Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 13
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 281 R A N N S Ó K N (intraaortic balloon pump, IABP) eða ECMO-dælu (extracorporeal membrane oxygenation) eftir aðgerðina. Loks var ísetning gangráðs eða bjargráðs vegna gátta-sleglarofs og hæga-hraðatakts (sick sinus syndrome) flokkuð sem alvarlegur fylgikvilli. Til minniháttar fylgikvilla töldust nýtilkomnar hjartsláttartruflanir (gáttatif/- flökt), hjartabilun (þörf á samdráttarhvetjandi lyfjum í meira en sólarhring eftir aðgerð) og yfirborðssýking í skurðsári, þvagfærasýking, lungnabólga og þörf fyrir aftöppun fleiðru- eða gollurshúsvökva. Loks var skráð dánartíðni í legu (hospital mortality) og innan 30 daga (operative mortality). Upplýsingar um heildarlifun (all cause mortality) voru fengnar frá miðlægri dánarmeinaskrá Embættis landlæknis en eftirfylgdar- tími miðaðist við 31. desember 2019 og var meðaleftirfylgdartími 83 mánuðir (miðgildi 80 mánuðir, bil 0-191). Langtímafylgikvillar og endurinnlagnir sem tengdust hjarta- og æðakerfi voru skráð með leit í rafrænni sjúkraskrá. Til þeirra töldust kransæðastífla, kransæðavíkkun, heilablóðfall, endurtekin míturlokuviðgerð og dauði, sem áttu sér stað meira en 30 dögum eftir aðgerð. Þessar breytur voru teknar saman í einn sameiginlegan endapunkt sem kallast MACCE. Tölfræðiúrvinnsla Upplýsingar voru skráðar í Microsoft Excel, útgáfu 16.35. Lýsandi tölfræði var unnin í tölfræðiforritinu R, útgáfu 3.6.2 (R Founda- tion for Statistical Computing, 2016) með Rstudio, útgáfu 1.2.5033, fyrir Mac. Flokkabreytum er lýst með fjölda (%) og normaldreifð- um talnabreytum með meðaltölum og staðalfráviki en gefin upp miðgildi og bil fyrir talnabreytur sem ekki töldust normaldreifðar við skoðun á QQ-mynd. Poisson-aðhvarfsgreining var notuð til að meta þróun á fjölda aðgerða á rannsóknartímabilinu og var leiðrétt fyrir mannfjölda samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu.24 Aðferð Kaplan-Meiers var notuð til að reikna bæði heildarlifun og MACCE-fría lifun. Lifun íslensks viðmiðunarhóps af sama kyni og aldri var metin með upplýsingum frá The Human Mortality Database.25 Samanburður á lifunarkúrfum var gerð með log-rank prófi. Tölfræðileg marktækni miðaðist við p-gildi <0,05. Áður en rannsóknin hófst lágu fyrir öll tilskilin leyfi frá Vísinda- siðanefnd (VSN 10-009-V7), Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Á þeim 15 árum sem rannsóknin náði til var framkvæmd 101 míturlokuviðgerð vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Landspítala. Að meðaltali voru þetta 6,7 aðgerðir á ári (mynd 1) eða allt frá einni aðgerð árið 2005 upp í 14 aðgerðir árið 2016. Þegar leiðrétt var fyrir mannfjölda á Íslandi varð ekki marktæk fjölgun aðgerða á rannsóknartímabilinu (p=0,07). Í fjórum tilfellum til viðbótar var lagt upp með viðgerð en breyta varð í míturlokuskipti af ástæðum sem iðulega voru tæknilegar. Viðgerðarhlutfallið var því 101/105 eða 96,2% (95% - ÖB: 92,5-99,8). Í töflu I er yfirlit yfir sjúklingatengda þætti. Meðalaldur sjúklinga var tæp 58 ár og var meirihlutinn karlar (80,2%). Þriðjungur sjúklinga var með sögu um takttruflanir (27,7%) og tæplega fimmtungur með undirliggjandi kransæðasjúkdóm (18,8%). Af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma voru reykingar algengastar (43,6%) en þar á eftir komu háþrýstingur (33,7%) og hækkun á blóðfitum (28,7%). Fyrir aðgerð voru 90% sjúklinga komnir með einkenni hjartabilunar, þar af helmingur (50,5%) alvarlega hjartabilun (NYHA-flokkar III- Mynd 1. Fjöldi míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds leka á Landspítala 2004-2018. Tafla I. Sjúklingatengdir þættir. Gefinn er upp fjöldi (%) nema meðaltal með staðalfráviki fyrir aldur og miðgildi [lægsta gildi,hæsta gildi] fyrir EuroSCORE II. Heildarfjöldi (n=101) Karlar 81 (80,2) Aldur við lokuviðgerð 57,7 ± 13,5 Líkamsþyngdarstuðull ≥≥ 25 kg/m2 57 (58,8) Fyrri saga um: hjartaaðgerð 5 (5,0) takttruflanir 28 (27,7) heilablóðfall 5 (5,0) kransæðasjúkdóm 19 (18,8) langvinna lungnateppu 3 (3,0) Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma Saga um reykingar 44 (43,6) Háþrýstingur 34 (33,7) Blóðfituhækkun 29 (28,7) Sykursýki 3 (3,0) NYHA-flokkur III + IV 51 (50,5) ASA-flokkur III + IV 84 (83,2) EuroSCORE II 1,17 [0,5;12,79]

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.