Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 14
282 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 R A N N S Ó K N alvarlegi fylgikvillinn var hjartadrep sem tengdist aðgerð (11,9%) en næst á eftir komu enduraðgerðir vegna blæðingar (8,9%). Aðrir alvarlegir fylgikvillar voru sjaldgæfari en enginn sjúklingur fékk djúpa bringubeinssýkingu, bráðan lungnaskaða eða nýrnaskaða sem krafðist blóðskilunar. Algengustu minniháttar fylgikvillarnir voru nýtilkomið gáttatif/-flökt (43,8%) og væg hjartabilun (20,8%). Þá voru 11 sjúklingar sem þurftu aftöppun á annaðhvort fleiðruvökva (7,9%) eða gollurshúsvökva (3,0%). Tveir sjúklingar (2%) létust innan 30 daga frá aðgerð. Í töflu IV má sjá síðkomna fylgikvilla (> 30 dögum eftir aðgerð). Tíu sjúklingar (9,9%) fengu meðal eða mikinn endurkominn mítur- lokuleka á eftirfylgdartímabilinu og svipaður fjöldi þurfti innlögn vegna langvinnrar hjartabilunar (10,9%). Fjórir sjúklingar fengu IV) en einnig voru 83,2% sjúklinga í ASA-flokki III eða IV. Miðgildi EuroSCORE II fyrir hópinn var 1,17 (bil 0,5-12,79). Niðurstöður hjartaómunar fyrir aðgerð má sjá í töflu II. Þver- mál vinstri slegils var að meðaltali 56 ± 9 mm í lok hlébils og 39 ± 8 mm í lok slagbils. Þvermál vinstri gáttar var að meðaltali 45 ± 7 mm og þykkt vinstri slegils 11 ± 2 mm. Tæplega þriðjungur sjúklinga (28,7%) var með skert útfallsbrot (<60%) og um þriðjung- ur (30,7%) með lungnaháþrýsting (>30 mmHg í slagbilsþrýstingi). Meirihluti sjúklinga var með mikinn míturlokuleka (76,2%) og helmingur hafði slitið lokustag (49,5%) á hjartaómun fyrir aðgerð. Aðgerðartengdir þættir eru sýndir í töflu III. Miðgildi að- gerðartíma var 239 mínútur (bil 127-761) en þar af var vélartími 139 mínútur (bil 60-708) og tangartími 102 mínútur (bil 49-398). Bæði vélar- (167 mínútur) og tangartími (118 mínútur) voru lengri ef sjúklingar gengust undir aðra hjartaaðgerð samhliða (p=0,02). Rúmlega helmingur sjúklinga (59,4%) gekkst undir aðra aðgerð samhliða míturlokuviðgerð en þar voru algengastar við- gerðir á þríblöðkuloku (23,8%), Maze-aðgerð (20,8%) og kransæða- hjáveita (17,8%). Í aðgerðinni fengu allir sjúklingar nema einn gervihring og brottnám á hluta lokublaðs var framkvæmt hjá 82,2% sjúklinga, oftast á aftara lokublaði (96,4%). Í aðgerð reyndist framfall á aftara (87,1%) blaði mun algengara en á því fremra (31,7%) en 21,8% voru bæði með framfall á fremra og aftara blaði. Gore-Tex® gervistög voru sett hjá 64,4% sjúklinga, annaðhvort til að bæta slitin lokustög eða til að styðja við lokustög sem höfðu lengst eða voru að öðru leyti skemmd. Miðgildi legutíma eftir aðgerð var 8 dagar (bil 0-34), þar af einn dagur á gjörgæslu (bil 0-10). Legutími var lengri hjá þeim sem gengust undir Maze-brennsluaðgerð samhliða mítur- lokuviðgerðinni (9,7 dagar) samanborið við þá sem fóru ekki í Maze (7,1 dagur) (p=0,02). Fyrstu 30 dagana eftir aðgerð greindust alvarlegir fylgikvillar hjá 29 sjúklingum (28,7%) og minniháttar fylgikvillar hjá 60 sjúklingum (59,4%) (tafla IV). Algengasti Tafla II. Helstu niðurstöður hjartaómskoðunar fyrir aðgerð. Gefin eru upp meðaltöl með staðalfráviki eða fjöldi (%). Heildarfjöldi (n=101) Stærð hjartahólfa Þvermál vinstri slegils við lok hlébils (mm) 56 ± 9 Þvermál vinstri slegils við lok slagbils (mm) 39 ± 8 Þykkt vinstri slegils (mm) 11 ± 2 Þvermál vinstri gáttar (mm) 45 ± 7 Útstreymisbrot vinstri slegils ≤30% 1 (1,0) 31-59% 29 (28,7) ≥60% 71 (70,3) Lungnaháþrýstingur 31-55 mmHg 23 (22,8) >55 mmHg 8 (7,9) Mikill míturlokuleki 77 (76,2) Slitið lokustag 50 (49,5) Ósæðarlokuleki 13 (12,9) Ósæðarlokuþrengsli 2 (2,0) Tafla III. Aðgerðartengdir þættir, legutími og blæðingar eftir aðgerð. Gefinn er upp fjöldi (%), meðaltal með staðalfráviki eða miðgildi [lægsta gildi, hæsta gildi]. Heildarfjöldi (n=101) Bráðaaðgerð 3 (3,0) Önnur aðgerð samtímis 60 (59,4) Kransæðahjáveituaðgerð 18 (17,8) Ósæðarlokuskipti 5 (5,0) Viðgerð á þríblöðkuloku 24 (23,8) Maze-aðgerð 21 (20,8) Önnur aðgerð 20 (19,8) Aðgerðartími (mínútur) 239 [127,761] a Tími á hjarta og lungnavél (mínútur) 139 [60,708] b Tangartími (mínútur) 102 [49,398] c Tími í öndunarvél (klukkustundir) 12 [0,216] d Legutími 8 [0,34] Gjörgæsla 1 [0,10] Legudeild 7 [0,27] Blæðing fyrsta sólarhring eftir aðgerð (mL) 530 [0,2300] Gervihringur 100 (99,0) Stærð (mm) 30 ± 2 Brottnám á hluta lokublaðs 83 (82,2) Eingöngu fremra 1 (1,2) Eingöngu aftara 80 (96,4) Bæði fremra og aftara 2 (2,4) Sjúkdómsmynd í fremra lokublaði Framfall 32 (31,7) Þrengsli 1 (1,0) Hvorki framfall né þrengsli 68 (67,3) Sjúkdómsmynd í aftara lokublaði Framfall 88 (87,1) Þrengsli 1 (1,0) Hvorki framfall né þrengsli 12 (11,9) GoreTex® gervistög 65 (64,4) Alfieri-saumur 1 (1,0) aUpplýsingar um aðgerðartíma vantaði hjá 9 sjúklingum, bvélartíma vantaði hjá þremur sjúk- lingum, ctangartíma hjá þremur sjúklingum, dtíma á öndunarvél hjá 13 sjúklingum og eblæðingu fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð hjá 55 sjúklingum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.