Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 29
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 297 Fertug kona með hósta og brjóstverk • Tilfelli mánaðarins • Haukur Kristjánsson1 Jón Gunnlaugur Jónasson2,3 Per Martin Silverborn4 Sigríður Ólína Haraldsdóttir5 Tómas Guðbjartsson3,6 Allir höfundarnir eru læknar 1Landspítali, 2meinafræðideild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Sahlgrenska háskólasjúkrahússins, Gautaborg, Svíþjóð, 5lungnadeild Landspítala, 6hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Haukur Kristjánsson, haukurk@landspitali.is Höfundar fengu samþykki sjúklingsins fyrir þessari umfjöllun og birtingu. Tilfellið Hraust kona sem aldrei hafði reykt leitaði endurtekið til læknis á þriggja mánaða tímabili vegna þurrs hósta, þyngslaverks fyrir brjósti og vægrar mæði. Lífsmörk voru eðlileg og skoðun ómark- verð, þar á meðal hjarta- og lungnahlustun. Hjartalínurit og tróp- ónín T var eðlilegt en væg hækkun var á hvítum blóðkornum og C-reactive protein (CRP) sem mældist 67 mg/L. Á röntgenmynd af lungum sást þétting hægra megin í miðmæti (mynd 1A). Tölvu- sneiðmynd (mynd 1B) og segulómskoðun (mynd 1C) sýndu að um fyrirferð var að ræða. Miðmætisspeglun gaf ekki greiningu og því var gerð ástunga á fyrirferðina í gegnum brjósthol með aðstoð tölvusneiðmynda og eru vefjalitanir sýndar á mynd 2. • Hver er greiningin? • Hverjar eru helstu mismunagreiningar og hvaða meðferð er réttast að beita? Mynd 1. A) Röntgenmynd af lungum. B) Tölvusneiðmynd af brjóstholi, langsnið. C) Segulómskoðun af brjóstholi, þversnið. Mynd 2. A) Hematoxylin og eosin-litun á vefjasýni úr miðmæti. B) Sérlitun fyrir desmín. C) Sérlitun fyrir smooth muscle actin (SMA). A B C

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.