Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 44
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu mannauðsstjóra.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leitar eftir öflugum stjórnanda í starf mannauðsstjóra. Mannauðsstjóri
mun leiða mannauðsmál ráðuneytisins og jafnframt sinna ráðgjöf og aðstoð fyrir stofnanir ráðuneytisins
eftir atvikum. Mannauðsstjóri vinnur náið með ráðuneytisstjóra, öðrum stjórnendum ráðuneytisins og
forstöðumönnum viðkomandi stofnana. Mannauðsstjóri tilheyrir skrifstofu ráðuneytisstjóra.
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð,
ábyrgð og sjálfstæði.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst nk.
Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá ásamt fylgigögnum um menntun og árangur í starfi og kynningarbréf
þar sem tilgreind er ástæða umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Nánari upplýsingar veitir Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri, 545-8100
Ráðuneytið hvetur fólk óháð kyni, þjóðernisuppruna og fötlun til að sækja
um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á starfatorgi Stjórnarráðsins,
www.starfatorg.is
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Yfirgripsmikil reynsla og þekking á
mannauðsmálum.
• Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
og leiðtogafærni.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
• Metnaður og vilji til að ná árangri.
• Skipulagsfærni.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í
ræðu og riti.
• Góð kunnátta í ensku.
Mannauðsstjóri
hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
Smiðir og smíðahópar
Verkvit, fagmennska og vilji
til verka
Sótt er um störfin á:
www.alfred. is
Nánari upplýsingar veitir
Elva Dögg Pálsdóttir
mannauðsstjóri: elva@bygg.is
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. óskar eftir smiðum,
smíðahópum og verktökum til að takast á við spennandi
verkefni.
Helstu verkefni:
Mótauppsláttur og klæðningar
Viðhald og breytingar
Almenn smíðastörf
Menntunar- og hæfniskröfur:
Sveinspróf í húsasmíði
Handlagni og verkvit
Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæði í
vinnubrögðum
JAFNLAUNAVOTTUN
2021-2024
Bygg hf. hefur mörg verkefni
í farvatninu og býður upp á
framtíðarstörf hjá
traustu fyrirtæki
með mikla reynslu.
Hjá fyrirtækinu
starfa um 160
manns og fjöldi
undirverktaka.
Bygg hf. Er þekkt
fyrir traust og
örugg vinnubrögð,
vandaðan frágang og
efndir á umsömdum
afhendingartíma.Við leggjum mikla áherslu á
öryggi á vinnustað og búum yfir
samheldnum starfsmannahópi sem
starfar af fagmennsku og metnaði.