Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 47
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 315 Gildandi samningar um magn, tegund og gæði Mikilvægt er að í gildi séu samningar um heilbrigðisþjónustu við allar heilbrigðisstéttir sem falla undir greiðsluþátttökukerfi ríkisins, þ.m.t. sérfræðilækna. Í slíkum samningum þarf að kveða á um magn, tegund og gæði þjónustunnar, í takti við þarfir sjúkratryggðra. Einnig er mikilvægt að við samnings- gerð sé tryggður jafn aðgangur allra að þjónustu, óháð félags- legri stöðu og búsetu eða öðrum þáttum, og að rétt þjónusta sé veitt á réttum stað í heilbrigðiskerfinu. Sérfræðilæknum gefist færi á sjálfstæði Þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna byggist á göml- um grunni, allt frá upphafsárum síðustu aldar. Mikilvægt er að sérgreinalæknar sem sækja langt og kostnaðarsamt nám erlendis sjái ástæðu til að snúa aftur heim að námi loknu, þannig að nauðsynleg þekking og þjónusta verði áfram til staðar hér á landi. Í því skyni er mikilvægt að þeim gefist færi á að stunda sjálfstæða starfsemi og verða frumkvöðlar, en séu ekki dæmdir til þess að vinna eingöngu innan ríkis- rekstrarformsins Sjálfstæðisflokkurinn telur mjög mikilvægt að samningar náist við sérgreinalækna. Það er ekki síst ein af forsendum þess að allir geti sótt niðurgreidda þjónustu óháð rekstrarformi og að hér verði ekki til það sem kalla má tvöfalt heilbrigðiskerfi. Samstarf við sérgreinalækna tryggi góða þjónustu Samfylkingin vill að hér á landi sé rekið stöndugt og gjald- frjálst opinbert heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnari aðgang allra að nauðsynlegri og góðri heilbrigðisþjónustu. Spítalar og heilsugæsla munu ekki sinna öllum þeim verkefnum sem inna þarf af hendi í þágu heilbrigðis þjóðar og því verður einnig að koma til samstarf við sérgreinalækna til að tryggja góða heil- brigðisþjónustu, auk þess sem eingöngu þeir og aðrir sjálfstæðir rekstraraðilar sinna ákveðnum þáttum heilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgð á almannahagsmunum með því að vera upplýstur og gagnrýninn kaupandi þjónustunnar. Því vill Samfylkingin tryggja virkt gæðaeftirlit, hvort tveggja með einkarekinni sem og opinberri heilbrigðisþjónustu og því þarf að efla eftirlitshlutverk Embættis landlæknis til muna. Sjúkra- tryggingar Íslands verða að auki að sinna því lögbundna hlut- verki sínu að kostnaðargreina þau verk sem keypt eru enda leið- ir vanfjármögnun eingöngu til þess að þjónustuveitendur verða að minnka gæði þjónustu sem veitt er. Það þarf að tryggja jafnt aðgengi landsmanna að sérhæfðri þjónustu með samningum við heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum, bæði með stað- og fjarlækningum. Sjálfstætt starfandi fagfólk mikilvægur hluti af kerfinu Sjálfstætt starfandi fagaðilar eru mikilvægur hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Viðreisn vill nýta krafta þeirra til að styðja við ríkisrekna hluta opinbera kerfisins. Þannig getum við veitt fjölbreytta notendamiðaða þjónustu og unnið með markvissum hætti á þeim margþætta biðlistavanda sem hrjáir íslenskt heil- brigðiskerfi. Markmiðið verður að vera að nýta þá fjármuni sem í boði eru á sem hagkvæmastan máta til að tryggja gæðaþjónustu og almennt og jafnt aðgengi að þjónustunni. Þess vegna styður Viðreisn að samningar séu í gildi við sérgreinalækna. Viðreisn leggur einnig áherslu á að aðgengi almennings að þjónustu sjálfstæðra sálfræðinga verði aukið. Þess vegna lagði Viðreisn til, og fékk samþykkt, að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna. Sú heimild hefur ekki verið nýtt eða fjármögnuð af núverandi ríkisstjórn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.