Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 35
Spennandi störf í boði hjá MSNM
Menntasjóður námsmanna (MSNM) óskar eftir að ráða öfluga einstaklinga í störf hjá sjóðnum.
Um framtíðarstörf er að ræða og eru verkefnin fjölbreytt og spennandi.
Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir
(helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir
einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Fræðagarð
stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um MSNM má finna á www.intellecta.is og www.menntasjodur.is.
Lögfræðingur í máladeild
Við leitum að sveigjanlegum og drífandi lögfræðingi til starfa í máladeild sjóðsins.
• Undirbúningur mála og úrvinnsla eftir stjórnarfundi
• Úrlausn verkbeiðna í máladeild s.s. vegna ábyrgða, dánarbúa,
greiðsluaðlögunarmála og gjaldþrota
• Undirbúningur og yfirferð úrskurða málskotsnefndar MSNM
• Ýmis önnur lögfræðileg verkefni innan sjóðsins
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Ráðgjafi
Við leitum að jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingi í starf ráðgjafa. Í starfinu felst ráðgjöf og þjónusta við námsmenn
og greiðendur námslána, úrvinnsla gagna við afgreiðslu námslána og afborgana ásamt ýmsum öðrum verkefnum tengdum
veitingu námslána og innheimtu.
Sérfræðingur í upplýsinga- og tölvudeild
Við leitum að talnaglöggum og skipulögðum einstaklingi í starf sérfræðings í upplýsinga- og tölvudeild.
• Útreikningar og prófanir vegna greiðslu og innheimtu námslána
• Tölfræðigreiningar
• Eftirfylgni og eftirlit með umsóknum, útborgunum og
útreikningum námslána
• Þátttaka í innleiðingu og þróun upplýsingatæknikerfa sjóðsins
• Úrlausn verkbeiðna
• Umbótastarf
• Önnur tilfallandi verkefni
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
• Háskólapróf á sviði raungreina, s.s. tölfræði, stærðfræði eða
verkfræði
• Greiningarhæfni
• Þekking og reynsla á SQL fyrirspurnarmáli er kostur
• Góð almenn tölvufærni og góð þekking á Excel
• Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð samskiptafærni, álagsþol og geta til þess að vinna í teymi
• Góð íslenskukunnátta er skilyrði
• Kandídats- og/eða meistarapróf í lögfræði
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er mikilvæg
• Þekking og reynsla á sviði persónuverndar- og kröfuréttar er
kostur
• Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund
• Frumkvæði, jákvæðni og sveigjanleiki
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti og góð færni í textagerð
• Samskipti og upplýsingagjöf til námsmanna og greiðenda
• Mat á umsóknum um undanþágur frá afborgun
• Veiting námslána, þ.m.t. mat á aðstæðum námsmanns,
lánshæfi náms, einingaskilum, tekjum og skólagjöldum
• Mat á rétti til námsstyrkjar við námslok
• Innheimta námslána og almenn upplýsingagjöf varðandi
afborganir og greiðsluleiðir
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
• Góð tölvukunnátta er skilyrði
• Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
• Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur
• Frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
• Jákvætt viðmót, góð samskiptafærni, samstarfsvilji og
álagsþol
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntunar- og hæfniskröfur: