Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 20
288 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Aðferðir Gerð var leit á PubMed og Google Scholar leitarvélunum. Notuð voru leitarorðin Complex regional pain syndrome og í undirflokkum svo sem epidemiology, pathophysiology, prognosis, treatment. Áhersla var lögð á greinar sem birst hafa eftir 2010, en í vissum tilvikum leiddi leitin í ljós mikilvægar eldri heimildir. Aðeins voru lesnar greinar úr ritrýndum tímaritum og þær valdar út frá mikilvægi og þýðingu fyrir ritun þessarar yfirlitsgreinar. Alls fengust 2275 heimildir í fyrstu leit. Af þeim fjölda heimilda voru um 600 ágrip lesin. Á grunni þeirra voru 190 greinar lesnar og síðan var efni úr 73 greinum notað í þessa grein. Efni yfirlitsgreinarinnar hefur verið kynnt hjá Verkjafræðifélaginu, á fræðslufundi endurhæf- ingarlækna og á formlegu kennslunámskeiði hjá norrænu svæf- ingarlæknafélögunum um verki. Inngangur Ofannefnt verkjaheilkenni (Complex regional pain syndrome, CRPS) hefur ekki heiti á íslensku, en mætti kalla fjölþætt svæðisbundið verkjaheilkenni. Þetta er sjúkdómsástand sem er illa skilgreint, óljóst og hefur gengið undir ýmsum nöfnum alþjóðlega. Þar má nefna causalgia, sympathetic reflex dystrophy, algoneurodystrophy, og Sudeck‘s atropy. Á enskri tungu eru yfir 80 orð yfir heilkennið.1 Sjúkdómnum var fyrst lýst af Bandaríkjamanninum Silas Weir Mitchell, árið 1864 (mynd 1). Silas Weir var læknir í bandaríska borgarastríðinu og sinnti hermönnum sem höfðu orðið fyrir skotsárum. Hann nefndi ástandið brunaverki (burning pain), en heilkennið fékk um svipað leyti heitið causalgia, en kausos þýðir hiti Kristján G. Guðmundsson læknir Höfundur starfar á verkjasviði Reykjalundar, Mosfellsbæ Fyrirspurnum svarar Kristján G. Guðmundsson, kristjang@reykjalundur.is Á G R I P Verkjaheilkennið er oftast í útlim með miklum hamlandi verkjum og breyttri skynjun, oft með snertiviðkvæmni (allodyniu). Þroti er oft samfara, ásamt litabreytingum á húð, breyttri svitamyndun og skertri hreyfigetu. Einkennin eru raunar fjölþætt og mismunandi. Verkirnir eru oftast til komnir eftir áverka og eru langt umfram upphaflega áverkann. Sjúkdómurinn er fátíður, og taldist nýgengi hans vera um 5,5 á 100.000 íbúa í erlendri rannsókn. Nýgengi sjúkdómsins hér á landi í gagna- grunnum Embættis landlæknis reyndist vera 1,3 á hverja 100.000 íbúa á ári sem vekur grun um að sjúkdómurinn gæti verið vangreindur. Orsök sjúkdómsins er óþekkt. Talið er að um sé að ræða bólgusvörun eftir áverka sem leiðir til sjálfsofnæmisviðbragða. Þá er einnig rætt um verkjanæmingu í taugakerfinu. Bæði er um að ræða breytingar í úttaugakerfi og í miðtaugakerfi, meðal annars með tilfærslu á virkni svæða í heilaberki sem hafa að gera með sársaukaviðbrögð. Við grein- ingu er stuðst við skilmerki alþjóðafélagsins um verkjarannsóknir. Þverfagleg teymisvinna er talin vera markvissasta meðferðin þar sem unnið er eftir sálfélagslíkamlega módelinu. Einn þáttur í meðferð langt gengins sjúkdóms er speglameðferð. Lyfjameðferð sjúkdómsins er svipuð og við taugaverkjum. Vegna bólguviðbragða er hægt að nota bólgueyðandi lyf eða stera. Einnig er ábending á bisfosfonöt, einkum ef um beinþynningu er að ræða. NMDA-antagonistar eins og ketamín hafa einnig verið notaðir. Þá hefur raförvun bakhorns mænu með rafstreng virst gera gagn. Oftast gengur sjúkdómurinn yfir á nokkrum misserum, en í hluta tilfella er hann þrálátur og hamlandi, jafnvel árum og áratug- um saman. Fjölþætt svæðisbundið verkjaheilkenni Yfirlitsgrein

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.