Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 28
Ég redda því þó ég sjálfur geti ekki borg- að ein- hverja reikninga, en fannst erfitt að bera ábygð á afkomu annarra. Árni Árnason ákvað fyrir nokkrum árum að gera til- raun til að kveikja aftur neist- ann sem honum fannst hafa kulnað. Hann seldi fyrirtæki í góðum rekstri, sneri baki við starfi til tveggja áratuga og settist við skriftir. Ég er kannski fyrst að kryfja þetta nú þegar þriðja skáldverkið kemur út,“ segir Árni þegar við hitt- umst daginn eftir útgáfu bókar hans Vængjalaus, sem er jafnframt fyrsta skáldsaga hans en áður hafði hann gefið út tvær barna- bækur. „Ég skrifaði eitthvað á mennta- skólaárunum en svo byrjaði ég bara á því sem ég hélt að ég ætti að gera, skráði mig í lögfræði og entist í því námi í mánuð,“ segir hann og hlær. Árni starfaði við markaðsmál í um tvo áratugi en segir það hafa verið fyrir einskæra tilviljun að hann fór þá leið. „Eftir að hafa hrökklast úr lögfræðinni sneri ég aftur norður til Akureyrar og fékk þar vinnu í plötuverslun föður vinar míns,“ rifjar Árni upp. „Þessi vinur minn var í Háskólan- um á Akureyri og eftir að ég eignað- ist kærustu fyrir norðan fannst mér borðleggjandi að skrá mig bara í háskólann þar,“ segir Árni og hlær. Hann skráði sig í rekstrarfræði og segir markaðsmálin hafa komið til sín meðan á náminu stóð. „Eftir útskrift fór ég að vinna hjá auglýs- ingastofunni Góðu fólki sem þá var stofan sem allir vildu vera á.“ Var kominn út í horn Árni hélt svo í meistaranám erlendis og starfaði í markaðs- og auglýs- ingageiranum næstu ár og stofnaði sína eigin auglýsingastofu sem hann rak í átta ár. „Ég hef oft sagt að ég myndi ekk- ert endilega ráða sjálfan mig í vinnu. Ég á erfitt með að vinna í mjög skil- greindum ramma og mæta alltaf og hætta á sama tíma. Ég þurfti því eiginlega bara að gera þetta sjálfur og stofnaði því auglýsingastofuna Árnasynir sem átti upphaflega bara að vera ég og einhverjir verktakar.“ Þvert á upphaflegar hugmyndir Árna var fyrirtækið eftir nokkur ár komið með tólf til fjórtán starfs- menn. „Þá byrjaði hnúturinn í mag- anum að byggjast upp,“ segir Árni og lýsir því hvernig hann hafi verið orðinn hálf bugaður eftir átta ár í þeim rekstri. „Mér fannst erfiðast að vera ábyrgur fyrir lífi og tilveru ann- arra. Ég redda því þó ég sjálfur geti ekki borgað einhverja reikninga, en fannst erfitt að bera ábyrgð á afkomu annarra. Ég var pínu kom- inn út í eitthvert horn. Fólkið sem var að vinna með mér er stórkost- legt og góðir vinir mínir en ég sjálfur átti orðið erfitt með að vakna og hafa mig í vinnu. Ég íhugaði hvað ég ætti að gera og ein hugmyndin var að minnka fyrirtækið aftur og fara til baka í upphafið. Það var ekkert annað sem ég gat hugsað mér að gera, en svo kom ritlistin til mín.“ Örverpið kveikti hugmynd Árni er giftur Kolbrúnu Björns- dóttur og áttu þau samtals þrjú börn þegar þau kynntust en eignuðust saman dótturina Helenu sem nú er tólf ára. „Það var eiginlega í gegn- um þetta örverpi okkar sem hug- myndin kom. Hún er pínu pabba- stelpa og ég las fyrir hana fram eftir aldri og svo lásum við líka saman. Það kviknaði einhver neisti því mig Eigum ekki að lifa í boxum Árni ásamt Kol- brúnu eiginkonu sinni og dóttur þeirra Helenu, en báðar voru þær honum hvatning til að skipta um gír. Hvor á sinn hátt. MYND/AÐSEND Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is langaði að skrifa fyrir hana barna- bók á meðan hún væri enn nógu ung til að finnast það skemmtilegt.“ Árni tók nokkra kúrsa í bók- menntafræði meðfram starfi til að undirbúa sig fyrir meistaranám í rit- list, þangað sem hugurinn stefndi, og skrifaði jafnframt barnabókina Friðbergur forseti fyrir Helenu. Þetta var fyrsta skáldverk Árna og boltinn var farinn að rúlla. „Svo komst ég inn í ritlistina og stefni á að útskrifast nú um ára- mótin. Námið hefur breytt lífi mínu og ég er búinn að læra óendanlega mikið og kynnast frábæru fólki sem hefur haldið mér áfram á þess- ari vegferð. Þegar ég ákvað að fara í þessa átt þá kom löngunin til að selja fyrirtækið. Ég fann að þetta var það sem mig langaði að gera, mig langaði að skrifa meira. Ég hef auðvitað alltaf verið að skrifa í aug- lýsingunum en það er annað að skrifa um súkkulaði og pylsur þó það sé vissulega gaman, en að skrifa frá eigin brjósti.