Fréttablaðið - 13.08.2022, Side 90
Það er fullt af ungum
mæðrum á Íslandi sem
vilja samt keppa í
svona keppni þannig
að ég held að þetta
breyti alveg leiknum.
SÆTA SVÍNIÐ
Borðapantanir og nánari
upplýsingar á saetasvinid.is
með Siggu Kling
Alla sunnudaga kl. 21.00
Skemmtilegir vinningar
Frí bingóspjöld
Hrikalega
gaman
Stærstu breytingar á Miss Uni-
verse Iceland frá upphafi hafa
verið kynntar og taka gildi á
næsta ári. Þar ber hæst að nú
mega giftar konur og mæður
loksins taka þátt. Manuela
Ósk Harðardóttir segist hafa
beðið þessara breytinga lengi.
odduraevar@frettabladid.is
„Ég er búin að vera að bíða eftir
þessu alveg frá því ég byrjaði með
keppnina árið 2016,“ segir Manuela
Ósk Harðardóttir, framkvæmda-
stjóri Miss Universe Iceland, en
hingað til hafa konur ekki verið
gjaldgengar í keppninni nema þær
væru ógiftar og barnlausar. Þetta
breytist með keppninni 2023 þegar
reglubreytingarnar taka gildi. Ald-
urstakmarkið á milli 18 til 28 ára
stendur þó óhaggað.
„Að mínu mati er þetta það eina
sem hefur fengið verðskuldaða
gagnrýni. Að þetta sé ekki í takti
við nútímann og mér hefur sjálfri
fundist það. Það er auðvitað verið
að taka valið af konum með þessu,“
segir Manuela.
Breytir leiknum
Rökin fyrir reglunum voru þau að
gríðarlegt álag er á sigurvegaranum
en að keppninni lokinni flytur Miss
Universe til New York þar sem hún
starfar fyrir Miss Universe Organiza-
tion í heilt ár – og ferðast um heim-
inn og sinnir alls kyns krefjandi
verkefnum.
„Þótt kona sé gift þá getur hún
samt ferðast ein, gert það sem hún
vill og sinnt þessu starfi sem er að
vera Miss Universe. Mér fannst
þetta alltaf svakalega úrelt,“ segir
Manuela, sem segir þetta þó aðeins
flóknara fyrir mæður.
„Auðvitað er það öðruvísi en
ef það er það sem móðir velur, að
keppa í Miss Universe og sinna
því starfi, þá á það alltaf að vera
hennar val. Þannig að ég tek þessu
fagnandi,“ segir Manuela. Hún segir
breytingarnar sérstaklega mikil-
vægar fyrir íslensku keppnina.
„Af því að við Íslendingar erum
frekar ungir þegar við byrjum að
stofna fjölskyldu. Frekar en til
dæmis í Bandaríkjunum þar sem
íhaldssemi er meiri og fólk byrjar
kannski á að mennta sig, giftir sig
og fer svo að eignast börn,“ segir
Manuela.
„Það er fullt af ungum mæðrum á
Íslandi sem vilja samt keppa í svona
keppni þannig að ég held að þetta
breyti alveg leiknum.“
Margar jákvæðar fyrirmyndir
Margt hefur verið rætt og ritað um
Leikurinn jafnaður í Miss Universe
Manuela Ósk, framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, fagnar reglubreyt-
ingunum sem hún telur mjög svo þarfar og tímabærar. MYND/ARNÓR TRAUSTI
Elísa Gróa Steinþórsdóttir sigraði í Miss Universe Iceland í fyrra. MYND/AÐSEND
gildi fegurðarsamkeppna. „Ég hef
alltaf skilið gagnrýnina á þessar
reglur. En svo er önnur gagnrýni
sem ég skil ekki og ég skrifa hana
alltaf á fáfræði og það er gagnrýnin
að svona keppni eigi yfirhöfuð ekki
að viðgangast.“
Manuela segir keppnina ekkert
líka þeim sem haldnar voru fyrir
nokkrum áratugum. „Þetta er búið
að breytast rosalega og núna er þetta
miklu meira um valdeflingu og sjálf-
styrkingu. Svona pínu eins og nám-
skeið fyrir konur sem vilja bæta sig
og styrkja, sama á hvaða sviði það
er. Og eignast vinkonur fyrir lífstíð
í leiðinni.“
Manuela segist hreykin af því
hve margar jákvæðir fyrirmyndir
hafi komið út úr keppninni. „Og nú
bætast í hópinn f leiri konur sem
geta tekið þátt ef þær vilja, en það
fer engin í gegnum þetta ferli án þess
að læra heilan helling um sjálfa sig,
jafnvel sigrast á einhverjum ótta og
getur í leiðinni verið jákvæð fyrir-
mynd fyrir aðrar ungar konur.“
Hún bendir á að keppendur í Miss
Universe Iceland hafi sumar hverjar
keppt oftar en einu sinni, þrisvar
og jafnvel fjórum sinnum. „Það
er vegna þess að þær fá svo margt
jákvætt út úr keppninni og það
skiptir þær ekki einu sinni máli hve
langt þær komast. Þetta snýst frekar
um vegferðina en úrslitin.“
Æðislegur hópur
Keppnin í ár fer fram í Gamla bíói
þann 24. ágúst.
