Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 11
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 279 Inngangur Míturlokuviðgerð er þriðja algengasta opna hjartaaðgerðin hér- lendis á eftir kransæðahjáveitu og ósæðarlokuskiptum.1 Engu að síður eru þær aðeins 5% allra opinna hjartaaðgerða á Íslandi,1 sem er tæplega helmingi lægra hlutfall en í Svíþjóð (9%).2 Helsta ábending aðgerðarinnar er mikill eða meðalmikill míturlokuleki sem jafnan er skipt í hrörnunartengdan (degenerative) og starfræn- an ( functional) leka.3,4 Hrörnunarbreytingar geta lagst á lokublöð, stög og hring míturlokunnar sem veldur framfalli á öðru eða báðum blöðum lokunnar með tilheyrandi míturlokuleka.4-6 Barlow-sjúkdómur og trefjabandvefssjúkdómur ( fibroelastic deficiency) eru algengustu hrörnunarsjúkdómar í míturlokunni. Barlow-sjúkdómur veldur þykknun á lokublöðum og lokustögum en við það breytist af- staða lokublaðanna og eru þessar breytingar oftast bundnar við míturlokuna.4 Við trefjabandvefssjúkdóm eru lokublöð og stög hins vegar þunn og eftirgefanleg sem getur jafnvel valdið rofi á lokustögum.5,7,8 Starfrænn leki í míturloku er töluvert frábrugðinn leka vegna hrörnunar. Algengasta orsök hans er blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta sem veldur skertum samdrætti í vöðvanum og truflar þar með starfsemi totuvöðva. Skert totuvöðvastarfsemi getur einnig sést við langvinnt gáttatif en auk þess getur stækkun á vinstri slegli, til dæmis vegna blóðþurrðar eða hjartavöðvakvilla (cardiomyopathy), Árni Steinn Steinþórsson1 læknanemi Árni Johnsen3 læknir Martin Ingi Sigurðsson1,2 læknir Sigurður Ragnarsson4 læknir Tómas Guðbjartsson1,3 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð. Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Hrörnunartengdur míturlokuleki er helsta ábendingin fyrir míturloku- viðgerð á Vesturlöndum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna langtímalifun og fylgikvilla míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds leka á Íslandi. EFNI OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til 101 sjúklings (meðalaldur 57,7 ár, 80,2% karlar) sem gengust undir míturlokuviðgerð vegna hrörn- unartengds leka á Landspítala 2004-2018. Skráðar voru ábendingar fyrir aðgerð, niðurstöður hjartaómunar fyrir aðgerð og aðgerðartengdir þættir. Snemmkomnir (<30 daga) og síðkomnir fylgikvillar voru skráðir og reiknuð 30 daga dánartíðni. Langtímalifun og MACCE (major adverse cardiac and cerebrovascular event) frí lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meier og borin saman við almennt þýði af sama kyni og aldri. Miðgildi eftirfylgdartíma var 83 mánuðir. NIÐURSTÖÐUR Að meðaltali voru gerðar 6,7 (bil 1-14) míturlokuviðgerðir árlega og fengu 99% sjúklinga gervihring. Brottnám á aftara blaði var framkvæmt í 82,2% tilfella og Gore-Tex® gervistög notuð hjá 64,4% sjúklinga. Alvarlegir fylgikvillar greindust hjá 28,7% sjúklinga, algengastir voru hjartadrep tengt aðgerð (11,9%) og enduraðgerð vegna blæðingar (8,9%). Þrjátíu daga dánarhlutfall var 2%, miðgildi dvalar á gjörgæslu einn dagur og heildarlegutími 8 dagar. Einn sjúklingur þurfti enduraðgerð síðar vegna endurtekins míturlokuleka. Fimm ára lifun eftir aðgerð var 93,5% (95%-ÖB: 88,6-98,7) og 10 ára lifun 85,3% (95%-ÖB: 76,6- 94,9). Fimm ára MACCE-frí lifun var 91,1% (95%-ÖB: 85,3-97,2) og eftir 10 ár 81,0% (95%-ÖB: 71,6-91,6). Ekki reyndist marktækur munur á heildarlifun rannsóknarhópsins samanborið við samanburðarþýðið (p=0,135, log-rank próf). ÁLYKTUN Árangur míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds leka er sambærilegur við árangur á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Almennt farnast þessum sjúklingum ágætlega til lengri tíma þrátt fyrir að snemmkomnir fylgikvillar séu tíðir. Langtímaárangur viðgerða vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.