Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 15
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 283 R A N N S Ó K N hjartaáfall og aðrir fjórir heilablóðfall sem síðkominn fylgikvilla. Einn sjúklingur gekkst undir enduraðgerð á míturloku á eftir- fylgdartímabilinu vegna míturlokuþrengsla 11 árum eftir upphaf- legu viðgerðina og tókst að víkka hana í þræðingu. Einu ári eftir aðgerð mældist MACCE-frí lifun (mynd 2a) 98,0% (95% - ÖB: 95,3-100), 5 árum eftir aðgerð var hún 91,1% (95% - ÖB: 85,3-97,2) og eftir 10 ár 81,0% (95% - ÖB: 71,6-91,6). Tíu sjúklingar létust á eftirfylgdartímanum og var heildarlifun (mynd 2b) einu ári eftir aðgerð 97,0% (95% - ÖB: 93,8-100), 5 árum eftir aðgerð 93,5% (95% - ÖB: 88,6-98,7) og 85,3% eftir 10 ár (95% - ÖB: 76,6-94,9). Ekki reyndist marktækur munur á heildarlifun rannsóknarhópsins borið saman við almennt þýði af sama kyni og aldri (log-rank próf, p=0,135) (mynd 2a). Allir sjúklingarnir fjórir þar sem reynd var viðgerð en henni breytt í opin míturlokuskipti lifðu fyrstu 30 dagana eftir aðgerð. Meðalaldur þeirra var 59 ár og var tangar- (148 mínútur) og vélartími (206 mínútur) þeirra lengri. Umræða Í þessari afturskyggnu rannsókn var lagt mat á árangur mítur- lokuviðgerða á Íslandi vegna hrörnunartengds leka með áherslu á langtímalifun og fylgikvilla. Samtals var gerð 101 míturlokuvið- gerð á þeim 15 árum sem rannsóknin tók til og hélst tíðni aðgerða nokkuð stöðug. Jafnframt reyndist viðgerðarhlutfall mjög hátt, eða rúmlega 96%. Þrátt fyrir að fylgikvillar innan 30 daga hafi verið tíðir reyndust þeir oftast minniháttar og 98% sjúklinga lifðu fyrstu 30 dagana. Langtímalifun var sömuleiðis góð, eða 93,5% 5 árum eftir aðgerð, sem reyndist sambærileg lifun hjá almennu þýði af sama kyni og aldri. Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma voru til staðar hjá tæp- lega 80% sjúklinga en þar af voru reykingar (43%) og háþrýstingur (32%) algengastir. Líkt og fyrir flestar opnar hjartaaðgerðir hér- lendis voru karlar í miklum meirihluta, eða 80% sjúklinga. Með- alaldur í rannsókninni var hins vegar aðeins 58 ár sem er 5 árum lægri aldur en í flestum erlendum rannsóknum.9,13,26,27 Þetta gæti verið vísbending um að hér mætti bjóða fleiri eldri sjúklingum upp á míturlokuviðgerð. Þrír af hverjum fjórum sjúklingum (76,2%) höfðu mikinn mítur- lokuleka, sem er svipað hlutfall og í erlendum rannsóknum.27 Sama á við um hlutfall sjúklinga með stækkaðan vinstri slegil og víkkaða vinstri gátt. Þriðjungur sjúklinga hafði skert útfallsbrot Tafla IV. Snemmkomnir og síðkomnir (>30 dögum eftir aðgerð) fylgikvillar. Sjúklingur getur haft fleiri en einn fylgikvilla. Fjöldi (%). Heildarfjöldi (n=101) Alvarlegir snemmkomnir fylgikvillar 29 (28,7) Hjartadrep tengt aðgerð 12 (11,9)a Enduraðgerð vegna blæðingar 9 (8,9) Enduraðgerð af öðrum ástæðum 1 (1,0) Þörf á ósæðardælu 6 (5,9) Ígræddur gangráður 4 (4,0) Ígræddur bjargráður 2 (2,0) Hjartaþröng 1 (1,0) Bráður nýrnaskaði 3 (3,0) Blóðsýking 1 (1,0) Minniháttar snemmkomnir fylgikvillar 60 (59,4) Fleiðruvökvi sem krafðist aftöppunar 8 (7,9) Gollurshúsvökvi sem krafðist aftöppunar 3 (3,0) Lungnabólga 3 (3,0) Nýtilkomið gáttatif/-flökt 32 (43,8)b Þvagfærasýking 3 (3,0) Væg hjartabilun 21 (20,8)c Yfirborðssýking í skurðsári 7 (6,9) Síðkomnir fylgikvillar (>30 dögum eftir aðgerð) Endurkominn meðal eða mikill leki 10 (9,9) Blóðsegi í vinstri gátt 2 (2,0) Skammvinnt blóðþurrðarkast í heila (TIA) 1 (1,0) Heilablóðfall 4 (4,0) Lungnarek 3 (3,0) Enduraðgerð á míturloku 1 (1,0) Hjartaáfall 4 (4,0) Langvinn hjartabilun 11 (10,9) Dánarhlutfall innan 30 daga 2 (2,0) aHjartadrep tengt aðgerð var skilgreint sem hækkun á hjartavísinum CK-MB yfir 70 µg/L eftir aðgerð en miðað var við hækkun yfir 100 µg/L hjá þeim sem einnig gengust undir Maze-brennsluaðgerð vegna gáttatifs. Til viðbótar þurftu að vera til staðar nýjar breytingar á hjartalínuriti eins og óeðlilegar Q-bylgjur og/eða vinstra greinrof. Þar að auki var horft eftir merkjum um nýlegt hjartadrep á hjartaómun eftir aðgerð. bTekur aðeins til þeirra 73 sjúklinga sem höfðu ekki þekkt gáttatif fyrir aðgerð. cSamdráttarhvetjandi lyf í >24 klukkustundir. Mynd 2. (a) MACCE-frí lifun eftir aðgerð. Heildarlifun (b) (Kaplan-Meier) sjúklinga eftir aðgerð (blá lína) borið saman við almennt þýði af sama kyni og aldri (brotalína). 95% vikmörk eru sýnd með gráum skugga. a b

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.