„Þetta er alltaf sama stressið, ég
skil ekki hvernig ég fer að þessu!“
segir Manuela hlæjandi. „En þetta
er ótrúlega jákvætt stress, ég er
svo spennt. Það er í þessu eins og
öllu öðru, það eru alltaf einhverjir
hnútar sem þarf að leysa á síðustu
stundu og ég er í því síðustu dagana,“
útskýrir Manuela.
„En þessi hópur af stelpum er
æðislegur. Það hefur verið draumur
að vinna með þeim og við hvetjum
alla til að mæta í Gamla bíó og
fylgjast með þessu,“ segir Manuela,
sem bætir við að vænta megi frekari
breytinga á keppninni að ári.
„Við ætlum að prófa ýmislegt nýtt
að ári og ég hlakka til að tilkynna
það þegar þar að kemur.“ n
toti@frettabladid.is
„Það var hún Guðný Ásberg Alfreðs-
dóttir, rekstrarstjóri Sambíóanna,
sem fékk þessa frábæru og fallegu
hugmynd að heiðra minningu Oli-
viu Newton-John með því að sýna
hinu sígildu klassík, Grease, aftur á
hvíta tjaldinu,“ segir Alfreð Árnason,
framkvæmdastjóri Sambíóanna,
sem ætla að minnast Oliviu Newton-
John, hinnar einu sönnu Sandy baby,
með sérstakri Grease-sýningu síðar í
mánuðinum.
Alfreð segir að hugmynd dóttur
hans hafi strax verið fylgt eftir með
því að óska eftir leyfi til að sýna
myndina. „Haft var samband við
dreifingaraðila myndarinnar, Park
Circus, og þetta gekk hratt og örugg-
lega fyrir sig.“
Byrjað verður á einni Grease-sýn-
ingu föstudaginn 26. ágúst í sal 1 í
Sambíóunum Álfabakka en, „ef sýn-
ingin heppnast vel og eftirspurnin
verður meiri munum við klárlega
íhuga að bæta við sýningum,“ segir
Alfreð.
„Á sýningunni sjálfri hvetjum við
alla til þess að taka þátt í stemning-
unni með okkur, draga leðurjakkana
og kjólana úr fataskápnum og setja
gel eða tíkó í hárið.“ n Sandy og Danny finna aftur neistann sem kippir þeim í gír í Álfabakkanum.
Sambíóin sýna Grease til heiðurs Newton-John
toti@frettabladid.is
Benni Hemm
Hemm, Urður
og Kött Grá Pje
gáfu í gær út
lagið Á óvart en
útgáfan markar
ýmis tímamót
á ferlum þeirra
sem að því koma.
Langt er síðan
heyrst hefur í
bæði KGP og Urði, auk þess hafa
KGP og Urður aldrei hist. Þá hefur
Urður aldrei sungið á íslensku áður
og síðast en ekki síst er Á óvart
fyrsta rapplagið sem Benni Hemm
Hemm gefur út þannig að hann
kemur þarna úr nokkuð óvæntri
átt og svo sannarlega á óvart.
Lagið, sem kemur út undir
merkjum Alda Music, er eftir
Benna Hemm Hemm en textann
semur hann með Atla Sigþórs-
syni. n
Komið á óvart
Lagið kemur um margt á óvart.
Benni Hemm
Hemm.
n Fréttir af fólki
Þetta gekk hratt og
örugglega fyrir sig.
50 Lífið 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR