Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 26
294 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Y F I R L I T þegar með CRPS. Talið er að verulegar líkur séu á að einkenni sjúkdómsins versni. Mælt er með að ekki sé gerð aðgerð á útlim sem hefur verið með CRPS í að minnsta kosti eitt ár eftir að ein- kenni hverfa, nema brýn nauðsyn sé á aðgerð. Þá vakna stund- um spurningar um það hvort ástæða sé til að fjarlægja útlim sem er með heilkennið. Ólíklegt er talið að slíkt inngrip hjálpi. Verkir halda oft áfram þrátt fyrir aðgerðina eða færa sig á annan stað í líkamanum. Notkun á gervilimum verður næstum útilokuð og flestir fá svokallaða draugaverki.62,63 Önnur meðferðarúrræði Afar mikil hugmyndaauðgi hefur verið í meðferðum við heilkenn- inu. Nálastungur hafa verið reyndar en í rannsókn með nálastung- um, að vísu með fáum þátttakendum, var enginn munur milli þeirra sem fengu nálar og hinna sem voru meðhöndlaðir með sýndarmeðferð. Þetta bendir til þess að nálastungumeðferð sé gagnslaus við þessu heilkenni.64 Fyrir utan taugaverkjalyf og bólgueyðandi lyf (NSAID) hafa fjölmörg önnur lyf verið reynd, með mismiklum árangri. Mögulegt er að reyna meðferð með bisfosfónötum, til dæm- is Alendronati, sem hefur sýnt sig að draga úr verkjum og auka hreyfigetu, einkum ef um beingisnun er að ræða.65 Lyfið Capsa- icín, (Qutenza®) í kremformi er talið gagnast sem staðbundin meðferð.66 Reynd hefur verið meðferð með sperðilbakteríueitri (botul- inumtoxini), C-vítamíni í stórum skömmtum sem fyrirbyggjandi meðferð eftir beinbrot eða aðgerðir, meðferð með Alzheimerlyfinu memantín sem og krabbameinslyfinu Lenalidomide. Þá má nefna hjartalyfið Isosorbide Dinitrat, magnesíum-sölt, og Calcitonín hormón. Þá hefur lyfið Tadalafil (Cialis®), verið reynt. Útlimadeyf- ingar hafa verið reyndar sem og hlutabrennsla á semjustofni. Einnig hefur verið reynd meðferð með jafnstraumsgjöf á heila. Þá hefur verið reynd súrefnismeðferð í háþrýstingsklefum, svo fátt eitt sé nefnt. Athyglisverð er meðferð með lifandi býflugum sem eru látnar stinga hinn veika útlim fjölmörgum stungum. Einnig eru nefndar til sögunnar nálastungur með eitri úr býflugnastung- um.67,68,69,70 Horfur Í faraldsfræðilegum rannsóknum eru horfur í framskyggn- um rannsóknum ekki svo afleitar, verkir, þroti, stirðleiki og húðbreytingar gengu til baka hjá stórum hluta sjúklinga.71-73 Þessar niðurstöður eru studdar af faraldsfræðirannsókn með þverskurðar sniði.10 Í afturskyggnum rannsóknum af sérhæfðum göngu deildum verkjasjúklinga eru horfur aðrar; þar eru um 10% sjúklinga enn með hamlandi einkenni árum eða áratugum síð- ar.71,11 Lokaorð Nýgengi sjúkdómsins á Íslandi í gagnagrunnum Embættis land- læknis er lágt, sem gæti bent til þess að sjúkdómurinn sé verulega vangreindur hér á landi. Mikilvægt er að hafa þessa greiningu í huga þegar verkir eru mun sárari en áverkasaga gefur til kynna, samfara bólgu, hreyfiskerðingu og ofurnæmi í húð. Meingerð sjúk- dómsins er ekki þekkt, og meðferðin ekki sértæk. Því er um afar fjölbreytilega meðferðarmöguleika að ræða, suma gagnreynda með allgóðum rannsóknum, en oft er meðferðin byggð á hefðum læknisfræðinnar og miðuð við meðferð verkjasjúklinga almennt sem og sjúklinga með taugaverki. Þar sem sjúkdómurinn er fátíður er oft ekki um stórt þýði að ræða í þeim rannsóknum sem eru þó til grundvallar. Þakkir Höfundur þakkar eftirtöldum aðilum yfirlestur og ómetanlegar ábendingar: Jóni Gunnari Þorsteinssyni, sjúkraþjálfara, og Rúnari Helga Andrasyni, sálfræðingi, og læknunum Magnúsi Ólasyni, Guðmundi Björnssyni, Páli Ingvarssyni og Þorbirni Jónssyni. Þá þakkar höfundur Bergdísi Björk Sigurjónsdóttir hjá Embætti land- læknis lipurð við að nálgast gögn í heilbrigðisgagnagrunnum embættisins. Hávari Sigurjónssyni, blaðamanni, er þökkuð aðstoð við handrit. Greinin barst til blaðsins 27. janúar 2021, samþykkt til birtingar 29. apríl 2021.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.