Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 32
300 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 F R É T T I R „Það horfir ekkert sérstaklega vel í dreif- býlinu. Kannski er það eitthvað í samfélags- myndinni. Fólk vill ekki þessa vaktabindingu og það vill búa á stærri stöðum. Samanburður launa dreifbýlis og þétt- býlis er ekki hagstæður fyrir landsbyggð- ina,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. 15% stöðugilda lækna séu leystar í verktöku. Læknablaðið heyrði í forstjórum sjúkrastofnana um landið og spurði um mönnun. Samhljómur var í svörum þeirra. Hvatinn til að starfa úti á landi væri ekki mikill. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðis- stofnunar Vestfjarða, segir nýja reglugerð heilbrigðisráðuneytisins kveða á um að stofnanir heilbrigðisumdæma geri árlega starfsáætlun, áætlun um mönnun og mönnunarþörf sem tekur mið af þarfagreiningu. Nú sé unnið að þessu formlega í fyrsta sinn. Höfuðborgin heldur fast í læknana Samanburður launa lækna eftir dreifbýli og þéttbýli er dreifbýlinu ekki hagstæður, segja forstjórar heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem þurfa nú að meta þörf á mönnun samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Kostnaðarsamt að jafna tækifærin „Eftir því sem launin hækka í Reykjavík þurfum við að greiða læknum meira til að koma hingað. Ekki endilega til að yfir- borga heldur til að jafna,“ segir Gylfi. „Góðir tekjumöguleikar eru í Reykjavík fyrir lækna. Það er kostnaðarsamt að ná kjörum hjá okkur upp í hliðstæð laun. Nefna má að ferðadagar, sem eru kannski hálfir dagar hér og þar, geta verið afar kostnaðarsamir því fórnarkostnaður lækna er svo hár,“ bendir hann á. Stofnaður hafi verið vinnuhópur til að skoða með hvaða hætti megi bæta kjörin á landsbyggðinni, eins og samið var um við gerð kjarasamningsins. Hann hafi þegar hafið störf. „Hópurinn á að skila tillögum að úrbótum þann 1. okt 2021 og jákvætt að læknar sjálfir hafi aðkomu að málinu með þessum hætti. Ég er vongóður um að þetta gangi vel upp. Þá hefur María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagt að við endurskoðun á samningi við sérgreinalækna verði ákvæði um þjónustu við landsbyggðina. Það er ekki búið að formgera það en við erum vongóð um að það verði hagfellt fyrir alla,“ segir Gylfi og leggur áherslu á að mikilvægt sé að landsbyggðin reiði sig ekki einvörðungu á héraðsvitund sérgreinalæknanna sjálfra, heldur verði hvatinn innbyggður í kerfið. Róðurinn þyngist á landsbyggðinni „Þetta er gömul saga og ný og stafar af ýmsum ástæðum,“ segir Gylfi. „Eftir því sem tækni og þekkingu fleygir fram verða læknarnir sérhæfðari og þurfa því stærra upptökusvæði til að þeir geti sinnt sérgrein sinni. Þeim fækkar til að mynda sem titla sig almenna skurðlækna,“ bendir hann á. Því þyngist róðurinn enn á lands- byggðinni þegar kalla eigi lækna til starfa og afleysinga. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurlands, segir læknaskort vandamál og fólk sé því dekstrað með samningum til að koma út á land. „Við erum þokka- lega vel mönnuð eins og er. Við höfum þó áhyggjur því við erum með lækna sem komnir eru á aldur og vitum ekki hvað tekur við þegar þeir hætta. Við höfum verið heppin því ungir Greiða Hvidovre 147 danskar krónur fyrir greiningu leghálssýna Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins greið- ir 145 danskar krónur fyrir greiningu á hverju leghálssýni til dönsku meinafræði- deildarinnar og 2 danskar krónur auka- lega fyrir geymslu í lífsýnabanka. Hvert þeirra kostar því rúmar 2987 íslenskar krónur hjá Amager og Hvidovre sjúkra- húsinu, miðað við miðgengi Seðlabankans 17. maí. Samkvæmt frétt RUV 15. apríl segir heilbrigðisráðuneytið að Landspítali hafi metið kostnaðinn 3656 kr. á sýni en 9587 kr. á sýni þegar veirugreining leiddi eitthvað athugavert í ljós, ólíkt því danska. því ætla að upphæðin verði á bilinu rúm- ar 179 milljónir íslenskra króna til 224 milljónir á samningstímanum sem nær til ársloka 2023. Heilsugæslan gaf verðið upp eftir að Læknablaðið kærði ákvörðun um að leyna því til Kærunefndar um upplýsingamál. Heilsugæslan féllst í kjölfarið á rök Lækna- blaðsins um að upplýsingarnar varði al- mannahagsmuni. Samningurinn var undirritaður 18. febrúar 2021 en Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins tók við þjónustunni af Leitar- stöð Krabbameinsfélagsins um áramót. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það nú í höndum ráðuneytisins að ákveða hvort staðið verði við danska samninginn eða samið við Landspítala. „Við erum til í báða.“ Hann segir þjónustuna örugga í höndum dönsku meinafræðideildarinnar. „En hún gengur hægar en við hefðum viljað sjá. Við erum því að setja mikinn kraft í að laga það sem þarf svo að við náum þeirri stöðu sem við teljum ákjósan- legasta.“ Í samningnum við Hvidovre er búist við að sýnin verði um 20-25.000 ári. Má Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. Gylfi Ólafsson, for- stjóri HVEST. Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.