsvetkova var í
vikunni sýknuð
af ákæru þess
efnis að hún væri
að dreifa klám-
efni og kynsegin
áróðri, en hún
átti allt að sex
ára fangelsi yfir
höfði sér. Tsvet-
kova, sem er femínisti og kynsegin
aðgerðasinni, var handtekin 2019 og
sætti þá fjögurra mánaða gæslu-
varðhaldi fyrir að deila teikningum
af kvenlíkamanum á bloggi sínu sem
nefnist Píkusögur. Réttarhöldin
gegn henni vöktu hörð mótmæli í
heimalandi hennar. Samkvæmt frétt
BBC leiða flest mál sem enda fyrir
dómstólum í Rússlandi til sakfell-
ingar og fagnar Amnesty Inter-
national því sýknudóminum. Ákæru-
valdið hefur tíu daga til að áfrýja
dómnum og því segir móðir Tsvet-
kovu enn of snemmt að fagna.
Sýknuð vegna
teikninga sinna
Ein teikninga
Juliu Tsvetkovu.
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is