Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 20
En svo
heldur
ferða-
langurinn
heim og
við heyr-
um ekki
meira af
afdrifum
hans.
Árbæjarsafn fagnar 65 ára
afmæli á sunnudaginn og af
því tilefni heyrðum við í safn
stjóranum Guðbrandi Bene
diktssyni og forvitnuðumst
um sögu safnsins og þá vinnu
sem þar fer fram í dag.
bjork@frettaladid.is
Upphaf safnsins má rekja til bursta
bæjarins Árbæjar, sem blasir við
gestum við komuna í safnið. Býlið
stendur enn á sama stað og það
hefur gert öldum saman.
„Árbær á sér töluverða sögu sem
við erum að lengja talsvert,“ segir
Guðbrandur um býlið sem hann
segir hafa verið fremur mikið kot,
lengst af í konungseigu. „Elstu rit
uðu heimildir um búsetu í Árbæ
ná aftur á 15. öld í tengslum við
jarðakaup Ólafar ríku sem kom við
í Árbæ, sem þá tilheyrði Viðeyjar
klaustri.
Fornleifauppgröftur hefur verið
um árabil á Árbæjarsafni þar sem
nemendum í fornleifafræði við
Háskóla Íslands býðst að æfa sig
við að grafa. „Þessar rannsóknir
hafa sýnt að búseta í Árbæ teygir
sig mögulega til landnámstímans,“
segir Guðbrandur.
Búið var í bænum til ársins 1948
þegar hann fór í eyði. „Um árabil
var hann vinsæll áningarstaður á
leiðinni til Reykjavíkur því þar var
veitingasala. Fólki á ferðinni þótti
passlegt að fá sér kaffi og jafnvel
gista,“ segir hann í léttum tón.
Reykvíkingafélagið stofnað
Þegar átthagafélag Reykvíkinga,
Reykvíkingafélagið, var stofnað
um miðbik síðustu aldar barðist það
fyrir varðveislu bæjarins sem hluta
af sögu sveitalífsins í Reykjavík sem
þá var að breytast í borg í kjölfar
seinni heimsstyrjaldar.
„Árið 1957 tekur borgin svo við
Árbæ, gerir við bæinn og opnar
sem safn. Á þeim tíma gengu skipu
lagshugmyndir mikið út á að gömlu
húsin í miðbænum yrðu að víkja
fyrir nýjum stórbyggingum og í stað
þess að rífa þau öll var ákveðið að
varðveita einhver á Árbæjarsafni.
Þessum gömlu húsum var þannig
bjargað frá eyðileggingu og smám
saman þróaðist Árbæjarsafn sem
útisafn með Skansinn í Stokkhólmi
og f leiri útisöfn í Evrópu að fyrir
mynd.“
Safnið samanstendur af um 30
byggingum og mannvirkjum en
aðspurður segir Guðbrandur það
síðasta hafa komið árið 2005. „Húsið
stóð við Vesturgötu 66B og átti að
rífa það enda höfðu verktakar eign
ast lóðina til að byggja nýbyggingu.
Húsið kom til okkar í mjög slæmu
ástandi og enn er verið að vinna í
viðgerðum innanhúss. Við flýtum
okkur hægt í þeim efnum enda
kúnst að gera upp gömul hús þann
ig að vel sé og vandað.“
Guðbrandur segir það ekki á
stefnuskránni að taka við f leiri
húsum. „Hús eiga að vera á sínum
stað, enda hefur orðið stefnubreyt
ing í hugsunarhætti gagnvart göml
um húsum: þau hafa mikið gildi og
eru eitthvað sem á að varðveita eins
og hægt er.“
Viðamikið rannsóknarstarf
Í tilefni afmælisins segir Guð
brandur ætlunina að vekja athygli
á innra starfi safnsins. „Það verður
hægt til dæmis að skoða muna
geymslurnar þar sem viðkvæmir
munir eru geymdir við sérstakar
aðstæður.“
Rannsóknarstarf safnsins er
viðamikið og felst meðal annars í
rannsókn þessara muna en einnig
er mikið púður lagt í byggðakann
anir. „Borgin hefur lagt metnað í
að stúdera sögur hverfanna svo í
kjölfarið sé hægt að taka upplýstar
ákvarðanir um þróun þeirra.“ Guð
brandur segist telja safnið eiga sér
sess í hjörtum landsmanna og ekki
síst borgarbúa. „Hér hafa börn tæki
færi til að leika og hlaupa og sjá
margt áhugavert og höfum við lagt
áherslu á að safnið sé barnvænt.
Við erum með sýningu á leikjum
og leikföngum barna í gegnum ald
irnar og svo eru hérna húsdýr, eins
og áður fyrr.“
Það er augljóst að safnið á einnig
stóran sess í hjarta safnstjórans. „Ég
leyfi mér að segja að safnið sé ein
stakt. Hér gengur þú inn í ákveðna
veröld og upplifir fortíðina, nokkurs
konar tímahylki.“ Hátíðardagskrá
verður í Árbæjarsafni á morgun,
sunnudag, frá klukkan 13 til 16. Öll
eru velkomin og auðvitað er ókeypis
inn í tilefni tímamótanna. n
Tímahylki sem á sess í
hjörtum landsmanna
n Í vikulokin
Ólafur
Arnarson
Guðbrandur Benediktsson safnstjóri við Árbæ, upphafið að 65 ára sögu safnsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Á Árbæjarsafni
eru leiðsögu-
menn klæddir
í tísku for-
tíðar sem
gefur sterka
tilfinningu fyrir
andblæ liðinna
alda.
