Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 55
442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Til þjónustu reiðubúin/n?
Skatturinn sækist eftir glaðbeittum, þjónustudrifnum og
jákvæðum einstaklingi til að slást í hóp þjónustufulltrúa í
lögfræðiinnheimtu innan Innheimtu- og skráasviðs.
Um er að ræða 100% starfshlutfall á starfsstöð Skattsins að Tryggvagötu 19. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið.
Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.
Hlutverk Innheimtu- og skráasviðs er að annast innheimtu opinberra gjalda í stjórnsýsluumdæmi
sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu. Þar fer einnig fram vanskilainnheimta og erlend
innheimta samkvæmt gagnkvæmum innheimtusamningum. Þar er einnig sinnt eftirlits- og
leiðbeiningarhlutverki með innheimtumönnum ríkissjóðs á landsvísu auk þess að sjá um rekstur
fyrirtækja- og ársreikningaskráa á landsvísu. Sviðið skiptist í þrjár deildir, þ.e. afgreiðslu, fyrirtækja-
og ársreikningaskrá og lögfræðiinnheimtu. Á sviðinu er einnig starfrækt stoðþjónustueining sem
starfar þvert á sviðið.
Helstu verkefni:
• Almenn upplýsingagjöf og úrlausn mála í tengslum við vanskilainnheimtu skatta og gjalda.
• Samskipti við gjaldendur á starfsstöð embættisins sem og í síma.
• Afgreiðsla aðsendra erinda.
• Samskipti við innlendar samstarfsstofnanir.
Menntunar– og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf eða samsvarandi menntun.
• Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
• Tölugleggni.
• Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.
• Jákvæðni og rík þjónustulund.
• Geta til að vinna undir álagi.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir, deildarstjóri, í síma 442-1000
eða með tölvupósti á netfangið johanna.l.gudbrandsdottir@skatturinn.is
Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is, eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is.
Ferilskrá, auk kynningarbréfs sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf,
umsagnaraðila og annað er máli skiptir, þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi.
Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem
kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. Laun eru
samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2022 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun
hefur verið tekin um ráðningar.
Innkaupaskrifstofa
Sími 411 1111
ÚTBOÐ
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Hagaskóli – Loftræsikerfi A álmu, útboð nr. 15628
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Isavia leitar að öflugum viðskiptafélögum með víðtæka reynslu af
veitingarekstri til að taka þá í útboði um rekstur á kaffihúsi á þremur
svæðum á Keflavíkurflugvelli. Hægt er að nálgast útboðsgögn og
nánari upplýsingar inn á vef Isavia.
Kynningarfundur og heimsókn verður haldin í KEF miðvikudaginn 17.
ágúst klukkan 10. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig í
gegnum netfangið: innkaup@isavia.is
Sölumaður
Ertu öflug/ur, árangursdrifin/n og með reynslu af
sölumennsku og þjónustu við mannvirkjaiðnaðinn?
Vinnupallar ehf eru að stækka söludeildina og leita
að söluaðila. Frumkvæði í starfi og drifkraftur í
sölustörfum eru eiginleikar sem við metum mikils.
Hæfniskröfur:
• reynsla af sölustörfum
• þekking á mannvirkjaiðnaði
• reynsla af tilboðs/áætlanagerð vegur þungt
• framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
• gilt ökuskírteini er skilyrði
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2022.
Umsóknir óskast sendar í gegnum auglýsingu
Vinnupalla hjá alfred.is með ferilskrá og nöfnum
umsagnaraðila.
Vinnupallar ehf bjóða hnitmiðað vöruúrval öruggra
áhalda og tækja sem og þjónustu á hagstæðu
verði til að styðja við bætta öryggismenningu í
mannvirkjaiðnaði. Við viljum styðja við áframhaldandi
þróun í þá átt með auknu vöruframboði á vinnu-
verndar- og öryggisbúnaði á Íslandi. Við leggjum
mjög mikla áherslu á alhliða öryggi vinnustaða og
persónulega lausnamiðaða þjónustu.
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
ATVINNUBLAÐIÐ 23LAUGARDAGUR 13. ágúst 2022