“ Geggjað að makinn sé fyrirmynd Það er eins og gefur að skilja stór ákvörðun fyrir f jölskyldumann með fyrirtæki í stöndugum rekstri að ákveða að selja allt og setjast á skólabekk til að fara að skrifa. Árni segist hafa fengið mikinn stuðn- ing frá Kolbrúnu eiginkonu sinni en sjálf breytti Kolbrún lífi sínu á drastískan hátt fyrir nokkrum árum síðan þegar hún hætti far- sælu starfi við fjölmiðla til að starfa við útivist. „Ég var búinn að horfa á konuna mína gjörsamlega umbylta lífi sínu og tilveru. Ef hún hefði ekki farið þá leið væri ég örugglega enn á sama stað. Hún bjó til þetta hugar- ástand inni í mér, að ég gæti kúvent lífi mínu. Maður verður að hafa stuðning heima en ekki er verra ef umhverfið heima býr þetta til – það er æðislegt. Það er neistinn. Það er geggjað ef maki manns getur líka verið fyrirmynd manns,“ segir Árni. Hann viðurkennir að gamalkunn- ur hnútur komi enn í magann. „Já, hann kemur enn og ég fæ áhyggjur af því að hlutirnir gangi ekki upp. Ég er í smá ráðgjafarvinnu og hef líka tekið að mér að framleiða og leik- stýra auglýsingum en á endanum ætla ég að lifa af skrifunum og ég er ekkert feiminn við að segja það upp- hátt. Hnúturinn er líka orðinn allt öðruvísi, hann kemur sjaldnar og mér finnst alltaf gaman að vakna og hlakka til hvers einasta dags, þegar hann kemur finn ég að ég þarf að taka á einhverju og geri það.“ Mikilvægt að kunna að sleppa Árni byrjaði að skrifa bókina Vængjalaus í fyrravor og segir sköpunarsöguna hafa verið svo- lítið f lókna enda gerist hún bæði árið 1996 og 2018, þræðirnir þurftu að passa saman og þurfti hann tvær atrennur til þess. „Hún fjallar mikið um nostalgíu, sem er æðisleg svo lengi sem maður hangir ekki of mikið í fortíðinni. Við sem mann- eskjur erum mikið að reyna að halda í eitthvert ástand sem okkur fannst gott en það er oft í lagi að eitt- hvað frábært endist ekki. Það er svo- lítið þannig með þennan sólarhring sem söguhetjur bókarinnar upplifa þarna árið 1996 og sagan fjallar um. Ég held að það sé jafn mikilvægt að kunna að sleppa góðum hlutum og að hanga á þeim. Við getum ekki varðveitt augnablikin í formalíni, bara sem minningar sem við eigum að ylja okkur við og nota til að gera lífið betra.“ Árið 1996 var Árni 21 árs en sögu- hetja bókarinnar er 22 ára þetta sama ár. „Ég á rosa góðar minningar frá þessum tíma og þykir vænt um fólkið sem ég kynntist. Það komu margir menntaskólavinir í útgáfu- hófið og mér þótti vænt um það. Maður myndar góðar tengingar á þessum tíma en þetta er samt búið. Maður hafði ekki áhyggjur af neinu og það er skemmtilegt hugarástand sem mig langaði að setja persónuna í, aðstæður þar sem hún væri ekki búin að kynnast lífinu en lærir ótrú- lega mikið á þessum sólarhring, um sjálfa sig og lífið. Sem svo klárast 22 árum síðar þegar hann gerir þetta upp.“ Talið berst að hinni frægu mið- aldrakrísu en Árni vill alls ekki nota það orð yfir þær breytingar sem hann hefur gert á lífi sínu heldur frekar nota orð eins og lærdómsferil. „Ég held að við eigum sífellt að vera að skoða sjálf okkur því for- gangsatriðin breytast. Ég var mjög lengi mjög hamingjusamur í því sem ég var að gera en þetta er ekki lengur þannig að við þurfum að vinna á sama færibandinu í 50 ár. Við eigum ekki að lifa inni í boxum en það er enn alltof mikið um það. Ég veit að það er ekki hægt að gera allt og við verðum að vera raunhæf en það er hollt að láta sig dreyma og endurskoða stöðuna.“ Krísa er auðvitað neikvætt orð og Árni vill meina að það orð eigi frekar við þegar fólk fari að leita lausna í ytri, innantómum hlutum. „Það er kannski miðaldrakrísa að vita ekki hvað þú átt að gera við þig. En að fara í góða sjálfsskoðun og öðlast einhverja sátt innra með sér er ekki krísa heldur sjálfsstyrking eða sjálfsbæting. Ég finn alveg að fólk í kringum mig er í svona pæl- ingum – ég held að miðaldrakrísan sé minna týpísk en hún var, þegar hún tengdist sportbílakaupum,“ segir hann í léttum tón. „Mér finnst það vera að aukast að fólk sé að leita að því sem veitir því innri ró. Fólk er kannski með meira leyfi til þess í dag. Hér áður fyrr þurftu menn bara að kaupa blæjubíl því ef þeir hefðu sagt að þá langaði í jógakennaranám hefði við- kvæðið bara verið: Gleymdu því!“ segir hann að lokum. n Árni Árnason seldi fyrirtæki sitt, settist við skriftir og langar aftur að vakna á morgnana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 28 Helgin 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.