Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 49
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 317 Byggja á vísindum og halda áfram á sömu braut Forystufólk Vinstri grænna hefur lagt ríka áherslu á að byggja allar ákvarðanir sínar í faraldrinum á vísindum og þekkingu og mun að sjálfsögðu halda áfram á sömu braut. Markmið stjórnvalda hafa verið skýr, að vernda líf og heilsu landsmanna ásamt því að lágmarka samfélagslegan og efnahagslegan skaða faraldursins. Löggjafarvaldið hefur tryggt nauðsynleg úrræði í löggjöf til að unnt sé að ná þessum markmiðum, sem og fjármagn til að fylgja eftir þeim aðgerðum sem þarf á hverjum tíma. Það hefur reynst okkur vel að fara að ráðleggingum fagfólks í heilbrigðismálum í baráttunni gegn heimsfaraldri kórónu- veirunnar. Samstarf heilbrigðisyfirvalda, framkvæmdavalds og löggjafarvalds skiptir miklu máli en ekki síður að almenn- ingur sé vel upplýstur um ákvarðanir og áherslur varðandi sóttvarnir. Ekki sé gengið lengra í að setja daglegu lífi skorður Vel hefur gengið að kljást við heimsfaraldurinn hér á landi undanfarna mánuði, á sama tíma og lífskjör Íslendinga og grunnstoðir samfélagsins eru varðar. Stjórnvöld hafa notið dýrmætrar ráðgjafar sóttvarnalæknis og annarra fagaðila þegar kemur að ákvörðunum í sóttvarnamálum. Með auknum bólusetningum snúast næstu skref um að hverfa loks aftur til eðlilegs lífs. Mikilvægt er að ekki sé gengið lengra í að setja daglegu lífi fólks skorður en brýna nauðsyn ber til. Slíkar skorður með lögum eða reglugerðum verða svo eðli málsins samkvæmt ekki settar af öðrum en lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Hins vegar er að sjálfsögðu gott og mikilvægt að stjórn- völd njóti áfram ráðgjafar sóttvarnalæknis og annarra fagað- ila eins og þörf er á við töku ákvarðana á þessu sviði. Fylgja áfram tilmælum og auka aðkomu Alþingis Samfylkingin hefur verið fylgjandi því að ráðum fagaðila sé fylgt þegar kemur að sóttvörnum og telur því rétt að fylgja áfram tilmælum sóttvarnalæknis, enda hefur það gefist vel þegar slíkt hefur verið gert. Aðkoma Alþingis ætti þó að vera meiri þegar kemur að meiriháttar hömlum á daglegu lífi al- mennings, rétt eins og þekkist víða í ríkjum heims. Fyrirkomu- lagið ætti því að vera á þann hátt að sóttvarnalæknir skili af sér tillögum líkt og verið hefur og heilbrigðisráðherra leggi til reglugerð en þegar um verulega íþyngjandi aðgerðir er að ræða, líkt og lokun starfsemi, ferða- og athafnafrelsi, verði ráðherra að leggja fram þingmál til staðfestingar á ákvörðun sinni innan viku frá gildistöku reglugerðar. Slíkt fyrirkomulag eykur öryggi almennings. Þá þarf á öllum tímum faraldurs að tryggja að full lagaheimild sé fyrir þeim aðgerðum sem gripið er til svo stjórn- völd séu ekki gerð afturreka með mikilvægar ráðstafanir líkt og var raunin með skyldudvöl í sóttvarnarhúsi í vor. Fylgja ráðum sérfræðinga og veita þeim aðhald Þrátt fyrir góðan árangur við að kveða niður kórónuveirufar- aldurinn hér á landi þá fjölgar alvarlegum tilvikum og dauðs- föllum í heiminum enn hratt. Viðreisn hefur alltaf lagt áherslu á að fylgja ráðum sérfræðinga. Í því felst að sóttvarnalæknir mun áfram gegna mikilvægu hlutverki við að móta vörn þjóðarinnar gegn veirunni. Framkvæmdavaldið á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis en hlutverk löggjafarvaldsins er að veita fram- kvæmdavaldinu aðhald í þeirri vegferð. Þetta samspil hefur reynst okkur vel til þessa í baráttunni við COVID-19.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.