Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 16
R A N N S Ó K N 284 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 (< 60%), sem var viðbúið enda eru skert útfallsbrot með stækkun á vinstri slegli og vinstri gátt helstu ábendingar fyrir míturlokuvið- gerð.26 Auk þess hafði fjórðungur sjúklinga sögu um gáttatif eða -flökt en erlendis er hlutfallið oftast á bilinu 25-28 %.26 Þessir sjúk- lingar hafa oftast hærri tíðni fylgikvilla sem tengjast gáttatifinu og má rekja til stórrar vinstri gáttar vegna lekans.28 Flestir sjúklinganna höfðu mikil einkenni þegar kom að aðgerð. Þannig voru einkenni hjartabilunar komin fram í næstum 90% til- fella og rúmlega helmingur sjúklinga var í NYHA-flokki III-IV þar sem ábending fyrir aðgerð er óumdeild.29 Hjá sjúklingum með einkennalausan eða einkennalítinn míturlokuleka eru hins vegar skiptar skoðanir um hvort aðgerð eigi við.8 Sífellt fleiri rannsóknir virðast þó sýna ávinning af míturlokuviðgerð hjá þessum sjúk- lingum en um leið og einkenni hjartabilunar koma fram eykst tíðni fylgikvilla eftir aðgerð.8 Viðgerðarhlutfall reyndist 96,2% en í aðeins fjórum tilfellum var lagt upp með viðgerð en af ýmsum ástæðum reyndist ekki unnt að gera viðgerðina eða hún reyndist við vélindaómun í aðgerð ekki nægilega þétt þannig að breytt var yfir í míturlokuskipti. Þetta er mjög hátt viðgerðarhlutfall og á pari við stærstu og sérhæfðustu hjartaskurðdeildir erlendis þar sem hlutfallið er oftast í kringum 90% en sums staðar 95%.8,30,31 Lokuhring var komið fyrir hjá öllum sjúklingunum nema ein- um og brottnám á hluta lokublaðs gert hjá rúmlega 80% sjúklinga, nánast alltaf (98,8%) aftara lokublaði. Þetta er viðurkennd tækni við þessar aðgerðir í dag og mikilvægt því hjá þeim sjúklingum þar sem brottnám á hluta lokublaðs eða ísetningu gervihrings er sleppt, er aukin hætta á endurkomu míturlokuleka.26 Önnur samhliða hjartaaðgerð var framkvæmd í tæplega 60% tilfella og voru viðgerðir á þríblöðkuloku (23,8%) og Maze-aðgerð (20,8%) algengastar. Þríblöðkulokuleki fyrir aðgerð tengist skemmri lang- tímalifun og virðist vera ávinningur af slíkri viðgerð samtím- is míturlokuviðgerð.32 Hjá sjúklingum með gáttatif er víða gerð Maze-brennsluaðgerð til að draga úr hættu á myndun blóðsega í hjartanu og bæta þannig langtímahorfur.33 Hins vegar þurfa sjúk- lingar sem fara í Maze-brennsluaðgerð samhliða lokuviðgerð að jafnaði lengri gjörgæslulegu og heildarlegutími þeirra er lengri og sást það einnig í okkar rannsókn.33 Hlutfall sjúklinga sem fóru í aðra aðgerð samtímis virðist hærra hér á landi samanborið við erlendar rannsóknir.32 Skýrist það sennilega af því að erlendu rannsóknirnar ná oft til sjúklinga með míturlokuleka eingöngu, auk þess sem sumar þeirra ná ekki til sjúklinga sem gangast undir aðrar hjartaaðgerðir samhliða. Tíðni alvarlegra fylgikvilla (28,7%) reyndist umtalsvert hærri en eftir kransæðahjáveituaðgerðir hér á landi (9%)34 en lægri samanborið við ósæðarlokuskipti (33%).35 Algengi flestra alvarlegra fylgikvilla er svipað í erlendum rannsóknum.36 Þó getur verið erfitt að bera niðurstöður okkar saman við erlendar rannsóknir þar sem skilgreiningin á alvarlegum fylgikvillum getur verið breytileg milli rannsókna og á það til dæmis við um hjartadrep tengt aðgerð. Tíðni enduraðgerðar vegna blæðinga hefur farið lækkandi í samanburði við eldri íslenskar rannsóknir á míturlokuviðgerðum og míturlokuskiptum sem hefur lækkað heildartíðni alvarlegra fylgikvilla.9,13 Einnig þurftu færri sjúklingar ósæðardælu (intra aortic balloon pump, IABP) vegna hjartabilunar eftir aðgerðina. Hlutfall þeirra sem fengu hjartadrep í tengslum við aðgerð (11,9%) var svipað og í fyrri rannsókn á míturlokuviðgerðum (13%). Ljóst er að í sumum tilvikum getur þurft að endurgera viðgerðina sem lengir tangartíma og eykur áhættu á hjartadrepi í aðgerð. Auk þess skiptir máli að í 60% tilfella gengust sjúklingar í okkar rannsókn undir aðra hjartaaðgerð samhliða. Tími á hjarta- og lungnavél, og sérstaklega tangartími, voru því lengri en það veldur hærri tíðni fylgikvilla og lengir gjörgæslu- og sjúkrahúsdvöl. Minniháttar fylgikvillar greindust hjá tæplega 60% sjúklinga, sem er svipað og í fyrri rannsókn hérlendis á míturlokuviðgerðum (63%).9 Oftast er um væga hjartabilun eftir aðgerð að ræða en nýtilkomið gáttatif greindist hjá 43,8% sjúklinga og eru þá ekki taldir með þeir sem höfðu langvinnt gáttatif fyrir aðgerð (27,7% hópsins). Hlutfall sjúklinga sem létust innan 30 daga eftir aðgerð (2%) er lægra en í fyrri rannsóknum á bæði míturlokuviðgerðum (6%) og míturlokuskiptum (9%) hér á landi,9,13 en er í samræmi við fjölda erlendra rannsókna.27 Hafa verður í huga að meðalaldur sjúklinga er innan við sextugt og miðgildi EuroSCORE II var 1,17 sem fellur vel saman við 2% 30-daga dánartíðni í rannsókninni.37 Langtímalifun sjúklinga eftir aðgerð reyndist mjög góð en 5 ára lifun var 93,5% og 10 ára lifun 85,3% sem er í takt við erlendar rannsóknir.27,38,39 MACCE-frí lifun var einnig mjög góð, eða 91,1% og 81,1% fyrir sömu tímabil, sem er mun hærra en sést hefur eft- ir kransæðahjáveituaðgerðir hér á landi (80,3% og 60,1%).40 Þá var athyglisvert að lífslíkur sjúklinga voru sambærilegar almennu ís- lensku þýði af sama kyni og aldri en svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst í erlendum rannsóknum.41 Einn sjúklingur þurfti enduraðgerð vegna endurtekins mítur- lokuleka á eftirfylgdartímabilinu (11 árum eftir aðgerð) en erlendis er tíðni enduraðgerða oft 5-10% innan 10 ára.8 Í þessum saman- burði verður að hafa í huga að eftirfylgdartími í rannsókninni var aðeins tæplega 7 ár og tíðni enduraðgerða gæti því verið van- metin. Engu að síður er ljóst að árangur á fyrstu árunum eftir að- gerð hérlendis er góður og sambærilegur við stærri og sérhæfðari sjúkrahús erlendis.8 Ótvíræður styrkleiki rannsóknarinnar er að hún nær til heillar þjóðar þar sem allar aðgerðirnar voru gerðar á sömu stofnun og af tiltölulega fáum skurðlæknum. Þá fengust upplýsingar um lifun allra sjúklinga úr miðlægri dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Einblínt var á hrörnunartengdan leka en ekki starfrænan, sem gerir þýðið einsleitara og auðveldar þar með samanburð við erlendar rannsóknir. Það er veikleiki að rannsóknin var afturskyggn og skráning klínískra upplýsinga ekki eins nákvæm fyrir vikið og í framskyggnri rannsókn. Þetta á við um einkenni og áhættuþætti en ekki síst fylgikvilla eftir aðgerðina. Þar sem oft vantaði upplýsingar úr eftirfylgdarómskoðunum er hugsanlegt að tíðni langtímafylgikvilla og endurtekins leka sé vanmetin. Þetta á þó ekki við um alvarlegan leka því sjúklingar sem leggjast inn vegna hjartabilunar eru lagðir inn á Landspítala sem gerir eftirlit með endurinnlögnum auðvelt. Þá veikir það rannsóknina að sjúklingaþýðið var frekar lítið og tölfræðilegur styrkur rannsóknarinnar því takmarkaður. Míturlokuviðgerðir vegna hrörnunar t engds leka eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi en í kringum 7 slíkar aðgerðir eru gerðar árlega á Landspítala samanborið við 100- 150 kransæðahjáveituaðgerðir og hátt í 80 Flestir sjúklinganna höfðu mikil einkenni þegar kom að aðgerð. Þannig voru einkenni hjartabilunar komin fram í næstum 90% tilfella

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.