Veru Mathöll
Íslendingar virðast elska mathallir
og í Vatnsmýri var í liðinni viku
opnuð sú allra nýjasta og ferskasta
í þeirri f lóru, Vera mathöll. Þar sem
velja má á milli veitingastaðanna
Fura, Caliente, Bang Bang, Mikki
refur, Natalía, Næra, Stund og PFC.
Vera er augljóslega kærkomin við
bót á svæðið enda þéttsetið á anna
tímum fyrstu vikuna.
Þáttum um Ghislaine Maxwell
Þættirnir Hver er Ghislaine Max
well? sem sýndir voru á RÚV eru
aðgengilegir í spilaranum til 9.
september. Saga hinnar fordekruðu
Ghislaine er þar rakin þannig að
hlutverk hennar í markvissri mis
notkun Jeffreys Epstein á ungum
konum skýrist fyrir áhorfandanum.
Sláandi frásögn! n
Við mælum með
BJORK@FRETTABLADID.IS
Hús eiga að vera á sínum
stað, enda hefur orðið
stefnubreyting í hugs-
unarhætti gagnvart
gömlum húsum: þau
hafa mikið gildi og eru
eitthvað sem á að varð-
veita eins og hægt er.
Sífellt aukinn ferðamannafjöldi hér á landi á
sínar skuggahliðar og hefur bæði slysum og
dauðsföllum erlendra ferðamanna fjölgað.
Ferðamenn sem sækja landið heim eru oft í
ævintýragjarnari kantinum enda þarf ekki að
leita þeirra lengi hér á norðurhjara. Fyrirsagnir um
slys og ófarir skjóta reglulega upp kollinum, við bíðum
í ofvæni frétta af leit björgunarmanna og fögnum ef
vel virðist hafa farið. En svo heldur ferðalangurinn
heim og við heyrum ekki meira af afdrifum hans.
Fréttablaðið birti þann 17. mars síðastliðinn frétt um
bandarískan fjallaskíðamann sem hrapaði ofarlega
í fjalllendi á Tröllaskaga. Manninum var giftusam
lega bjargað af hugrökku björgunarsveitafólki og í
fréttinni sagði að maðurinn hefði undirgengist aðgerð
á Landspítala, væri kominn í hjarta og lungnavél og
heilsaðist eftir atvikum þokkalega.
Sá maður er Daniel Hund, 22 ára lögfræðinemi sem
prýðir forsíðu þessa tölublaðs ásamt eiginkonu sinni
Sierru. Þau voru hér á landi í upphafi árs til að fagna
tveggja ára brúðkaupsafmæli sínu á draumastaðnum.
Sögunni lauk svo sannarlega ekki á Landspítala enda
tekst Daniel nú á við gerbreyttar aðstæður, fótalaus í
hjólastól og æfir sig að lesa eftir heilaskaða sem hann
hlaut. n
Framhaldssagan
Kjarasamningaviðræður í haust
verði enn snúnari en venjulega.
Valdahlutföll innan ASÍ hafa
snúist og þau öfl sem stóðu að baki
Drífu Snædal, og Gylfa Arnbjörns
syni áður, eru komin í minnihluta.
Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór
Ingólfsson og Sólveig Anna Jóns
dóttir hafa tekið við valdakeflinu.
Engum getur dulist að þessi
breyting hefur mikil áhrif á kröfu
gerð verkalýðshreyfingarinnar í
komandi kjarasamningum. Mikil
áhersla verður lögð á hlutskipti
hinna lægst launuðu, auk þess sem
krafist verður úrbóta á húsnæðis
markaði og lækkunar vaxta, en mik
ill og vaxandi húsnæðiskostnaður
er það sem helst ógnar fjárhagslegu
öryggi launafólks hér á landi.
Fjármálaráðherra segir alls ekki
sjálfsagt að ríkið komi á nokkurn
hátt að gerð komandi kjarasamn
inga. Þar skjátlast honum hrapa
lega, sé honum alvara með orðum
sínum. Ekki aðeins er það skrifað
í skýin að aðkomu ríkisins sé þörf.
Það er meitlað í stein.
Ríkisstjórnin ber mesta ábyrgð á
því hversu erfiðir kjarasamningar
eru fram undan. Vegna hagstjórn
armistaka hennar og handarbaka
vinnubragða Seðlabanka Íslands
horfir launafólk nú upp á kaupmátt
inn rýrna um hver mánaðamót og
komandi kjaraviðræður kalla á hug
vitsamlegar lausnir.
Ríkisstjórnin hefur með öllu
neitað að koma til móts við heimili
landsins þegar farsótt og stríðs
rekstur úti í heimi valda gríðar
legum verðhækkunum. Þetta er ein
ástæða þess að Seðlabankinn hefur
hækkað vexti margfalt umfram það
sem aðrir seðlabankar hafa gert.
Snúnir kjarasamningar kalla á myndarlega aðkomu ríkisins
Ríkisstjórnin hefur það í valdi
sínu, og ber raunar skylda til, að
koma með aðgerðapakka sem
stuðlar að raunhæfum og hóf
sömum kjarasamningum. Lítil
og meðalstór fyrirtæki eru launa
greiðendurnir sem þurfa að greiða
þær launahækkanir sem um semst.
Þessi fyrirtæki búa við afleita sam
keppnisstöðu vegna þess himin
háa vaxtakostnaðar og fjallháa
viðskiptakostnaðar sem íslenska
krónan skapar þeim.
Ríkisstjórnin verður að koma að
borðinu. n
Ríkis-
stjórnin
ber mesta
ábyrgð
á erfiðri
stöðu
kjaramála.
20 Helgin 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR