Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 8
12.999kr.stk.
Gourmia Digital Air Fryer 6,7L
2.499 kr.stk.
Rodeo Joe’s
Jalapeno Flamers 1,2kg
2.299kr.stk.
Joe's Mozzarella Sticks 1,2kg
NÝ OG
STÆRRI
ÚTGÁFA
Barónsstígur 8-24
Keflavík 24/7
Akureyri 24/7
© GRAPHIC NEWSHeimildir og myndir: NASA, Aerojet Rocketdyne *Smágerð rannsóknargervitungl
Með áætluninni
er vonast til
að menn
snúi a
ur til
tunglsins ekki
síðar en
2025.
Óríon-hylki (getur
utt ögurra
manna áhöfn)
Útug:
8-14
dagar
Heimug:
9-19 dagar
Efra lag
RL10-vél
Miðlag
Gegnheil
eldsneytis-
aug
RS-25-
vélar
10
CubeSat-
gervitunglum*
sleppt
Á sporbaugi
um tunglið:
6-19 dagar
E2056 E2045
E2058 E2060
Saga RS-25
Áreiðanlegar og þaulreyndar. Uppfærðar úr
tækni Geimskutluáætlunarinnar
E2045: 12 ug (þ. á m. John Glenn)
E2056: 4 (þ. á m. viðgerðir á Hubble)
E2058: 6 ug til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar
E2060: 3 síðasta ug Geimskutluáætlunarinnar
98
.2
m
Farið á/af sporbaugi
um tunglið
Artemis I: Aur til tunglsins
Artemis I verður skotið síðla ágúst í ómannaðan leiðangur til að kanna
möguleikann á nýju geimskotaker, og Óríon-hylki fyrir mönnuð
ug – sem yrði fyrsta skreð í langþráðri endurkomu NASA til tunglsins.
birnadrofn@frettabladid.is
VESTURLAND Fyrirhugað er að setja
upp sjóböð í Krossavík við Hellis-
sand á Snæfellsnesi. Kári Viðarsson,
athafnamaður og leikari, á hug-
myndina að verkefninu sem er enn
á þróunarstigi en Jóhann Magnús
Kjartansson arkitekt og Páll Kr.
Pálsson viðskiptaráðgjafi vinna að
verkefninu með honum.
Hönnun og útfærsla sjóbaðanna
er langt komin og Kári segir verk-
efnið á góðum stað. „Það er bæði
yfirgripsmikið og f lókið að fara í
svona framkvæmdir en það er búið
að samþykkja að við getum farið af
stað ef við fáum öll tilskilin leyfi,“
segir hann.
Árið 2020 hlaut verkefnið hálfrar
milljónar króna styrk frá Sam-
tökum sveitarfélaga á Vesturlandi
og á síðasta ári 3,7 milljóna króna
nýsköpunarstyrk frá Uppbyggingar-
sjóði Vesturlands.
Kári segir það forgangsatriði að
passa upp á náttúruna við uppbygg-
ingu sjóbaðanna, þar sé að mörgu
að huga. „Þetta er einstakt svæði og
ólíkt mörgum öðrum baðstöðum.
Þetta er nálægt sjónum og þarna
er mikill öldugangur svo þetta eru
mjög „extreme“ aðstæður og því
þarf að skoða það vel hvernig er best
að haga þessu.“
Stefnt er að því að í sjóböðunum
geti gestir farið í misheit og -köld
böð, gufuböð og þarabað. Kári segir
að einhver ár séu þar til böðin verði
opnuð, en kynningarfundur þar
sem farið verður yfir þau áhrif sem
uppbygging sjóbaðanna mun hafa
á aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-
2031 fer fram á miðvikudaginn í
næstu viku. „Það er mikilvægt að
kynna þetta vel og hlusta á allar
raddir,“ segir Kári. n
Ætla að setja upp sjóböð í Krossavík á Snæfellsnesi
Kári Viðarsson,
athafnamaður
og leikari
Skot á geimfarinu Artemis I
frá jörðu undir lok mánaðar-
ins kann að boða endurkomu
mannkynsins til tunglsins
eftir fimmtíu ára hlé.
