Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 48
316 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 A L Þ I N G I S K O S N I N G A R 2 0 2 1 Viðbrögð íslenskra stjórnvalda í COVID-19 hafa verið leidd af fagfólki í heilbrigðismálum. Ekki er fyrirsjáanlegt að farsóttin hverfi úr alþjóðasamfélaginu í bráð. Telur flokkur þinn rétt að sóttvarnalæknir leiði næstu aðgerðir eða á að breyta áherslunum? Hvert á hlutverk löggjafarvaldsins að vera? 3. SPURNING Fagfólkið veiti ráð og framkvæmdavaldið beri ábyrgð Við teljum rétt að við reiðum okkur á ráð fagfólks, þar með talið sóttvarnalæknis, þegar kemur að aðgerðum gegn COVID-19. Ákvarðanataka og ábyrgð hlýtur þó ávallt að hvíla á framkvæmdavaldinu, það er ríkisstjórn og ráðherrum hennar. Við myndum vilja sjá meira samráð við löggjafann, það er Alþingi, en verið hefur í þessum efnum. Hlutverk löggjafans er að koma með tillögur og veita stjórnvöldum aðhald, m.a. með umræðum. Við teljum að öll umræða um þessi mál sé af hinu góða. Baráttan gegn COVID-19 er samfélagslegt verkefni. Flokkur fólksins hefur frá upphafi stutt strangar aðgerðir í þeirri vinnu svo halda mætti smiti innanlands í algeru lágmarki og helst útrýma því. Meta aðgerðir, fara að lögum og tryggja efnahag Hlutverk löggjafans er að meta þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til og meta hvaða áhrif þær hafa. Tryggja verður eins vel og unnt er heilsu fólks ásamt samspili milli heilsu og efnahags þjóðarinnar. Hlutverk löggjafans er einnig að bregðast við tillögum sóttvarnalæknis ef breyta þarf reglugerðum, lögum eða öðru slíku svo aðgerðir hans nái fram að ganga og standist lög. Fylgja leiðsögn sérfræðinga og lögum Stjórnvöld hafa eftirlátið sérfræðingum að stýra sóttvörnum, sem hefur gefið góða raun og er ástæða til að fylgja áfram þeirri stefnu að fylgja leiðsögn þeirra sem hafa náð árangri á sviði sóttvarna hér á Íslandi. Heimildir sóttvarnalæknis eru ríkulegar og því mikilvægt að ávallt sé stuðst við lög og Alþingi haft með í ráðum þegar verið er að leggja álögur og einangrun á borgara landsins. Þá er mikilvægt að skoða vel alla kosti þegar kemur að öflun bóluefna sem krefst yfirsýn- ar og skilnings í alþjóðlegum viðskiptum. Þar er nauðsynlegt að hafa samskipti við sem flestar þjóðir til að tryggja að hagsmunir Íslendinga séu alltaf í heiðri hafðir. Engar breytingar á núverandi stefnu Íslendingar hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að aðgerðum gegn COVID-19 hefur verið stýrt af sérfræðingum í sóttvörn- um. Landlæknir og sóttvarnalæknir hafa staðið sig gríðarlega vel í baráttunni við útbreiðslu COVID-19. Engar breytingar myndu verða þar á ef Píratar væru við stjórnvölinn. Þess ber þó að geta að sóttvarnalæknir er hvorki sérfræðingur í lög- fræði, mannréttindum né lagasetningu. Þar tekur löggjafinn og framkvæmdavaldið við taumunum. Það er þeirra hlutverk að tryggja að framkvæmdin á tillögum sóttvarnalæknis sé í samræmi við alþjóðasamninga, gangi ekki lengra en þörf krefur til að ná markmiðinu og standist lög og stjórnarskrá. Píratar hafa tekið það hlutverk alvarlega og lagt áherslu á að sóttvarnir standist rýni dómstóla, þannig vöruðu Píratar rétti- lega við því að upprunaleg útfærsla sóttkvíar hótelanna væri ólögleg. Aðhald flokksins hefur þannig lotið að lögmæti og ferli lagasetningar, frekar en að réttmæti þeirra tillagna sem sóttvarnalæknir setur fram.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.