Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 46
314 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 A L Þ I N G I S K O S N I N G A R 2 0 2 1 Stoðir opinbera heilbrigðiskerfisins eru þrjár: spítalar, heilsugæslan og stofur sérgreinalækna. Ríkið ver innan við 5% útgjalda til heilbrigðismála til þeirra síðastnefndu. Hver er afstaða framboðs ykkar til stofureksturs sérgreinalækna? Er að ykkar mati æskilegt að samningur sé í gildi við sérgreinalækna? 2. SPURNING Mikilvægt að nýta sérþekkingu sérgreinalækna Flokkur fólksins telur að mikilvægt sé að nýta þá sérþekk- ingu sem íslenskir sérgreinalæknar búa yfir. Það er fásinna að senda fólk í aðgerðir erlendis í stað þess að leyfa því að fara í sömu aðgerð niðri í bæ. Hins vegar þarf að gæta þess að hagsmunaárekstrar séu ekki til staðar. Vegna þess vill Flokkur fólksins að ríkið gangi frá samningum við sér- greinalækna en geri þær kröfur að sérgreinalæknar starfi ekki samhliða fyrir hið opinbera. Þá vill Flokkur fólksins leggja áherslu á að kostnaðargreina þá þjónustu sem sér- greinalæknar veita og auka eftirlit með útseldri þjónustu. Meta þarf þjónustuþörf og bjóða um land allt Mikilvægt er að skilgreina hvaða þjónustu ríkið ætlar sér að kaupa af sérgreinalæknum og hvaða þjónustu skuli veita inni á háskólasjúkrahúsi. Þá er mikilvægt að samningar við sérgreinalækna tryggi að þeir veiti þjónustu um land allt, án þess að heilbrigðisstofnanir landshlutanna beri aukakostnað af því. Skilgreina þarf þörfina með tilliti til eftirspurnar. Framsóknarflokkurinn telur afar mikilvægt að ávallt liggi fyrir samningar við sérgreinalækna. Þá er mikilvægt að nýta þekkingu og færni til hins ýtrasta með sem lægstum tilkostnaði og að sú þjónusta sem nauðsynlegt er að kaupa og veita sé í fullu samræmi við áætlanir stjórnvalda. Alþingi hefur samþykkt Heilbrigðisstefnu fram til ársins 2030, þar er komið inn á mikilvægi þess að rétt þjónusta sé veitt á réttum stað. Meginmarkmið Heilbrigðisstefnunnar er að allir lands- menn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á að veita á hverjum tíma til að vernda andlega, líkam- lega og félagslega heilsu fólks. Skilgreina þarf hvaða þjónustu sérgreinalæknar veita Miðflokkurinn telur að starfsemi sérgreinalækna sé ein af grunnstoðum heilbrigðiskerfisins. Mikilvægt er að ná sátt um hvernig þessari þjónustu verður háttað. Skilgreina þarf hvaða þjónustu sérgreinalæknar veita og hvaða þjónustu eigi eingöngu að veita á fyrsta stigi heilbrigðisþjónustunnar. Skil- greina þarf hvaða þjónusta sérgreinalækna skuli veita inni á háskólasjúkrahúsi. Skipuleggja þarf sérfræðiþjónustu hvers heilbrigðisumdæmis út frá þörfum íbúanna. Í því sambandi þarf að skilgreina hvaða þjónustu sérgreinalækna er enn hægt að veita á þeim sjúkrahúsum sem í dag eiga í vök að verjast vegna erfiðleika við að manna stöður sérgreinalækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Ein leið til að tryggja að- gengi landsbyggðarinnar að sérfræðiþjónustu er að hlutverk spítala landsins verði skilgreint þannig að þeim beri að sjá heilbrigðisstofnunum landsins fyrir þjónustu sérgreina- lækna og vinna gegn biðlistamenningu sem því miður er vaxandi í þjóðfélaginu. Stefna að samningum við alla sérgreinalækna Píratar stefna að því að heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls fyrir almenning. Aðgengi að sérgreinalæknum er þar ekki undanskilið. Því er ljóst að Píratar stefna að samningum við alla sérgreinalækna. Hlutfallsleg skipting milli heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérgreinalækna ræðst af þörf almennings fyrir þjónustuna, ekki af Excel-skjölum heilbrigðisráðuneytisins. Píratar eru ekki á þeirri skoðun að allt heilbrigðisstarfsfólk verði að vera opinberir starfsmenn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.