thorgrimur@frettabladid.is
GEIMFERÐIR Mikilvægt skref verður
brátt tekið í áætlunum Geimferða-
stofnunar Bandaríkjanna (NASA)
um að koma mönnuðum geimför-
um til tunglsins á ný. Þann 29. ágúst
næstkomandi verður ómannaða
geimfarinu Artemis I skotið frá
jörðu. Mun það fara á sporbaug í
kringum tunglið og á síðan að snúa
aftur til jarðarinnar.
Leiðangur Artemisar I verður
fyrsta ferð geimflauga nýja Geim-
skotaker f isins (Space Launch
System eða SLS), sem hefur verið í
þróun í rúman áratug. Flaugin á að
f ljúga með svokallað Óríon-hylki,
sem getur borið fjögurra manna
áhöfn en verður ómannað í þetta
sinn. Eftir að f laugin er komin út
fyrir andrúmsloft jarðarinnar mun
hylkið losna af henni og fara á spor-
baug um tunglið án hennar.
Fyrsta konan á tunglinu?
Artemis I er að hluta til drifin áfram
af vélarhlutum sem hlutu eldskírn
sína í Geimskutluáætluninni. Fjórar
helstu vélar flaugarinnar eru endur-
unnar úr f laugum eldri áætlunar-
innar og hafa þær áður verið úti í
geimi. Flaugin er jafnframt búin
tveimur gegnheilum eldsneytiseld-
flaugum sem áætlað er að losni af
Artemis þegar hún yfirgefur gufu-
hvolf jarðar og hrapi niður í Atlants-
hafið.
Ef leiðangur Artemisar I heppnast
vel verður ferðin endurtekin með
leiðangrinum Artemis II árið 2024,
nema hvað í þetta sinn verða geim-
farar um borð. Lokamarkmiðið er
svo förin Artemis III sama ár, en í
henni er áætlað að geimfarar stígi
fæti niður á yfirborð tunglsins. Ef
allt fer að óskum verður það í fyrsta
skiptið frá leiðangri Apolló 17 árið
1972 sem mannfólk gengur í myrk-
um mánafjöllum. Jafnframt hefur
NASA lofað að þetta verði í fyrsta
sinn sem kona og þeldökk mann-
eskja stígi fæti á tunglið.
Artemis í fótspor Apollós
Moonikin Campos liðsforingi
Flugtak Artemisar I verður frá
Kenn edy-eldflaugastöðinni í Flór-
ída. Vert er að athuga að skoti geim-
farsins hefur áður verið frestað
og dagsetningar hafa þegar verið
valdar í september ef til frekari
frestana skyldi koma.
Búið er að koma öllum nauðsyn-
legum búnaði fyrir í Óríon-hylkinu
sem fer þorra leiðarinnar til tungls-
ins. Í stað raunverulegar áhafnar
verða þrjár gínur um borð í hylkinu,
þar á meðal ein undir nafninu Moon-
ikin Campos liðsforingi. Það ágæta
nafn bar sigur úr býtum í nafna-
keppni innan NASA og var valið til
að heiðra rafmagnsverkfræðinginn
Arturo Campos, sem vann bæði að
Apolló-áætluninni og Geimskutlu-
áætluninni. Nafnið sem lenti í öðru
sæti var Delos, sem er eyjan þar sem
systkinin Apolló og Artemis fæddust
í grískri goðafræði. n
Flaugin rúmar fjögurra manna áhöfn en verður ómönnuð í fyrstu ferðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Geimfarinu verður
skotið frá jörðu þann
29. ágúst næstkomandi
og fer á sporbaug í
kring um tunglið áður
en það snýr aftur til
jarðar.
8 Fréttir 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