Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 40
SÉRFRÆÐINGUR
Í ÚRRÆÐUM
Óskum eftir að ráða drífandi og lausnamiðaðan sérfræðing til starfa
á úrræðasviði VIRK. Sérfræðingurinn er í miklum samskiptum við
þjónustuaðila um allt land vegna úrræða og styður við ráðgjafa og
sérfræðinga VIRK varðandi úrræðakaup. Starfið felur í sér umtalsverða
úrvinnslu upplýsinga, þátttöku í þróun nýrra úrræða og ákvörðunartöku
varðandi framsetningu á þeim.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Umsjón og eftirlit með úrræðum og þjónustuaðilum
• Samskipti og þjónusta við fjölbreyttan hóp innan og utan VIRK
• Samstarf við þverfagleg teymi og öflun og miðlun upplýsinga
• Úrvinnsla upplýsinga og framsetning gagna
• Skráningarvinna í upplýsingakerfi VIRK
• Umbóta- og þróunarstarf
• Stafræn miðlun á efni
• Önnur verkefni sem honum eru falin af yfirmanni
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Rík kostnaðarvitund
• Góð tölvu- og tækniþekking
• Þekking á verkefnastjórnun er kostur
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa
með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi við
fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni
þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á
sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og
atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan
starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu
með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og er
starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.
Nánari upplýsingar um VIRK er að finna á virk.is
Upplýsingar veitir
Geirlaug Jóhannsdóttir
geirlaug@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2022.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og
einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem
á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir
því hvernig viðkomandi uppfyllir
hæfnikröfur starfsins.
Við hjá Verkís leitum eftir einstaklingi í hlutverk stjórnanda ferla og umbóta á starfsstöð okkar í
Reykjavík. Starfið felst í að þróa ferla og sinna umbótum til að bæta rekstur og auka gæði þjónustu
við viðskiptavini.
Verkefnin eru fjölbreytt og faglega krefjandi og mikilvægt er að viðkomandi geti leitt þau áfram í
samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Starfið heyrir undir Stoðþjónustusvið og næsti yfirmaður er
sviðsstjóri Stoðþjónustu.
VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG
Verkís veitir trausta ráðgjöf sem styður við upp
byggingu sjálfbærra samfélaga. Við höfum mikla
þekkingu á sviði vistvænnar hönnunar og erum
leiðandi á heimsvísu þegar kemur að grænni
orkuvinnslu og nýtingu jarðvarma. Við byggjum
upp sjálfbær samfélög víða um heim með því að
hafa sjálfbærni alltaf í huga við ákvarðanatöku –
allt frá fyrstu hugmynd til förgunar.
Stjórnandi ferla og umbóta
Nánari upplýsingar
Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst. Sótt er um á umsokn.verkis.is
Helstu verkefni
• Stefnumótun og stjórnun umbóta og ferla í tengslum við gæði, öryggi, umhverfi og verkefnastjórnun
• Uppbygging og viðhald gæðastjórnunarkerfa m.a. ISO 9001, 14001 og 45001
• Stýring og innleiðing umbótaverkefna
• Umsjón með fagþróunarhópi verkefnastjórnunar
Menntunar og hæfniskröfur
• Meistaragráða í verkfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af umbótastarfi, þróun ferla og verkefnastjórnun
• Þekking og reynsla af gæða, öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfum
• Framúrskarandi leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi