Fréttablaðið - 13.08.2022, Side 45
Akademísk staða
við lagadeild HR
Nánari upplýsingar veita Eiríkur Elís Þorláksson, deildarforseti lagadeildar (eirikureth@ru.is) og Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri
HR (esterg@ru.is). Fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknum skal skilað á ráðningarvef Háskólans í
Reykjavík, jobs.50skills.com/ru/is. Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2022.
Lagadeild Háskólans í Reykjavík leitar að öflugum starfsmanni til að sinna
kennslu og rannsóknum. Ráðið verður í stöðu sérfræðings, lektors, dósents
eða prófessors út frá hæfismati.
EFTIRFARANDI GÖGN ÞURFA AÐ
FYLGJA UMSÓKNUM
– Starfsferilskrá ásamt ritaskrá.
– Afrit af viðeigandi prófskírteinum.
– Yfirlit um fyrirhugaðar rannsóknir (research statement).
– Afrit af þremur til fimm birtum ritverkum.
– Yfirlit um fyrirhugaða kennslu og nálgun umsækjanda í
kennslu (teaching statement).
– Gögn til vitnis um árangur í kennslu.
– Tilgreina að minnsta kosti tvo meðmælendur.
– Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri
og geta stutt umsóknina.
HÆFNISKRÖFUR
– Doktors- eða fullnaðarpróf í lögfræði.
– Reynsla af fræðiskrifum í lögfræði.
– Reynsla af kennslu á háskólastigi.
– Áhugi á miðlun þekkingar til nemenda,
fræðasamfélags og almennings.
– Hæfni í mannlegum samskiptum.
– Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Viðkomandi mun sinna kennslu við lagadeild, stunda rannsóknir,
leiðbeina nemendum í rannsóknarverkefnum og sinna tilfallandi
verkefnum innan deildarinnar. Starfið veitir tækifæri til þess að
hafa áhrif á þróun rannsókna og kennslu í lögfræði við háskóla
sem hefur nýsköpun og frumkvöðlastarf að leiðarljósi.
Háskólinn í Reykjavík
Menntavegur 1
101 Reykjavík
S: 599 6200
hr.is
Nánari upplýsingar veita Dr. Ágúst Valfells, deildarforseti verkfræðideildar (av@ru.is) og Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri HR
(esterg@ru.is). Fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknum skal skilað á ráðningarvef Háskólans í
Reykjavík, jobs.50skills.com/ru/is. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2022.
HÆFNISKRÖFUR
– Doktorspróf í vélaverkfræði, framleiðslu- eða
efnisverkfræði eða skyldum greinum.
– Sérfræðiþekking á hermunarmiðaðri hönnun og
þrívíddarprentun er nauðsynleg.
– Reynsla af þrívíddarprentun fyrir heilbrigðistækni er kostur.
– Reynsla af sjálfstæðum rannsóknum í hæsta gæðaflokki
er æskileg.
– Reynsla af kennslu og þróun námskeiða sömuleiðis.
– Reynsla af þverfaglegu samstarfi og samstarfi við
atvinnulífið er æskileg.
Akademísk staða í
hermunarmiðaðri hönnun
og þrívíddarprentun
Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík leitar að akademískum starfsmanni á
sviði hermunarmiðaðrar hönnunar og þrívíddarprentunar (simulation-based
design and additive manufacturing).
Gert er ráð fyrir að viðkomandi verði leiðandi í rannsóknum,
kennslu og samstarfi við atvinnulífið á þessum sviðum og taki
virkan þátt í uppbyggingu þróunarseturs HR fyrir þrívíddarprentun.
Leitað er að einstaklingi með mikinn áhuga á þverfaglegu
samstarfi á sviði verkfræði og skyldra greina. Staðan getur verið
allt frá lektor til prófessors, allt eftir hæfni og núverandi stöðu
umsækjanda. Framgangur er háður formlegu mati samkvæmt
háskólareglum. Viðkomandi þarf að vera fær um að þróa
rannsóknarverkefni, fjármagna þau og ljúka farsællega.
Háskólinn í Reykjavík hefur haslað sér völl
sem öflugur rannsókna háskóli á alþjóðavísu.
HR stenst samanburð við erlenda háskóla
í fremstu röð. Fræðifólk skólans hefur náð
framúrskarandi árangri og birtir niðurstöður í
alþjóðlegum, ritrýndum tímaritum. Kennsla og
rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast
af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag.
Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt
umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.
HR er eftirsóknarverður vinnustaður og þar er
lögð áhersla á fyrsta flokks aðstöðu í nærandi
umhverfi, persónuleg samskipti, framsæknar
kennsluaðferðir og nútímalega starfshætti.
HR fagnar fjölbreytileika og mikið er lagt upp úr
virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra.
Veitt eru jöfn tækifæri til stöðuveitinga og launa
samkvæmt siðareglum og jafnréttisáætlun.
Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 4.000
í sjö deildum. Starfsfólk skólans er 250 talsins
auk fjölda stundakennara.
2022 - 2025