Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 32
Ég bæði finn og sé
að glans og þéttni
hársins hefur tekið
miklum stakkaskiptum
og húðin er orðin þéttari
og með meiri raka.
Fólk verður svekkt
þegar það uppgötv-
ar að það hafi haft sam-
band of seint og svo er
HM í Katar að spila stóra
rullu.
Sigurður Hlöðversson
Enski boltinn fór að rúlla
af stað um síðustu helgi og
sem endranær er gríðarlegur
áhugi Íslendinga á þessari
sterkustu og skemmtileg-
ustu deild í heimi sem enska
úrvalsdeildin er.
gummih@frettabladid.is
Þeir eru fjölmargir Íslendingarnir
sem hafa flykkst til Englands í
gegnum árin til að fylgjast með
liðum sínum og marga þyrstir í að
komast út á þessu tímabili enda
hefur heimsfaraldurinn sett tölu
verðar skorður á ferðir landans
á leiki í ensku úrvalsdeildinni
síðustu tvö keppnistímabilin.
Sigurður Helgi Hlöðversson, eða
Siggi Hlö eins og hann er oftast
nefndur, er framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofunnar Visitor, sem
eins og undanfarin ár býður upp á
ferðir á leiki Liverpool og Man
chester United. Siggi er forfallinn
stuðningsmaður United og var að
sjálfsögðu mættur á Old Trafford
á sunnudaginn þar sem hann sá
sína menn bíða lægri hlut fyrir liði
Brighton.
„Ég er beygður en ekki brotinn
eftir þennan fyrsta leik,“ segir Sig
urður, sem hefur í nógu að snúast í
að útvega ferðaþyrstum miða eða
ferðapakka til Englands.
„Það er mikil ásókn í miða á leik
ina og þeir seljast nánast allir upp
þegar við setjum þá í sölu. Það er
tvennt sem fólk er að klikka á þetta
haustið. Það sem gerðist í Covid er
að fólk er lengur að taka ákvarð
anir sem þýðir að loks þegar það
rankar við sér og ætlar að henda
sér í ferðir eru bestu bitarnir farnir.
Fólk verður svekkt þegar það upp
götvar að það hafi haft samband of
seint. Svo er HM að spila stóra rullu
í haustferðirnar.
Það verða bara haustferðir fram
í fyrstu vikuna í nóvember þar
sem HM fer af stað í Katar seinni
hlutann í nóvember. Enski boltinn
fer ekki aftur í gang eftir HM fyrr
en á annan í jólum. Þá er erfitt að
selja Íslendingum hópferðir því þá
eru allir í hangikjötinu. Ferða
áhuginn er mikill en fólk er ennþá
svolítið hrætt eftir heimsfaraldur
inn. Það hugsar: Á ég að kaupa ferð
eða verður hún felld niður? Þessi
hugsunarháttur er enn þá í gangi
en er ástæðulaus,“ segir Sigurður.
Old Trafford heillar enn þrátt
fyrir slakt gengi
Sigurður segir að það sé auðveldast
að selja Íslendingum miða á leiki
Liverpool og Manchester United
en þessi félög eiga langfjölmenn
ustu stuðningsmennina hér á
landi. „Þeir sem halda með liðum
frá London eiga hægara um vik að
komast út á leiki sinna liða enda
einhverjar 15 flugferðir til London
á degi hverjum. Það er hins vegar
mikil samkeppni um sætin til
Liverpool og Manchester. Play
flugfélagið er að fara fljúga beint til
Liverpool og við höfum gert stóran
samning við það um sæti í öllum
þeirra ferðum allt tímabilið þegar
Liverpool spilar heimaleiki,“ segir
Sigurður. Liverpool hefur átt mik
illi velgengni að fagna undanfarin
ár og íslenskir stuðningsmenn
liðsins hafa streymt á Anfield sem
aldrei fyrr. Gengi United hefur
hins vegar ekki verið upp á marga
fiskana en það hefur ekki komið
í veg fyrir að íslenskir stuðnings
menn vilji komast á Old Trafford.
„Old Trafford heillar enn þrátt
fyrir slakt gengi. Ronaldo er þarna
enn þá og ég tók eftir því að stúkan
fór næstum á hliðina þegar hann
byrjaði að hita upp. Hann trekkir
mikið að og Christian Eriksen var
að trekkja það hressilega að ég
keypti mér treyju númer 14 með
Eriksen á bakinu,“ segir Sigurður,
sem hefur misst tölu á fjölda heim
sókna sinna á Old Trafford.
„Árið 2015 var ég kominn í 100
og eftir það hætti ég að telja enda
skekkist myndin aðeins þegar
maður starfar í þessum geira. Ég er
búinn að fagna og grenja til skiptis
á Old Trafford. Svo mikið er víst.“
Siggi telur að slagurinn um
meistaratitilinn verði á milli Man
chester City og Liverpool eins og
síðustu ár. Erling Haaland er að fara
að gera einhverja stórkostlega hluti
og ætli City hafi þetta ekki. Hvað
mína menn varðar þá yrði það stór
kostlegt að ná Meistaradeildarsæti
og ég ætla að leyfa mér að vera svo
brattur að spá þeim fjórða sætinu.
Það yrði kraftaverk.“ n
Seljast nánast allir upp
Sigurður Hlöð-
versson er gall-
harður stuðn-
ingsmaður
Manchester
United.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Bætiefnin frá Good Routine
eru að slá í gegn, enda
vönduð og árangursrík.
