Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Síða 17
17LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021
dietary supplements containing iodine is uncommon. It is important
to provide women with information on the significance of food rich
in iodine in prenatal care.
Key words: pregnancy, diet, fish, dairy, supplements, iodine
INNGANGUR
Joð er lykilefni til myndunar á skjaldkirtilshormónunum þríjoð-
þýrónín (T3) og þýroxín (T4) sem gegna mikilvægu hlutverki
fyrir eðlilegan vöxt, þroska og efnaskipti fósturs á meðgöngu, eftir
fæðingu og lífið á enda (Nordic Council of Ministers, 2012; Martin,
Savige og Mitchell, 2014). Þessi hormón eru sérstaklega mikilvæg
til að stuðla að eðlilegum vexti og heilaþroska, allt frá fyrstu vikum
fósturlífs (Martin o.fl., 2014). Joðskortur á meðgöngu hefur verið
tengdur auknum líkum á andvana fæðingu, skyndilegu fósturláti
og áhrifum á þroska barna (Melse-Boonstra og Jaiswal, 2010;.
Marangoni, Cetin og Verduci, 2016).
Fæðutegundir sem teljast góðar náttúrulegar uppsprettur joðs
eru aðallega fiskur, mjólk og mjólkurvörur (að ostum undan-
skildum). Í gegnum tíðina hefur neysla þessara fæðutegunda
verið rífleg hérlendis og næg til að tryggja góðan joðhag þjóðar-
innar (Gunnarsdóttir, Gústavsdóttir og Þórsdóttir, 2009). Til þessa
hefur því ekki verið talin ástæða til að joðbæta salt á Íslandi eins
og víða er gert í Evrópu og á Norðurlöndunum (Nyström, Brant-
sæter og Erlund, 2016). Á Íslandi hafði aldrei greinst ófullnægjandi
joðhagur í íslensku þýði fyrr en niðurstöður rannsóknar sem gerð
var hér á landi á árunum 2017-2018 meðal barnshafandi kvenna
lágu fyrir (Aðalsteinsdóttir, Tryggvadóttir og Hrólfsdóttir, 2020).
Ástæðan fyrir ófullnægjandi joðhag var talin vera minnkuð neysla
á fiski, mjólk og mjólkurvörum, en ástæður lítillar neyslu á helstu
joðgjöfum fæðunnar eru hins vegar óþekktar.
Markmið rannsóknarinnar og um leið rannsóknarspurning hennar,
var að skoða hvers vegna hluti barnshafandi kvenna neytir ekki
fæðutegunda sem eru mikilvægar uppsprettur joðs í íslensku matar-
æði. Tilgangurinn er að leggja grundvöll að heilsueflandi aðgerðum
sem gætu aukið joðinntöku og bætt joðhag barnshafandi kvenna á
Íslandi.
FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health
Organization, WHO) er joðskortur talinn vera eitt stærsta næringar-
tengda heilbrigðisvandamál í heiminum og stærsti einstaki áhrifa-
þáttur þegar kemur að heilaþroska á fósturskeiði (WHO, 2007).
Þrátt fyrir að dregið hafi úr tíðni joðskorts frá upphafi aldarinnar
gefa tölur frá árinu 2011 til kynna að joðskortur hrjái tæplega 30%
mannkyns (Glabska, Malowaniec og Guzek, 2017, WHO, 2004).
Brugðist hefur verið við víða um heim með því að joðbæta salt í því
skyni að auka neyslu joðs og fyrirbyggja þannig joðskort (Brant-
sæter, Abel og Haugen, 2013).
Þörf fyrir neyslu á joði eykst á meðgöngu og er talið að þörfin
sé 50% meiri en hjá konum sem ekki eru barnshafandi (Marangoni
o.fl., 2016). Gefin hafa verið út viðmið um ráðlagða neyslu á joði hjá
barnshafandi konum, meðal annars á Norðurlöndunum og í Evrópu.
Í norrænu næringarráðleggingunum er ráðlagður dagskammtur
175μg af joði á dag en þær evrópsku mæla með 200 μg af joði á
dag (NNR, 2012; European Food Safety Authority (EFSA), 2014).
WHO hefur einnig gefið út ráðleggingar um daglega inntöku joðs
hjá barnshafandi konum og er þar mælt með 250 μg af joði á dag.
Ofgnótt af joði getur líka haft slæm heilsufarsleg áhrif en viðmið
um efri mörk neyslu hafa verið skilgreind við 600 μg á dag (NNR,
2012; EFSA, 2014; WHO, 2004).
Um það bil 90% af því joði sem neytt er skilar sér út með þvagi
og því má nýta mælingar á joðstyrk í þvagi til að meta joðhag hópa
(Anderson, de Benoist, Delange, 2007; Skeaff, 2011; Bath, Steer og
Golding, 2013). Æskilegt miðgildi joðstyrks í þvagi barnshafandi
kvenna er 150-249 μg/L (WHO/UNICEF/ICCIDD, 2007). Eins
og greint er frá í inngangskafla getur joðskortur á meðgöngu haft
alvarlegar afleiðingar og mikilvægt er að fyrirbyggja hann til að
koma í veg fyrir áhrif á líkamlegan og andlegan þroska einstaklinga
(Skeaff, 2011). Niðurstöður rannsókna benda til að jafnvel mildur til
miðlungs joðskortur á meðgöngu auki hættuna á greindarskerðingu,
heyrnarskerðingu og skertum málþroska hjá börnum (Melse-
-Boonstra og Jaiswal, 2010; Charlton o.fl., 2010; Bath o.fl., 2013;
Markus, Dahl, Moe o.fl. 2018).
