Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 21
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 289 Y F I R L I T á grísku og algia (gríska: ἄλγος álgos) er verkur á sama tungumáli.2,3 Um aldamótin 1900 lýsti þýski læknirinn Paul Sudeck heilkenni með beingisnun (atrophy) sem ber hans nafn, Sudeck‘s atrophy, eða Sudecks-heilkenni. Hann taldi sjúkdóminn vera vegna bólgusvör- unar.4 Árið 1916 lýsti franski skurðlæknirinn René Leriche aðgerð á semjustofni (truncus sympathicus) sem hefði afgerandi áhrif til bata á heilkenninu.5 Heitið complex regional pain syndrome var skilgreint á þingi al- þjóðaverkjafræðafélagsins (International Association for the Study of Pain, IASP) í Orlando, Flórída, árið 1993.6 Það var endurskilgreint 2003 í Búdapest og sú skilgreining tekin upp af IASP. Þarna þurfa að koma saman einkenni sem sjúklingur lýsir (subjective symptoms) og raunteikn (objective signs) sem sjást við skoðun læknis. Verkirnir eru aðeins einn þáttur af skilgreiningunni. Um viðvarandi verk þarf að vera að ræða sem er verri en áverkasaga gefur til kynna. Jafnframt sé ekki önnur sjúkdómsgreining sem skýri verkina bet- ur. Sjúkdómurinn er skilgreindur í tvo flokka; CRPS 1 og CRPS 2, þar sem þekktur áverki á útlimataug er til staðar í seinni flokknum en ekki í CRPS 1 (tafla I).7 Mynd 1. Silas Weir Mitchell (1829-1914). Tafla I. Klínísk greiningarviðmið Alþjóðaverkjafræðifélagsins, (IASP) fyrir fjölþætt svæðisbundið verkjaheilkenni, (CRPS).35 Viðvarandi verkur sem er meiri en saga um áverka gefur tilefni til. Til staðar þarf að vera eitt einkenni í frásögn sjúklings í þremur af fjórum skilgreindum einkennaflokkum. 1. Breytt skynjun, með ofur snertiviðkvæmni. (allodynia, hyperesthesia) 2. Mismunur á hitaupplifun milli hliða og/eða breytingar á húðlit. (vasomotor) 3. Saga um bólgu eða þrota, og að svitna mikið eða lítið á svæðinu. (sudomotor, edema) 4. Saga um skerta hreyfiferla, með máttminnkun, skjálfta, og aukinni stífni vöðva. (tremor, dystonia) Ofannefndum þáttum í sögu þurfa að fylgja að minnsta kosti tvö greinandi teikn sem finnast við skoðun læknis. Þrjú greinandi teikn ef um vísindarannsókn er að ræða. 1. Skynjun sem yfirviðkvæmni við létta snertingu eða léttan þrýsting. Metið með léttri snertingu með til dæmis pensli, eða léttum þrýstingi með hvössum pinna, verkur við dýpri þrýsting, eða verkir við hreyfingu. (allodynia, hyperalgesia) 2. Mismunandi hiti eða húðlitur milli hliða. (vasomotor) 3. Glögg merki um húðbjúg eða aukinn svita eða svitamismun. 4. Breytingar á hreyfigetu og vöðvaspennu eða afli í vöðvum. (tremor, dystonia) Glöggar breytingar á hárvexti, til dæmis með auknu eða minnkuðu hárafari í húð á svæðinu eða breyting á nöglum, svo sem þykknun. (trophic changes) Það er engin önnur greining sem skýrir betur þau einkenni sem til staðar eru. Greinandi teikn telja eingöngu ef þau eru til staðar við skoðun þegar greining er sett. Einkenni Sjúklingar lýsa mjög sárum verkjum, oft er notuð lýsingarorð eins og brennandi, skerandi og í pílum. Verkurinn er oftast í einum útlim, en getur verið í fleiri líkamshlutum, oftast sömu megin en það þarf þó ekki að vera. Samhliða verknum eru önnur líkamleg einkenni, eins og skert hreyfigeta, máttleysi, stirðleiki, skjálfti eða aukin vöðvaspenna. Þá verða einnig breytingar í húð, í upphafi bólga með roða og hita, sem síðar breytist á alllöngum tíma í fölva eða bláma og húðin verður köld viðkomu. Þá verða breytingar á svitamyndun á svæðinu, minnkuð í byrjun en síðar verulega auk- in. Með tímanum breytist oft hárafar, stundum með auknum en oftar með minnkandi hárvexti. Einnig er lýst aflögun á nöglum með þykknun. Samfara þessum einkennum er oft til staðar bjúgur (edema) á svæðinu sem verkirnir eru á (mynd 2). Verkirnir koma dæmigert frá fleiri en einum húðgeira (dermatome), nánast alltaf af stærra svæði en upprunalegi áverkinn varð á. Verkurinn er miklu verri en við má búast miðað við upphaflega áverkann. Samfara hinum svæsnu verkjum er ofurviðkvæmni í húðinni. Þannig veldur létt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.