Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 34
Sviðsstjóri fasteignasviðs
Grundarheimilin samanstanda af
þremur hjúkrunarheimilum og
tengdum fyrirtækjum.
Hjúkrunarheimilin eru: Grund, við
Hringbraut í Reykjavík, Mörk, við
Suðurlandsbraut í Reykjavík og
Dvalarheimilið Ás í Hveragerði.
Auk þessara heimila reka Grundar-
heimilin þvottahús í Hveragerði og
íbúðarfélög með húsnæði fyrir 60 ára
og eldri, en íbúðirnar eru staðsettar
við hlið Markar hjúkrunarheimilis.
Íbúar á hjúkrunarheimilum Grundar-
heimilanna eru tæplega 400 og
starfa þar u.þ.b. 700 starfsmenn.
Íbúðir fyrir 60 ára og eldri eru
rúmlega 150 talsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Grundarheimilin óska eftir að ráða drífandi og framsýnan leiðtoga í starf sviðsstjóra fasteignasviðs.
Hlutverk sviðsins er að meta ástand fasteigna með tilliti til viðhaldsþarfa, nauðsynlegra endurbóta en
auk þess er þar starfandi trésmíðaverkstæði og garðyrkjustöð. Um fullt starf er að ræða með starfsstöð
í Hveragerði.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir
(hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.
• Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og
mannauðsmálum sviðsins
• Yfirumsjón með viðhalds-, breytinga- og
endurbótaverkefnum
• Yfirumsjón með gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlana
• Yfirsýn yfir verkefnastöðu og eftirfylgni með markmiðum
• Tryggja samræmt verklag sviðsins
• Leiðandi í umbótum, stefnumótun og markmiðasetningu
• Ábyrgð á innkaupum, samningagerð og útboðsmálum
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja
starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið
verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni,
eru hvattir til að sækja um starfið.
• Háskólapróf í verk-, tækni-, byggingafræði eða
sambærileg menntun. Iðnmenntun er kostur
• Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi færni í
mannlegum samskiptum
• Reynsla af verklegum framkvæmdum
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð
• Góð þekking á öryggis-, heilsu- og umhverfismálum
• Góð tölvukunnátta, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Nánari upplýsingar má finna á
www.grundarheimilin.is.
Sérfræðingur í aðgengismati
Menntunar- og hæfniskröfur:
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir
(hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.
• Mat á aðgengisgögnum og ritun matsskýrslna
vegna umsókna um markaðsleyfi lyfja
• Þátttaka í EES samvinnu, t.d. vísindaráðgjöf
• Mat á samantekt á eiginleikum lyfja og fylgiseðla
í tengslum við aðgengismat
• Önnur verkefni sem heyra undir teymið/deildina
Helstu verkefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun og eru laun samkvæmt kjarasamningi
fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu
lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í aðgengismati (e. bioequivalence). Starfið heyrir undir matsdeild
á skráningarsviði sem er sú deild sem metur gögn vegna umsókna um markaðsleyfi lyfja. Leitað er að öflugum
einstaklingi sem er reiðubúinn að vinna áhugavert og krefjandi starf. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.
Markmið aðgengismats er að tryggja að lyf uppfylli þær kröfur sem gerðar eru varðandi aðgengi og þar með öryggi
og verkun. Það felur í sér mat á umsóknargögnum sem varða framkvæmd og niðurstöður aðgengisrannsókna
(e. bioequivalence studies). Aðgengi lyfs sem sótt er um markaðsleyfi fyrir er borið saman við samanburðarlyf
með því að skoða helstu breytur tengdar lyfjahvörfum (AUC, Cmax,,Tmax). Í þessu felst einnig mat á gildingu
aðferðar sem notuð er til að mæla sýni sem tekin eru úr þátttakendum og mat á forklínísku og klínísku yfirliti.
• Meistarapróf í lyfjafræði, lyfjavísindum, líffræði eða
sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Starfsreynsla sem nýtist í starfi
• 3-5 ára reynsla í aðgengi lyfja eða tengdum greinum er kostur
• Grunnþekking á tölfræði er kostur
• Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
• Nákvæm, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
• Frumkvæði, sveigjanleiki og lausnamiðaðir vinnuhættir
• Mjög góð enskunnátta
Lyfjastofnun er eftirsóknarverður
vinnustaður sem leggur áherslu á
gott vinnuumhverfi, starfsþróun og
framfylgir stefnu um samræmingu
fjölskyldulífs og vinnu.
Helstu hlutverk stofnunarinnar eru
útgáfa markaðsleyfa og gæðamat,
eftirlit með lyfjum og lækninga-
tækjum, vísindaráðgjöf, verð- og
greiðsluþátttaka lyfja og upplýsinga-
gjöf.
Hjá Lyfjastofnun starfa 86 starfs-
menn af sex þjóðernum.
Gildi Lyfjastofnunar eru:
Gæði – Traust – Þjónusta.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.lyfjastofnun.is.