Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Síða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Síða 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 R I T R Ý N D F R Æ Ð I G R E I N TENGILIÐUR: johannab@hi.is ÚTDRÁTTUR Bakgrunnur: Sálræn vanlíðan meðal ungs fólks á Íslandi, ekki síst kvenna, er vaxandi vandamál bæði hérlendis og meðal nágrannalanda. Áhyggjur af líðan háskólastúdenta hafa aukist og fulltrúar þeirra hafa kallað eftir úrræðum vegna þessarar þróunar. Tilgangur þessarar rannsóknar var þríþættur: 1. Að kanna meðal- stig kvíða og þunglyndis meðal íslenskra kvenstúdenta á árunum 2007 og 2018 ásamt þörf þeirra fyrir faglega þjónustu. 2. Að kanna sálræna vanlíðan þeirra kvenstúdenta sem telja sig hafa þörf fyrir geðheilbrigð- isþjónustu samanborið við þær sem ekki telja sig hafa slíka þörf. 3. Að athuga hvað kemur í veg fyrir að kvenstúdentar fái faglega aðstoð. Aðferð: Þversniðsrannsókn fór fram árið 2018 þar sem lagðir voru fyrir þunglyndis- og kvíðakvarðar, sem eru undirkvarðar Symptom Checklist-90 einkennalistans, ásamt lista með bakgrunnsbreytum. Í úrtaki voru 2000 konur á aldrinum 19-45 ára valdar af handahófi, og var svarhlutfallið 58%. Sambærileg rannsókn fór fram árið 2007 og er hluti niðurstaðna frá árinu 2018 borinn saman við þær niðurstöður. Niðurstöður: Meðalstig þunglyndis og kvíða hækkaði marktækt meðal kvenstúdenta milli áranna 2007 og 2018. Þörf þeirra fyrir þjón- ustu vegna sálrænnar vanlíðunar jókst einnig marktækt eða úr 28% árið 2007 í 51% árið 2018. Marktækur munur var á kvíða- og þunglyndis- stigum eftir því hvort konurnar töldu sig þarfnast aðstoðar eða ekki. Þeir kvenstúdentar sem fengu faglega aðstoð vegna andlegrar heilsu sinnar mældust marktækt lægri á þunglyndiskvarðanum en þær sem fengu ekki aðstoð. Megin hindranir fyrir faglegri aðstoð voru kostnaður, tíma- skortur og að vita ekki hvert skuli leita eftir aðstoð. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að þróa þurfi markvissar forvarnir og snemmíhlutanir fyrir kvenstúdenta á barneignaraldri. Lykilorð: kvenstúdentar, kvíði, sálræn vanlíðan, þjónustuþörf, þunglyndi ABSTRACT Background: Psychological distress among young people in Iceland, especially females, is a growing problem, as in many of neighbouring countries. Concerns about the well-being of students at the university level have increased and student representatives have called for measures due to this development. The purpose of this study was threefold: 1. To compare the mean level of anxiety and depression among Icelandic female students between the years 2007 and 2018 and their need for professional services. 2. To examine psychological distress among female students who consider themselves in need of mental health services compared to those who do not consider themselves in need of such services. 3. To examine what prevents female students from receiving professional help. Method: This cross-sectional study took place in 2018 where the Symptom Checklist-90, Depression and Anxiety subscales, was sent on-line to the sample with a list of background variables. Two thousand females of childbearing age were randomly selected into the sample. The response rate was 58% and both descriptive and inferential statistics were used. A similar study took place in 2007 and some of the results from 2018 are compared with those results. Results: The results showed that the average score on the depression and anxiety scales increased significantly among female students between the years 2007 and 2018. The females own assessment of their need for services due to mental health also increased significantly between the years 2007 and 2018 or from 28% to 51%. There was a significant difference in the levels of anxiety and depression depending on whether the women felt they needed professional help or not. The female students who received professional help due to their mental health scored significantly lower on the depression scale than those who did not receive help. The main obstacles to professional help were cost, lack of time and not knowing where to seek help. Conclusion: These results suggest that targeted prevention and early intervention for female university students of childbearing age need to be developed and provided. SÁLRÆN VANLÍÐAN KVENSTÚDENTA Á BARNEIGNARALDRI Guðný Bergþóra Tryggvadóttir verkefnastjóri, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor, Hjúkrunarfræðideild HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í geðhjúkrun, Geðþjónustu Landspítala Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands PSYCHOLOGICAL DISTRESS AMONG FEMALE UNIVERSITY STUDENTS DURING THE CHILDBEARING YEARS

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.