Læknablaðið - 01.04.2022, Page 26
190 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108
S
ve
fn
le
ng
d
(m
ín
út
ur
)
700
600
500
400
300
200
100
0
Virkir dagar Helgar Allir dagar
vikunnar
Svar við spurningu
um svefnlengd
Svefnskrá Virknimælir
Y F I R L I T S G R E I N
unnar og svefngæðum síðustu svefnlotu á undan. Dægurklukkan
stillir inn kjörsvefntíma, það er hvenær heppilegast er að sofna
með tilliti til annarra líkamsferla. Að vissu marki lýtur svefninn
þó viljanum. Við getum ákveðið að fresta svefni tímabundið, en
óhjákvæmilega sigrar svefninn að lokum.
Fullnægjandi svefn er oftast skilgreindur sem sá tími sem við-
komandi þarf að sofa til þess að vakna endurnærður. Augljóslega
verður svefnlengdin að vera nægileg, en svefntíminn og svefngæði
skipta líka máli.11 Samspil svefnlengdar, svefntíma og svefngæða
stjórna því þannig hvort svefn er fullnægjandi.12
Mælingar á svefnlengd og svefntímum
Rannsóknir á svefnlengd og svefntímum hafa lengst af verið gerð-
ar með notkun spurningalista og svefnskráar, sem byggir á hug-
lægu mati (mynd 1). Á seinni árum hefur notkun beinna mælinga,
það er hlutlægs mats, til að meta svefnlengd aukist, einkum með
tilkomu handhægra virknimæla (actigraphs). Virknimælarnir hafa
sýnt góða samsvörun við niðurstöður mælinga á svefnlengd með
svefnheilariti (polysomnography),13 sem er sú aðferð sem gefur besta
mynd af svefni. Hins vegar sýna þeir styttri svefn miðað við hug-
lægar mælingar, sem talið er skýrast af ofmati á vöku á svefntím-
anum, vegna hreyfinga í svefni (mynd 2 ).14,15 Kostur við hlutlægar
aðferðir er að þær byggja á lífeðlisfræðilegum merkjum, en á móti
takmarkar aukinn kostnaður vegna mælitækja jafnan stærð rann-
sóknarhópsins. Huglægar aðferðir eru hentugar til að kanna svefn
hjá fjölda fólks í faraldsfræðilegum rannsóknum en hafa þann
ókost að upplýsingar byggja á minni og tilfinningu þátttakenda,
sem gæti haft áhrif á niðurstöður. Af huglægum aðferðum til að
meta svefnlengd hefur svefnskrá, sem fyllt er í á hverjum morgni,
verið talin gefa áreiðanlegustu niðurstöðurnar en áreiðanleiki
beinna spurninga um svefnlengd hefur verið dreginn í efa.14 Aðrir
aðferðafræðilegir þættir, svo sem tímasetning rannsóknar (árstíð,
helgar/virkir dagar), lengd tímabils sem spurt er um (vika/mánuð-
ur) sem og gerð og framsetning spurninga, skipta einnig miklu
máli.16,17
Hversu lengi þarf að sofa?
Svefnlengd ákvarðast af mörgum þáttum og þar af ráða erfðir all-
miklu18 en aldur er sú breyta sem tengist svefnlengd hvað sterk-
ast,19 en jafnframt er ljóst að talsverður breytileiki er innan hvers
aldurshóps.20-22 Bent hefur verið á að útilokað sé að nefna ákveðinn
fjölda klukkutíma sem hentar öllum einstaklingum á sama aldurs-
skeiði.19
Leiðbeiningar um kjörsvefnlengd eftir aldri til að viðhalda góðri
heilsu hafa verið settar fram af svefnrannsóknafélögum í Banda-
ríkjunum og mikið hefur verið vitnað til þeirra í umfjöllun um
svefnlengd á síðustu árum (mynd 3).23,24 Ráðleggingarnar byggjast
á áliti sérfræðinga á grunni birtra vísindagreina um svefnlengd
Mynd 1. Sýnishorn af svefnskrá. Fyllt er í
skrána á hverjum morgni með því að setja strik
þann tíma sem sofið var síðastliðinn sólarhring.
Mynd 2. Meðalsvefnlengd á virkum dögum, um helgar og yfir vikuna, eftir því hvaða
rannsóknaraðferð var notuð: spurningar um svefnlengd (dökkgrátt), svefnskrá (meðal
grátt) eða virknimælir (ljósgrátt). (n=225 unglingar).