Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 45
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 313 Hlutfallið miðist við Norðurlöndin Á þessu kjörtímabili hefur hlutfall heilbrigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu þokast í rétta átt. Í fjárlögum yfirstandandi árs er hlutfallið %9,2 af VLF en meðaltal Norðurlandanna væri eðlilegt hlutfall. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta í, og jafnframt að tryggja að greiðsluþátttaka almennings í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu haldi áfram að lækka og nái einnig sömu stöðu og annars staðar á Norðurlöndunum. Hvað það síðarnefnda varðar hefur þegar náðst verulegur árangur á kjörtímabilinu. Árið 2018 nam hlutdeild íbúa Norðurlandaþjóðanna í heilbrigðiskostnaði %15,2 að meðaltali, sem eru nýjustu tölur sem til eru yfir Norðurlandameðaltalið. Greiðsluhlutfall íslenskra heimila af heilbrigðisútgjöldum hefur lækkað úr %18,3 árið 2013 niður í %15,6 árið 2019. Á kjörtímabilinu hefur 700 milljónum nú þegar verið varið í lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga auk 800 milljóna á þessu ári. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2022 má ætla að hlutfallið verði komið niður í %14-13 um árið 2025. Verg landsframleiðsla varasamur mælikvarði Alþjóðlegur samanburður verður að fara fram á réttum forsend- um. Hér á landi eru íbúar 65 ára og eldri hlutfallslega færri en í samanburðarríkjum og þjóðin ung, þó hún eldist hratt. Þegar útgjöldin eru leiðrétt m.t.t. aldurssamsetningar sést að Ísland ver ekki lægra, heldur talsvert hærra, hlutfalli til heilbrigð- ismála en hin Norðurlöndin að Noregi undanskildum. Þó það sé um margt jákvætt að eiga næsthæsta hlutfallið á Norðurlöndum þá eru útgjöld ein og sér ekki eini mælikvarðinn. Hlutfall getur t.a.m. verið varasamur mælikvarði til skemmri tíma, enda lækka útgjöld sem hlutfall af VLF gjarnan á tímum hagvaxtar en geta aukist á krepputímum. Í miklum hagvexti geta útgjöld til heilbrigðismála því vaxið þó að hlutfallið af VLF lækki ef vöxtur landsframleiðslu er hraðari en vöxtur útgjalda. Mestu skiptir að einblína á gæði og árangur af þjónustunni. Hvernig hægt er að hámarka virði hverrar krónu sem lögð er inn í kerfið með hagsmuni notenda efst í huga, frekar en að einblína á hlutfall eyðslu. Heilbrigðisútgjöld hins opinbera % af VLF (2019) (án fjárfestinga), % Heilbrigðiskostnaður leiðréttur m.t.t. aldurssamsetningar, % Noregur 9,0 9,3 Ísland 7,3 9,1 Svíþjóð 9,3 8,3 Danmörk 8,4 7,7 Finnland 7,0 5,8 Telur að verja eigi að minnsta kosti 11% Samfylkingin telur að forgangsröðun hjá ríkisstjórnum undan- farinna ára hafi komið harkalega niður á fjármögnun heil- brigðiskerfisins. Í stað uppbyggingar heilbrigðiskerfisins þegar hagur þjóðarbús vænkaðist í kjölfar efnahagshruns hefur inn- viðaskuldin haldið áfram að hlaðast upp í heilbrigðiskerfinu. Samfylkingin telur almenning á Íslandi eiga skilið jafnt aðgengi að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, óháð efnahag og búsetu, og við eigum ríkan mannauð í starfsfólki heilbrigð- iskerfisins, en heilbrigðisstarfsfólki þarf að fjölga, sér í lagi hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er til mikils að vinna að skýra verkaskiptingu og bæta skipulag í heilbrigðiskerfinu svo tryggja megi hagkvæmustu ráðstöfun fjármuna hverju sinni. En það er bara önnur hliðin á vanda heilbrigðiskerfisins. Hin hliðin er sú að heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur árum saman verið undirfjármögnuð og undirmönnuð og þannig ekki getað uppfyllt væntingar og þarfir almennings. Samfylkingin telur nauðsynlegt að miða framlag til heilbrigðis þjónustu við það sem þekkist í nágrannaríkjum okkar þannig að a.m.k. 11% af vergri landsframleiðslu fari til heilbrigð- isþjónustu í stað rúmlega 8%. Þessi vanfjármögnun kerfisins, sem blasir við, leiðir til meiri kostnaðar á öðrum sviðum sam- félagsins og verri og ótryggari þjónustu. Með því að fjármagna heilbrigðiskerfið með fullnægjandi hætti spörum við talsverða fjármuni annars staðar í kerfinu. Framlagið miðist við vandaða greiningu á þörf Viðreisn telur ekki rétta nálgun að miða útgjöld til heilbrigðismála við verga landsframleiðslu. Á Íslandi er sveiflukennt hagkerfi, sem treystir á fáa stóra útflutningsatvinnuvegi. Á árinu 2020 féll vísitala landsframleiðslu til dæmis um tæp 8 stig á sama tíma og auka þurfti verulega framlag til heilbrigðismála. Viðreisn telur að verja þurfi meira fé til heilbrigðismála en vill að framlagið miðist við vandaða greiningu á þörf hverju sinni. Slík nálgun er að mati okkar betur til þess fallin að mæta bæði þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir núna og áskorunum framtíðarinnar. Tölurnar eru á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.