Fréttablaðið - 13.08.2022, Side 66
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
Bresku sakamálaþættirnir
um Veru hafa notið mikilla
vinsælda hér á landi sem og í
öðrum löndum. Þótt leik-
konan, Brenda Blethyn, sé
orðin 76 ára er hún hvergi
hætt, en upptökur á tólftu
seríu stendur yfir.
Það eru ekki allir leikarar sem
hafa nóg að gera komnir hátt á
áttræðisaldur. Brenda ætlar hins
vegar að halda áfram að leika
morð spæjarann Veru sem heillar
áhorfendur með sínu skemmtilega
fasi. Vera hikar ekki við að ræða
við krimmana á svolítið dulúð-
legan hátt þar sem hún endar
setningar gjarnan á „elskan“.
Vera hóf göngu sína árið 2011 og
naut strax hylli. Í fyrstu þátta-
röðunum lék leikarinn David
Leon aðstoðarmann hennar, Joe
Ashworth. Hann tók þá ákvörðun
að hætta árið 2014 en Aiden Healy
varð þá aðstoðarmaður en það er
Kenny Doughty sem leikur hann.
Aiden hefur verið við hlið Veru
síðan.
Brenda Blethyn hóf leikferil sinn
á sviði 27 ára en bjóst ekki við á
þeim tíma að hún myndi starfa
við sjónvarp eða kvikmyndir. Hún
hafði leikið í vinsælum þáttum og
kvikmyndum þar til hún landaði
hinni einu sönnu Veru. Þrátt fyrir
velgengni þáttanna viðurkenndi
leikkonan fyrir stuttu að ef henni
væri boðið þetta hlutverk núna
myndi hún líklega þurfa að endur-
skoða það. Brenda sagði í þætti
Graham Norton að ef henni hefði
verið sagt á fyrsta degi að hún yrði
að leika þessa konu sem jafnan
klæðist grænum frakka og ber
undarlegan hatt á höfði í tíu ár,
væri hún ekki viss hvort hún hefði
tekið hlutverkinu. Brenda sagði
þetta reyndar í glettnislegum tóni.
Land Rover með aukatröppu
Graham benti á að velgengni
þáttarins væri frábær auglýsing
fyrir Land Rover sem er jeppinn
sem Vera ekur. „Er hann ekki
yndislegur þessi bíll?“ spurði hún á
móti. „Þeir þurftu að setja auka-
tröppu á hliðina svo ég kæmist inn
og út úr honum,“ bætti hún við og
hló. Upptökur þáttanna fara fram
í kringum Newcastle á Englandi
og ýmiss konar landslag kemur við
sögu, ströndin, bryggjan, sveitin,
borgin og jafnvel vindmyllur.
Brenda hafði ekki komið á Norð-
austurhluta Englands áður en hún
byrjaði að leika Veru. Velgengni
þáttanna hefur aukið mjög komu
ferðamanna á þessar slóðir. Um 7,8
milljónir horfa á hvern þátt og þeir
Slóttug en vingjarnleg leysir hún morðgátur
Vera, eða
Brenda Blethyn,
og aðstoðar-
maður hennar,
Aiden, leikinn af
Kenny Doughty,
við upptökur á
nýjustu þátta-
röðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Brenda Blethyn
er orðin 76 ára
og hefur hlotið
mörg verðlaun
fyrir leik sinn,
meðal annars
tvær tilnefn-
ingar til Óskars-
verðlauna. Þessi
mynd var tekin
af henni 2019.
Land Roverinn kemur mikið við sögu í þáttunum um Veru. Þar sem leikkonan
er mjög lágvaxin þurfti að setja aukatröppu á bílinn svo hún kæmist inn og
út úr honum.
eru meðal mest seldu bresku saka-
málaþátta á alþjóðlega vísu.
Þótt Brenda sé þekktust fyrir
leik sinn sem Vera er hún marg-
verðlaunuð leikkona. Hún hefur
hlotið Golden Globe og BAFTA,
var valin besta leikkonan á kvik-
myndahátíðinni í Cannes, auk
þess að fá tvær tilnefningar til
Óskarsverðlauna sem besta leik-
kona í aðalhlutverki. Hún hóf
ferilinn sem leikkona á sviði en
fyrsta hlutverk í sjónvarpsþáttum
fékk hún árið 1984. Með fram Veru
hefur hún leikið í sjónvarpsþátt-
unum Kate & Koji sem notið hafa
vinsælda en þeir voru fyrst sýndir
árið 2020. Þetta eru gamanþættir
sem fjalla um verkakonu sem rekur
gamaldags kaffihús í sjávarbæ og
nær sérstakri vináttu við afrískan
lækni sem leitar hælis í landinu.
Í leiklist í ástarsorg
Brenda hefur í gegnum tíðina
viljað halda einkalífi sínu fjarri
sviðsljósinu. Þegar hún er ekki að
vinna er hún heima með eigin-
manni sínum, Michael Mayhew
leikstjóra. Reyndar getur vinnu-
törn hennar tekið upp í sex
mánuði í hvert skipti. Brenda og
Michael giftu sig árið 2010 eftir að
hafa verið trúlofuð í 35 ár. Í við-
tali sagði hún að tími hefði verið
kominn til að binda þessa hnúta.