„Ég er í eðli mínu mikil áhuga
manneskja um bætiefni og hef
því prófað margt og mikið þegar
kemur að bætiefnum. Því get ég
óhikað sagt að bætiefnin frá Good
Routine eru sennilega Rollsinn í
bætiefnaheiminum. Þar er greini
lega vandað mjög til allra verka og
áhrifin láta ekki á sér standa.“
Þetta segir Unnur Gunnars
dóttir, framkvæmdastjóri hjá
Engey Kids. Unni hefur ávallt
verið umhugað um heilsu sína og
ástundað heilsusamlegan lífsstíl.
Síðan í vor hefur hún tekið inn
bætiefni frá Good Routine.
„Ég fékk strax góða tilfinningu
fyrir Good Routine þegar ég byrj
aði að nota það og ég finn líka að
það gerir mér gott. Þetta eru gæði
í gegn og mikil rannsóknarvinna
að baki. Nafnið Good Routine
höfðar líka til mín. Allir vita jú að
góð rútína er góð; maður finnur
það ekki síst eftir sumarfríið.
Nafn vörumerkja segir manni líka
sitthvað og er oft það sem grípur
mann fyrst þegar maður prófar
eitthvað nýtt,“ segir Unnur sem
tekur bætiefni frá Good Routine
samviskusamlega hvern dag.
„Þannig næst besta virknin og
hún kemur fljótar fram. Mín fyrstu
kynni af Good Routine var bæti
efnið SynergizeYourGut, fyrir
þarmaflóruna, og ég var rosalega
ánægð með það, tek það enn inn og
finn mikinn mun á mér. Síðan hef
ég bætt við GuardYourLiver og
nú síðast Pure Omega 3 frá Good
Routine,“ greinir Unnur frá.
Hún er heldur betur ánægð með
áhrif Good Routine Pure Omega 3
á hár sitt, húð og liði.
„Pure Omega 3 er stórkostlegt
bætiefni fyrir húðina, hárið og
liðina. Ég hef alltaf hugsað vel um
hárheilsuna og lagt mig fram um
að næra hár mitt vel, og eftir að
ég fór að taka inn Pure Omega
3bætiefnið frá Good Routine finn
ég bæði og sé að glans og þéttni
hársins hefur tekið miklum og
góðum stakkaskiptum. Þá er húðin
orðin þéttari og með meiri raka.
Ég finn greinilegan mun á þessu
tvennu og bætiefnið virðist gefa
virkilega góða og ríkulega nær
ingu. Þá finn ég glöggt hversu góð
áhrif það hefur á liðheilsuna; það
mýkir liðina og eykur allan liðleika
til muna,“ segir Unnur.
Hún mælir heilshugar með bæti
efnunum frá Good Routine.
„Þetta eru fyrst og fremst
vönduð og góð bætiefni. Maður
finnur fljótt mun á sér og ég er
spennt að prófa fleira úr bætiefna
línu Good Routine.“
Hraust hjarta og
hamingjusamur heili
Bætiefnið Pure Omega3 frá Good
Routine inniheldur hæsta styrk
af ómega3 fitusýrum í skammta
stærð (1.430 mg). Efnablandan er
einstaklega kröftug og inniheldur
háan styrk af EPA (792 mg) og DHA
(528 mg). Blandan inniheldur einn
ig D3vítamín og Evítamín sem
spornar gegn þránun.
Næringarefnin EPA og DHA
eru tegundir ómega3 fitusýra og
gegna þær mikilvægu hlutverki
í líkamanum sem nauðsynleg
byggingarefni frumuhimna auk
þess að stuðla að eðlilegri virkni
hjarta, augna og heila. Taugar
innihalda mikið magn af ómega3
fitusýrunni DHA og því er inntaka
DHA mikilvæg til þess að veita
taugum nauðsynleg næringarefni.
Afleiðingar þess að fá ekki nóg
af DHA úr fæðu gætu verið skert
geta líkamans til að læra, hugsa,
muna og viðhalda hraustum og
hamingjusömum heila. Þá er DHA
í líkamanum nauðsynlegt til þess
að viðhalda góðri sjón.
Mælt er með Pure Omega3 til
að tryggja heilbrigði hjarta, augna,
taugakerfis, húðar, hárs, beina og
liðamóta, en einnig til að viðhalda
eðlilegu magni lípíða í blóðinu,
styrkja ónæmiskerfið og koma
í veg fyrir ofnæmisviðbrögð og
stuðla að vellíðan þeirra sem neyta
ekki nógu mikils af góðri fitu.
Stórkostlegt bætiefni fyrir liðina, húð og hár
Unnur Gunnarsdóttir finnur mikinn mun á hári sínu, húð og liðum eftir að
hún fór að taka inn bætiefnið Pure Omega-3 frá Good Routine. MYND/AÐSEND
Pure Omega-3 frá Good Routine
inniheldur hæsta styrk af ómega-3
fitusýrum í skammtastærð.
Pure Omega3 frá Good Routine
er framleitt með einkaleyfisvarða
hreinsunarferlinu Flutex™ sem
tryggir að þungmálmar og önnur
mengunarefni eru fjarlægð, án
þess að notast sé við leysiefni, háan
hita eða aðrar ágengar aðferðir.
Það eykur auk þess gæði olíunnar
sem skilar sér í hæsta styrk af
ómega3 fitusýrum og góðri upp
töku í líkamanum. Hreinsunarferli
Good Routine tryggir einnig að
notandinn finnur ekki fiskibragð
eftir inntöku.
Mælt er með því að taka tvö
hylki á dag, með mat eða vatns
glasi, fyrir hraust hjarta og
hamingjusaman heila, alla daga. n
Good Routine fæðubótarefnin
fást í Hagkaup, Lyfjum & heilsu,
Apótekaranum og Krónunni.
4 kynningarblað A L LT 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR