Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 38
306 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 V I Ð T A L Skipti um sérgrein Guðrún ætlaði að verða lyf- og bráðalækn- ir en fékk klínískan leiðbeinanda á offitu- og sykursýkismóttökunni eftir að hún hóf sérnámið í Svíþjóð. „Ég skipti því um sérgrein með tveggja daga fyrirvara þegar ég frétti af lausri stöðu hjá þeim. Hélt áfram í lyflækn- ingum en með offitu- og sykursýki sem undirsérgrein,“ segir hún. Hún hafi áhuga á forvörnum. „Mér finnst erfið tilhugsun að við séum alltaf að meðhöndla sjúkdóma en vinnum ekki að því að fyrirbyggja þá.“ Sérgreinin heilli enda framfarir miklar, sérstaklega þegar litið er til sykursýki 1; í insúlínpumpum og blóðsykursmælum. Einnig í sykursýki 2. „Þar er lyfjaþróunin hröð.“ Hún nærist einnig á að fylgja sjúk- lingunum eftir og ná árangri með þeim. Gott samband við fólk skipti þar miklu. „Langflestir þeirra sem njóta þjónustu offitumóttökunnar hafa mætt miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Viðmótið hefur verið leiðinlegt og leitt að heyra það. Fólk hefur nefnt að því finnist því í fyrsta sinn vera mætt af virðingu á offitumót- tökunni,“ segir hún. „Það er dásamlegt að útskrifa einstak- linga með breytta og bætta líðan.“ Geta sýnt fólki breytingar á blóðþrýstingi, blóð- fitu og -sykri. Þá sé jafnvel búið að draga úr annarri lyfjanotkun. „Margir hugsa um offitumeðferðir útfrá útliti. Margir einblína á að vera í eðlilegri þyngd en í rauninni er allt þyngdartap af hinu góða,“ segir hún. „Útskýra þarf mikilvægi þess að setja sér markmið sem hægt er að ná. Annars er svo auðvelt að gefast upp. Þyngdartap upp á 5-10% hefur heilmikið að segja.“ Nærri áratug í Svíþjóð Guðrún flutti til Svíþjóðar 2012, lauk sérfræðinámi í lyflækningum 2017 og hóf sama ár störf á offitumóttökunni á Sahlgrenska. Á heimleið? „Við Íslendingar erum þjóðrækin. Okkur langar heim. Ég á fjölskyldu heima og hef ekki farið heim í tvö ár og langar mikið að koma heim en það er gott að búa í Svíþjóð með börn.“ Guðrún og maður hennar, Einar Hauk- ur Óskarsson, eiga tvær dætur, 6 og 11 ára. „Þær líta á sig sem Íslendinga sem eru tímabundið í Svíþjóð og það þótt sú yngri hafi fæðst hér ytra.“ Guðrún er úr Mosfellsbænum en varði bernskusumrunum í Mývatnssveit. Pabbi hennar er prófessor í málvísindum við HÍ og mamma talmeinafræðingur. „Þau kenndu bæði við háskólann og smituðu mig af kennsluáhuga,“ svarar hún spurð um hvort hún hafi fetað í spor foreldranna. En mun doktorsgráðan breyta lífinu? „Maðurinn minn svarar því neitandi,“ segir hún og hlær. „Hann segir að ég muni finna mér nýtt viðfangsefni. En ég hugsa að ég haldi áfram með rannsóknir í vélanámi (machine learning) og gervigreind og skoði betur hópinn sem fór í lyfjameð- ferðina. Skoði betur hvað skiptir máli svo lyfjameðferðir beri góðan árangur. Það er næst á dagskrá.“ Guðrún tók myndina af kirsuberja- trénu sem er nú í fullum skrúða fyrir utan sjúkrahúsið í Gautaborg. Yfirlæknir Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða yfirlækni í 100% starf á Réttindasviði stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi stjórnunarstarf. Helstu verkefni yfirlæknis: • Stjórnun læknadeildar SÍ • Læknisfræðileg ráðgjöf vegna verkefna Sjúkratrygginga Íslands s.s. vegna mats á gæðum þjónustu, forgangsröðun og fleira • Ráðgjöf varðandi gagnreynda læknisfræði • Samskipti við lækna og sjúkrahús, innanlands og utan, vegna læknismeðferðar erlendis • Aðkoma að ákvörðunum varðandi sjúklingatryggingu og slysatryggingar (bótaskylda og mat á miska). Hæfniskröfur: • Sérfræðiviðurkenning í læknisfræði • Starfsreynsla sem sérfræðingur æskileg • Þekking og reynsla á sviði gagnreyndrar læknisfræði æskileg (s.s. gerð klínískra leiðbeininga) • Reynsla af matsstörfum æskileg • Nákvæmni í starfi, vönduð og skipuleg vinnubrögð • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi og hæfni til að starfa sjálfstætt sem og í hópi • Jákvætt viðmót og samskiptahæfileikar Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Sjúkratrygginga: www.sjukra.is/starf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Bæði karlar og konur eru hvött til þess að sækja um starfið. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Nánari upplýsingar um starfið veitir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í síma 515 0000. Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.sjukra.is Umsóknarfrestur er til og með 10.06.2021

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.