Brenda er tvígift en fyrrverandi
eiginmaður hennar fór frá henni
fyrir aðra konu árið 1973, eins og
hún hefur sjálf sagt. Það var ekki
síst því að þakka að Brenda fór í
leiklistarnám í stað þess að festast
í ástarsorg. Hún innritaði sig í
Guildford School of Acting. Áður
en hún kláraði námið var hún
komin með tilboð um hlutverk hjá
London Bubble Theatre Company.
Leikhúsið var í tjaldi sem ferðaðist
á milli hverfa í London.
Brenda er barnlaus og sagðist í
viðtali ekki sjá eftir þeirri ákvörð-
un sinni að eignast ekki börn. „Það
þýðir ekkert að sjá eftir því, það er
bara sóun á orku. Ég á yndislegar
frænkur og frænda,“ sagði hún í
viðtali við Radio Times.
Engin tískugella
Brenda viðurkennir að hafa verið
hissa þegar hún las fyrsta hand-
ritið af Veru og spurt sjálfa sig
af hverju hún hefði verið valin í
þetta hlutverk. „Mér leist ekkert
á persónuna fyrst en fór fljótlega
að kunna vel við hana. Ég held
að áhorfendur séu hrifnir af Veru
vegna þess að hún er ekki ógn við
neinn. Hún gengur hvorki með
varalit né er tískugúrú. Hún biður
ekki um að fólk sé hrifið af henni.
Reyndar held ég að áhorfendur
hafi ekki verið neitt sérlega hrifnir
í upphafi. En vegna þess að sam-
starfsfólk Veru ber virðingu fyrir
henni tel ég að áhorfendur hafi
farið að gera það líka. Persónan
hefur vaxið með þeim,“ segir hún.
Covid setti aðeins strik í
reikninginn í framleiðslu þátt-
anna. Huga þurfti að tveggja metra
fjarlægð milli starfsmanna við
gerð þeirra og þess vegna þurfti
að finna rúmgott pláss til að gera
innisenur. Bretar eiga enn eftir
að sjá síðari hluta elleftu þátta-
raðar og sú tólfta er í upptökum
og verður vonandi sýnd síðar í
haust. ITV-sjónvarpsstöðin sem
framleiðir Veru hefur ekki gefið
upp hvenær lokaþættir elleftu
seríu fari í loftið en áhorfendur
bíða spenntir. Vera lauk upptökum
á nýjum þáttum af Kate & Koji á
föstudegi og á mánudeginum á
eftir hófust tökur á Veru. Það er því
nóg að gera hjá leikkonunni þótt
hún ætti að vera komin á eftirlaun.
Skapaði Veru
Þættirnir um Veru eru byggðir á
bókum Ann Cleeves, en hún hefur
fengið viðurkenningar fyrir glæpa-
skrif. Hún er skapari Veru Stan-
hope, einnig þáttanna Shetland
og The Long Vall. Sjónvarpsþætt-
irnir og bækurnar hafa fangað hug
milljóna aðdáenda um allan heim.
Ann býr á þeim slóðum sem þætt-
irnir um Veru gerast. Í bókunum er
Vera með húðsjúkdóm og þolir illa
að vera í sól. Þess vegna er hún allt-
af með hatt sem fylgdi persónunni
í sjónvarpið. Höfundurinn hefur
sagt að Brenda sé mun glæsilegri
en sjálfur karakterinn í bókinni,
sem var með exem á fótunum og
alltaf í hræðilegum sokkum vegna
þess. Brenda hefur reyndar kynnst
Veru svo vel að hún kaupir föt á
hana þegar hún fer út að versla. Í
einni slíkri verslunarferð keypti
hún hinn alræmda græna hatt
á markaði í Newcastle. Þægileg
stígvél sem Brenda keypti sér eru
nú komin í fataskáp Veru.
Vinátta hefur skapast á milli
Brendu og Ann Cleeves. Höfundur-
inn segist heyra rödd Brendu þegar
hún skrifar um Veru. Stundum
hefur Brenda komið með hug-
myndir að samtali sem hún telur
að sé frekar í samræmi við Veru en
höfundurinn sjálfur hafði skrifað.
Lesendur Washington Post
völdu Veru í fimmta sæti yfir vin-
sælustu krimmaþætti í sjónvarpi.
„Hún er komin yfir Miss Marple,“
skrifar höfundurinn, Ann Cleeves,
á Twitter-síðu sína.
Óhugsandi án hattsins
Þegar þættir eru vel heppnaðir
skiptir aðalpersónan miklu máli.
Þótt Vera sé ekki tískudama er hún
óhugsandi án hattsins og frakkans.
Sjálfstraustið skín af henni þegar
hún leysir hvert morðmálið af
öðru. Klæðnaður hennar verður
partur af sögunni, ekki er mögu-
legt að sjá Veru fyrir sér í nýtísku
dragt. Það sama var með David
Suchet sem lék Hercule Poirot,
hann var klæðskerasaumaður í
hlutverkið, það er enginn annar
ekta Poirot. Þannig geta leikarar
glætt persónur sínar lífi. Brenda
Blethyn er ein þessara leikara. Hún
er Vera. n
6 kynningarblað A L LT 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR