Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 24
Ég áttaði
mig strax á
því að ég
var hrygg-
brotinn,
því efri og
neðri hluti
líkamans
sneru sitt á
hvað.
Daniel
Bandaríkjamaðurinn Daniel
Hund, sem hrapaði tugi metra
á fjallaskíðum á Tröllaskaga
í mars, missti báða fótlegg
ina eftir slysið og minnstu
munaði að hann tapaði einnig
handleggjunum. Hann og
Sierra, kona hans, voru hér að
fagna brúðkaupsafmæli sínu
þegar örlögin gripu í taumana
– og takast nú á við gerbreytt
ar aðstæður í lífi sínu.
Bandarísku hjónin Daniel
og Sierra Hund, sem bæði
eru á þrítugsaldri, afréðu
að fara í draumaferðina til
Íslands í mars á þessu ári
til að fagna tveggja ára brúðkaups
afmæli sínu.
Þau eru alvön fjallamennsku
og finnst fátt skemmtilegra en að
taka þátt í ævintýrum við erfiðar
aðstæður upp til tinda og toppa –
og þegar Sierra sá ljósmyndir frá
Íslandi fyrir nokkrum árum hétu
þau sér því að halda hingað til lands
í brúðkaupsferðina sína.
En svo brast heimsfaraldurinn á
með samkomuhömlum og ferða
takmörkunum, svo nýgiftu hjónin
þurftu að fresta förinni til Íslands
um óákveðinn tíma.
Loks rofaði til í byrjun þessa
árs – og stefnan var tekin á eyjuna
í norðri á tveggja ára brúðkaups
afmælinu, beint í helstu fjallabálka
Íslands á Tröllaskaganum þar sem
freistandi er fyrir ofurhuga að reyna
sig við þverbrattar fjallshlíðar á
þar til gerðum fjallaskíðum, oft og
tíðum við hrikalegar aðstæður.
Ég bjóst við að deyja
Hjónakornin komu sér fyrir í bústað
við utanverðan Tröllaskagann um
miðjan mars og voru varla búin að
taka upp úr töskunum þegar óþreyj
an knúði dyra hjá Daniel sem afréð
að halda einsamall til fjalla til að
athuga aðstæður í fannbreiðunum
í Vermundarstaðahyrnu í Húngils
dal, sem er einn þverdalanna sem
liggja norðanvert í dalnum fram af
Ólafsfirði.
Veður var skaplegt, smávegis
hríðargeyfa á lofti – og Daniel sóttist
ferðin vel upp á hyrnuna sem er í um
750 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar
setti hann undir sig fjallaskíðin, en
kveðst strax hafa fundið fyrir harð
fenni undir skíðunum, sem varð til
þess að hann missti fljótlega gripið í
glerhálli hlíðinni og féll svo að segja
lóðbeint niður eftir snarbrattri snjó
rennu á milli klettabelta, kútveltist
yfir hamrabelti og hrapaði þaðan
niður stóra fönn uns hann stöðvað
ist í urðarbelti í miðri hlíðinni.
„Ég áttaði mig strax á því að ég
var hryggbrotinn,“ segir Daniel, „því
efri og neðri hluti líkamans sneru
sitt á hvað.“ Og hann kveðst raunar
þegar hafa orðið úrkula vonar um
að nokkur maður myndi finna hann
í þessu afskekkta þverhnípi þar sem
hann lá í grafarkyrrðinni og gat sig
hvergi hreyft.
„Ég var reiður sjálfum mér fyrir
að hafa farið einn til fjalla, án skíða
félaga, svo ég bjóst bara við því að
deyja á staðnum.“
Sierra, kona Daniels, beið hans
niðri í bústað, en hann hafði sagst
ætla að láta vita af sér klukkan tíu.
En þegar hana fór að lengja eftir
honum hugsaði hún í fyrstu sem
svo að hann hefði ákveðið að taka
sér aðra ferð niður fjöllin á skag
anum. „Svo fór ég að hafa áhyggjur
eftir því sem tíminn leið,“ segir hún,
„kannski hafði hann fótbrotnað,
hugsaði ég, eða að hann hefði hlotið
einhverja aðra skráveifu sem tefði
heimför hans,“ bætir Sierra við.
„En það hvarf laði aftur á móti
aldrei að mér að eitthvað alvarlegra
hefði hent hann, af því hann er þaul
reyndur skíðamaður frá unga aldri.
Ég bara trúði því alls ekki.“
Allt svæði ellefu kallað út
En svo fór að björgunarsveitir voru
kallaðar út – og þaulvanir og heima
vanir liðsmenn þeirra lásu rétt í
aðstæður frá fyrstu mínútu. Leitar
Missti báða fótleggina eftir
skíðaslysið á Tröllaskaga
Daniel hefur
verið í stöðugri
endurhæfingu
frá því hann
hrapaði á fjalla-
skíðum á Trölla-
skaga í mars, en
með ólíkindum
er að hann hafi
lifað slysið af.
MYND/AÐSEND
svæðið væri stórt, aðstæður með
erfiðasta móti, lágskýjað með þó
nokkurri ofanhríð.
Allt svæði 11 var því ræst út, á bil
inu 80 til 100 manns í öllum björg
unarsveitunum við Eyjafjörð. Aug
ljóst var þá þegar að verkefnið væri
harðsótt, enda fjalllendið á milli
Ólafsfjarðar og Fljóta einstaklega
erfitt yfirferðar.
Daniel fannst þó að lokum um
tvö leytið, fyrir harðfylgi leitar
manna sem dreifðu sér um dal
skorninga á milli þverbrattra og
tröllslegra fjallanna. Og fyrstur á
vettvang var Kári Brynjólfsson,
ungur liðsmaður björgunarsveitar
innar Dalvíkur.
„Ég var á vel negldum snjósleða
og snaraði mér upp eina brekkuna
í Húngilsdal, sá ekki neitt en fór
aftur sömu leið upp fjallið af því
að leitarmenn niðri í dal töldu sig
sjá eitthvað uppi í fjallinu – og ein
mitt í seinni ferðinni sé ég að maður
veifar mér af veikum mætti og hefur
sennilega heyrt í vélargnýnum,“
rifjar Kári upp.
Hann lagði snjósleðanum í hvelli
niðri á jafnsléttu og klæddi sig í
jöklabroddana áður en hann hent
ist upp fjallið til að veita manninum
fyrstu hjálp. „En urðin, sem hann lá
í, var glerhál, raunar öll frosin, svo
það var erfitt að fóta sig í þessum
mikla bratta,“ segir Kári sem kveðst
hafa átt í erfiðleikum í fyrstu með
að koma einangrunardýnu utan um
manninn til að draga úr hitatapinu.
„Ég sá strax að hann var með
meðvitund en kaldur mjög og þjáð
ur,“ segir Kári, „en augljóst var að
hann var stórslasaður,“ bætir hann
við. „En ég gerði mér líka grein fyrir
því að aðstæður til björgunar voru
með erfiðasta móti.“
Það sem hjálpaði þó til á næstu
mínútum, eftir að þyrla Landhelgis
gæslunnar var kölluð út, var að held
ur birti til. „Það var mér mikill léttir
þar sem ég stóð þarna yfir hinum
slasaða,“ segir Kári, en þar með var
honum ljóst að þyrlan kæmist að
öllum líkindum alla leið á slysstað.
En björgunin var rétt að byrja.
Fleiri leitarmenn dreif að slys
staðnum, en svo erfitt var þar um
vik í hengifluginu að koma þurfti
fyrir tryggingum og línum í hjarn
inu svo menn færu sér þar ekki að
voða. Eins byrjuðu sérþjálfaðir
fjallabjörgunarmenn að koma fyrir
þreföldu línukerfi í fjallshlíðinni,
svo hægt yrði að virkja varaáætlun,
kæmist þyrlan ekki á slysstað, en
þá yrði hinum slasaða slakað hægt
og örugglega niður hlíðina í sjúkra
börum þar sem þyrlan biði.
Á meðan því verki vatt fram voru
líka tveir sjúkraf lutningamenn
komnir upp í urðina og gátu hafið
verkjastillandi meðferð á þeim
slasaða og undirbúið hann á annan
hátt undir frekari lífsbjörg. Og við
tók biðin langa eftir þyrlunni sem
þurfti að taka eldsneyti á Akureyri.
„Þetta var með því tæpasta,“
útskýrir Kári, en kveðst hafa fyllst
bjartsýni þegar hann heyrði fyrstu
hljóðin í þyrlunni. Og f lugmenn
hennar reyndust vandanum vaxnir
þegar á hólminn var komið. „Sig
maðurinn kom niður til móts við
okkur með börurnar og þar var
Daniel komið fyrir með allri þeirri
aðgætni sem þarf að hafa í huga
þegar um svo slasaðan mann er að
ræða,“ segir Kári.
Líkamshitinn um 25 gráður
Það er með hreinum ólíkindum
að Daniel hafi lifað slysið af, ekki
einasta sakir þess að hann hafi
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
24 Helgin 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