Á Íslandi hefur neysla á fiski og mjólkurvörum minnkað mikið
síðastliðna áratugi og í kjölfarið fóru að koma fram áhyggjur af
joðhag þjóðarinnar (Gunnarsdóttir, Gunnarsdóttir og Steingríms-
dóttir, 2010). Það var þó ekki fyrr en í rannsókn Aðalsteinsdóttur
o.fl. (2020) að ófullnægjandi joðhagur greindist í fyrsta sinn í
íslensku þýði. Rannsóknin var gerð á árunum 2017-2018 meðal
barnshafandi kvenna og reyndist miðgildi joðstyrks í þvagi (UIC)
vera 89 μg/L. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að mjög
fáar konur tóku inn fæðubótarefni sem innihélt joð, eða einungis
3,5% þeirra.
Lítið er vitað um viðhorf kvenna til fiskneyslu og mjólkur-
vöruneyslu á Íslandi og hvers vegna þær neyta þessara matvæla í
minna mæli en áður, en þetta gætu reynst gagnlegar upplýsingar til
að bæta ráðgjöf í mæðravernd. Barnshafandi konur eru móttæki-
legar fyrir upplýsingum á meðgöngu og þær treysta á ljósmæður
í mæðravernd varðandi upplýsingagjöf og fræðslu (Lobo, Lucas
og Herbert, 2019). Þó eru ýmsir hindrandi þættir sem hafa áhrif
á heilsuhegðun barnshafandi kvenna. Helstu áhrifaþættirnir eru
lítil þekking kvenna á mikilvægi joðs, ofnæmi og óþol, að vera
grænmetisæta eða grænkeri og að telja járn vera joð svo eitthvað
sé nefnt. Einnig eru fleiri hindrandi þættir eins og að ljósmæður
hafi ekki góða þekkingu eða veiti ekki góða fræðslu um næringu á
meðgöngu hvað varðar mikilvægi ýmis konar vítamína og steinefna
eins og til dæmis joðs (Martin o.fl., 2014; Bouga, Lean og Combet,
2018). Þekking kvenna á gagnsemi joðs er mikilvæg en svo virðist
sem þær skorti oft þessa þekkingu. Einnig er mikilvægt að þær viti
hvar þær geta nálgast þetta snefilefni (Charlton, Gemming og Yeat-
man, 2010).
AÐFERÐAFRÆÐI
Aðferðafræði rannsóknarinnar var megindleg með þversniði.
Vísindasiðanefnd (VSN-19-170) og siðanefnd Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins samþykktu rannsóknaráætlunina, að gefnu áliti
Persónuverndar. Rannsókin fór fram á þremur heilsugæslustöðvum
á höfuðborgarsvæðinu, sem valdar voru með hentugleikaúrtaki. Alls
áttu 249 konur bókaðan tíma í mæðraskoðun á þessum stöðvum á
rannsóknartímabilinu, frá byrjun nóvember fram í miðjan desember
2019. Þar af voru 75 erlendar mæður sem ekki fengu boð um þátt-
töku af þeim sökum að íslenskukunnátta var skilgreind sem þátt-
tökuskilyrði í rannsókninni. Þýði rannsóknarinnar samanstóð því af
174 konum. Fyrsta boð um þátttöku í rannsókninni og kynning á
rannsókninni var í höndum ljósmóður í mæðravernd. Ekki voru sett
fram skilyrði um ákveðna meðgöngulengd. Það gleymdist að kynna
rannsóknina fyrir 50 konum og 19 konur höfnuðu þátttöku (ekki var
óskað eftir skýringu). Fjöldi þátttakenda sem skrifaði undir upplýst
samþykki fyrir þátttöku í rannsókninni var því 105, en ekki náðist
samband við fimm konur sem samþykkt höfðu þátttöku. Fjöldi
kvenna sem tók þátt í rannsókninni var því 100, sem samsvarar 57%
af þýðinu, en 81% af þeim sem boðin var þátttaka.
Rannsakandi hafði samband við konurnar símleiðis innan tveggja
vikna frá gefnu samþykki og lagði spurningalista fyrir þær. Spurn-
ingalistinn skiptist í fjóra hluta, samtals 16 spurningar. Fyrsti hluti
spurningalistans innihélt þrjár spurningar um neyslu á mjólk og
mjólkurvörum. Spurningarnar í fyrsta hlutanum voru eftirfarandi:
1) Drekkur þú mjólk eða notar aðrar mjólkurvörur svo sem skyr,
ab-mjólk, súrmjólk eða jógúrt (ostar eru ekki meðtaldir)? 2) Ef já,
hversu marga skammta á dag? (1 skammtur=200-250 ml) 3) Ef
svarið var einu sinni á dag eða sjaldnar, var spurt um ástæðu fyrir
því. Í þessari spurningu var óskað eftir opnu svari. Í öðrum hluta
voru fjórar spurningar um fiskneyslu og voru þær eftirfarandi: 4)
Borðar þú fisk? 5) Ef já, hversu oft í viku? 6) Ef já, hvaða fisk-