Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 29
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 13. ágúst 2022
Nourkrin hárbætiefni
virkar frábærlega fyrir hárið
Auður Freyja Sverrisdóttir var sem ung kona alltaf með sítt og mikið hár, en hin síðari
ár hafði hún strítt við mikið hárlos. Eftir að hafa prufað ótal hárkúra sem ekki skiluðu
árangri var hún búin að gefast upp á að finna lausn á vandanum. 2
Auður Freyja Sverrisdóttir er himinlifandi yfir árangrinum af Nourkrin-kúrnum. Hún hefur ekki verið með svona ræktarlegt hár í 20 ár. MYND/AÐSEND
Heimagerðar kókoskúlur eru ljúf-
fengt fjölskyldudund í helgarfríinu.
thordisg@frettabladid.is
Laugardagar eru nammidagar
og fátt indælla en heimalöguð
sætindi, eins og nýjar og freistandi
kókoskúlur. Það er skemmtilegt
dund að búa til kókoskúlur á
laugardegi og flest börn elska að
hnoða saman deig og kúlur: það er
einfalt og afraksturinn fellur öllum
í geð. Allir þekkja kókoskúlur í
sínum gamaldags og góða búningi,
velt upp úr hvítu kókosmjöli, en
það er auðvelt að setja kúlurnar
í annan búning, eins og að velta
þeim upp úr til dæmis kakói, lit-
ríku kökuskrauti eða flórsykri. Þá
er skemmtilega óvænt að setja eitt-
hvað inn í miðju kúlanna, svo sem
hnetu, rúsínu, lakkrís- eða kara-
mellukurl eða annað sem gefur
kókoskúlunum nýja og spennandi
áferð og bragðupplifun.
Gómsætar kókoskúlur
100 g smjör
1 dl sykur
2 msk. kakó
1 tsk. vanillusykur eða vanillu-
dropar
3 dl haframjöl
2 msk. kalt kaffi
Hrærið saman sykur og smjör þar
til ljóst og létt. Hrærið þá saman
við kakói, haframjöli, vanillusykri
og kaffi. Rúllið kúlur úr deiginu og
veltið upp úr kókosmjöli eða öðru
ljúffengu sem loðir við. Ef setja á
óvænta fyllingu í kókoskúlurnar er
deiginu rúllað utan um. Geymið í
ísskáp þar til borið er fram. n
Gleði og gotterí
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is