Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 92
Ég bara mæti þarna og tek lagið. Bjarki Svo kom beinhörð frétt. Ég hef persónulega aldrei séð eða heyrt Bjarka Tryggvason flytja þetta lag. Jakob Frímann AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is toti@frettabladid.is „Rætt er um bakslag í málefnum hin- segin fólks. Við sem tilheyrum þeim hópi vitum að þar er sannarlega við raunverulegan vanda að glíma,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir um það sem henni fannst bera hæst í fréttavikunni. „Við heyrum böl- bænirnar, fáum baktalið, heyrum af höggunum ef við verðum ekki fyrir þeim sjálf. Þau sem standa utan samfélagsins kalla hins vegar á bein- harðar fréttir til vitnis um bakslagið. Þá dugar samt ekkert að benda til dæmis á Kastljósþátt um einelti og ofbeldi í garð hinsegin ungmenna, það telst einhvern veginn ekki með. Svo kom beinhörð frétt. Ein- hver tók sig til og klippti niður alla regnbogafánana á Hellu í kjölfar Hinsegin daga. Lögreglan á staðnum var hins vegar aldeilis ekki á því að það skipti máli að einmitt þessir fánar hefðu verið felldir. Þetta væru bara hefðbundin skemmdarverk og tengdust ekki „fánunum sem slíkum“. Eignaspjöll. Fastir liðir eins og venjulega. Lögreglan ætti auðvitað að vera þokkalega kunnug hugtakinu „hatursglæpur“ en er engu nær þótt sá glæpur beinlínis lemji hana í hausinn í heimabænum. Það er ekki nema von að það sé erfitt að gera fólki utan hinsegin samfélagsins grein fyrir bakslaginu.“ Þegar hatrið lemur þig í hausinn n Frétt vikunnar Ragnhildur Sverrisdóttir Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi. MYND/AÐSEND FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN LÝKUR UM HELGINA SUMARÚTSÖLU BETRA BAKS 20% AFSLÁTTUR AF TEMPUR 60% AFSLÁTTUR 10-40% A F H E I L S U I N N I S KÓ M EXCLUSIVE TOPPER Gæsadúnn. 90 x 200 cm. Verð: 30.900 kr. Nú 12.360 kr. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Frá því Bjarki Tryggvason söng sig inn í hug og hjörtu landsmanna með Í sól og sumaryl fyrir hálfri öld hefur hann ítrekað hafnað beiðnum um að syngja það aftur. Nú hefur hins vegar Jakobi Frí- manni, þingmanni Flokks fólksins, með fagurgala tekist að fá Bjarka til að taka lagið í sumarfögnuði flokksins á Akureyri. toti@frettabladid.is Nýstofnað Akureyrarfélag Flokks fólksins kennir sumarfögnuð sinn í Lystigarðinum á Akureyri á sunnu- daginn við Í sól og sumaryl þann- ig að við hæfi þótti að fá Bjarka Tryggvason til að slá botninn í gleðina með því að syngja samnefnt lag sem hann gerði ódauðlegt fyrir sléttri hálfri öld. „Við erum einu sinni búin að fresta vegna veðurs en við erum sumsé núna bara að boða sól og sumaryl í víðasta samhengi,“ segir Jakob Frímann Magnússon, þing- maður Flokks fólksins í Norðaustur- kjördæmi, þegar hann er spurður hvort sumarið sem er að líða, og þá um leið þessi fögnuður, geti yfirleitt staðið undir jafn sólríkri yfirskrift. „Og það sem meira er, er að þegar þessi yfirskrift var ákveðin og Bjarki Tryggvason fenginn til að syngja á samkomunni, var okkur allsendis ókunnugt um það að lagið varð til í Lystigarðinum á Akureyri,“ segir Jakob og vísar í ævisögu höfundar- ins, Gylfa Ægissonar, sem Sóli Hólm skráði. „Þannig var það nú bara og lagið mun ganga í endurnýjun lífdaga þar sem það varð til núna á sunnudag, á þessum almennt veðursæla stað.“ Hefur neitað í áratugi „Hann plataði mig í það en ég hef nú alltaf sagt nei við þessu í áratugi, sko. Hann er gamall kunningi þann- ig að það er allt í góðu og ég ætlaði einmitt að vera á Akureyri á sunnu- daginn þannig að maður kíkir á þetta,“ segir Bjarni sem söng upp- runaleg útgáfu lagsins með hljóm- sveit Ingimars Eydal 1972. „Ég þarf nú ábyggilega eitthvað að líta á hann,“ heldur Bjarki áfram þegar hann er spurður hvort hann muni texta lagsins allan. „Við höfum ekkert æft eða neitt þann- ig. Ég bara mæti þarna og tek lagið,“ segir Bjarki um það sem hlýtur, að öðru ólöstuðu, að mega teljast hápunktur gleðinnar. „Þarna er líka verið að boða sólina og sumarylinn dálítið með tákn- rænum hætti í ljósi þess að andlegi leiðtogi Flokks fólksins á Akureyri, Brynjólfur Ingvarsson, áttræður læknir sem vann glæsilegan sigur, er nú sestur í bæjarstjórn ásamt ýmsum öðrum,“ segir Jakob þegar hann færir frekari rök fyrir sam- komunni sem nýi oddvitinn mun bæði setja og stjórna. Leiðtogasópran „Svo búum við ansi vel að söngkonu, mjög björtum sópran frá Ólafsfirði sem barðist til mennta á miðjum aldri í bæði lögfræðum og stjórn- málafræðum, stofnaði f lokk og er leiðtogi Flokks fólksins, en formað- urinn Inga Sæland ætlar að syngja líka,“ segir Jakob og spáir því að Ég er kominn heim verði meðal þeirra laga sem Inga muni taka. „Bjarki náttúrlega býr í Reykjavík þannig að hann ferðast norður yfir heiðar sérstaklega til að boða sól og sumaryl í gömlu heimabyggðina,“ heldur Jakob áfram þegar hann er spurður hvort hann hafi þurft að beita söngvarann miklum fortölum. Já! „Ja, sko ræða mín til Bjarka hófst með þeim hætti að í sömu götu og markar Lystigarðinn vestanvert barði ég hann augum fyrsta sinni um borð í A 4, bifreið afa míns, þegar A 49, vængjaður Chevrolet frá „early sixties“ var á undan okkur upp Þórunnarstrætið. Þar aftur í var einkar fallegt par, hrokkinhærður ungur maður og ljóshærð stúlka sem manni sýndist við fyrstu sýn vera Brigitte Bardot. En reyndist vera æskuást, síðar eiginkona og barnsmóðir Bjarka Tryggvasonar, Mollí sem svo var nefnd. Þarna voru þau að kyssast og knús ast í aftursætinu og þessi upp- rifjun bræddi Bjarka Tryggvason með þeim hætti að það stóð ekki á neinu svari þegar erindinu var stunið upp. Það var tveggja stafa orðið já. Plús upphrópunarmerki. Ég mæti!“ segir Jakob. „Ég hef persónulega aldrei séð eða heyrt Bjarka Tryggvason flytja þetta lag og hlakka bara mikið til og ég held að svo sé um fleiri,“ segir Jakob og fyrir þau sem deila eftir- væntingunni með honum er rétt að geta þess að gleðin hefst klukkan 15 á sunnudaginn í Lystigarðinum. n Plataður í sól og sumaryl Bjarki fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar með Í sól og sumaryl sem hann syngur hér í sjónvarpssal 1972. SKJÁSKOT/ YOUTUBE 52 Lífið 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.