Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 43
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 311 321 Meginþorri flokkanna telur þurfa meira fé til heilbrigðismála Samfylkingin telur að verja eigi að minnsta kosti 11% af vergri landsfram- leiðslu til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Píratar vilja að það verði að jafnaði 11% og Flokkur fólksins að það verði ekki minna en þessi 11%. Vinstri græn segja hins vegar að eðlilegt væri að miða við meðaltalseyðslu Norðurlandanna. Hvorki Viðreisn né Framsókn telja rétt að miða útgjöld til heilbrigðismála við verga landsframleiðslu heldur þurfi að horfa á þjónustuþörfina. Viðreisn vill meira fé í málaflokkinn en Sjálfstæðis- flokkurinn fullyrðir að þegar útgjöldin séu leiðrétt með tilliti til aldurssam- setningar landsmanna, sjáist að Ísland verji ekki lægra, heldur talsvert hærra, hlutfalli til heilbrigðismála en hin Norð- urlöndin að Noregi undanskildum. Mið- flokkurinn telur að horfa þurfi á þörfina. Þau leiða flokkana í kosningum 2021 Inga Sæland formaður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Halldóra Mogensen þingflokksformaður Logi Einarsson formaður Bjarni Benediktsson formaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Katrín Jakobsdóttir formaður Miðflokkurinn telur að starfsemi sér- greinalækna sé ein af grunnstoðum heilbrigðiskerfisins. Sjálfstæðisflokk- urinn segir mikilvægt að þeim gefist færi á að stunda sjálfstæða starfsemi og verða frumkvöðlar en séu ekki dæmdir til þess að vinna eingöngu innan ríkis- rekstrarformsins. Enginn flokkanna leggst gegn samn- ingum við sérfræðilækna. Píratar stefna að samningum við alla sérgreinalækna. Samfylkingin segir að koma verði til samstarf við sérgreinalækna til að tryggja góða heilbrigðisþjónustu. Flokk- ur fólksins telur að mikilvægt sé að nýta þá sérþekkingu sem íslenskir sérgreina- læknar búa yfir en um leið gera þær kröfur að sérgreinalæknar starfi ekki samhliða fyrir hið opinbera. Framsókn segir að sú þjónusta sem nauðsynlegt sé að kaupa og veita sé í fullu samræmi við áætlanir stjórnvalda. Vinstri græn tala á svipuðum nótum og segja mikilvægt að við samningsgerð sé tryggður jafn aðgangur allra að þjón- ustu. Vinstri græn munu að sjálfsögðu halda áfram á sömu braut í sóttvörnum, segir í svari stjórnmálaflokksins við spurn- ingu Læknablaðsins um sóttvarnarstefnu flokkanna eftir Alþingiskosningarnar í september. Píratar segja einnig að engar breytingar myndu verða ef þeir væru við stjórnvölinn. En Flokkur fólksins vill meira samráð við löggjafann. Ljóst er að flokkarnir eru samstiga. Þeir vilja fylgja ráðum fagfólks en Al- þingi beri þó ábyrgð á reglum og fram- kvæmd. Viðreisn segir þetta samspil hafa reynst vel til þessa í baráttunni við COVID-19. Sjálfstæðisflokkurinn segir mikilvægt að ekki sé gengið lengra í að setja daglegu lífi fólks skorður en brýna nauðsyn ber til. Samfylkingin segir að aðkoma Al- þingis ætti þó að vera meiri þegar kem- ur að meiriháttar hömlum á daglegu lífi almennings. Framsóknarflokkurinn bendir á að tryggja verði eins vel og unnt er heilsu fólks ásamt samspili milli heilsu og efnahags þjóðarinnar. Miðflokkurinn segir mikilvægt að skoða vel alla kosti þegar kemur að öflun bóluefna og hafa þar samskipti við sem flestar þjóðir. Enginn flokkanna leggst gegn sjálfstæðum rekstri sérgreinalækna Stjórnmálaflokkarnir samstiga í sóttvörnum A L Þ I N G I S K O S N I N G A R 2 0 2 1 Átta stjórnmálaflokkar svöruðu 9 spurningum Læknablaðsins sem snúa að stefnumarkandi ákvörðunum í heilbrigðisþjónustunni. Svörin verða birt í tölublöðunum fram að Alþingiskosningum 25. september næstkomandi. Svör við þremur spurningum eru í þessu tölublaði

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.