Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 18
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 tegundir borðar þú oftast? (opið svar, flokkað eftir á og reynt að fá upplýsingar um hlutfall) 7) Ef svarið var einu sinni í viku eða sjaldnar, var spurt um ástæðu fyrir því. Í þessari spurningu var óskað eftir opnu svari. Í þriðja hluta voru þrjár spurningar um fæðubótarefni og voru þær eftirfarandi: 8) Tekur þú fæðubótarefni sem inniheldur joð? 9) Ef já, hvaða tegund fæðubótarefna? 10) Ef konan svaraði ,,veit ekki“ þá var spurt um hvaða tegund fæðubótar- efna konan var að nota. Að lokum voru sex bakgrunnsspurningar og snéru þær að eftirfarandi þáttum: Hæð, þyngd fyrir þungun, þyngd í fyrstu mæðraskoðun, aldri, hjúskaparstöðu og menntun. Líkams- þyngdarstuðull (BMI, kg/m2) var reiknaður út frá hæð og þyngd fyrir þungun. Við úrvinnslu var notast við lýsandi tölfræði og niðurstöður settar fram sem meðaltöl og staðalfrávik ásamt lýsingu á tíðni og hlutföllum. NIÐURSTÖÐUR Þar sem fjöldi þátttakenda var 100 þá jafngildir fjöldatala hundraðs- hlutum (%) þegar niðurstöðum er lýst. Upplýsingar um bakgrunn þátt- takenda má sjá í töflu 1. Meðalaldur þeirra var 30,0±8,4 ár, 77% voru giftar eða í sambúð, 51% höfðu lokið háskólanámi og líkamsþyngdar- stuðull var að meðaltali 25,7±5,5 kg/m2. Tafla 2 sýnir neyslu mjólkur og mjólkurvara. Af þeim 100 konum sem tóku þátt sögðust 13 konur aldrei neyta mjólkur eða mjólkurvara. Þrátt fyrir að meirihluti (87%) kvennanna segðist nota mjólkurvörur þá náðu einungis 27 konur viðmiðum um æskilega neyslu samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis, sem eru tveir skammtar á dag. Konur sem notuðu aldrei mjólk eða mjólkurvörur eða að hámarki einn skammt á dag (alls 59%) voru spurðar um ástæðu fyrir því að þær neyttu þessara fæðutegunda ekki oftar. Algengustu ástæðurnar sem gefnar voru upp voru að þeim þættu mjólkurvörur ekki góðar (14 af 59 konum, 24%) eða að engin sérstök ástæða lægi að baki (24 af 59 konum, 40%). Í töflu 3 má sjá að níu konur sögðust aldrei borða fisk. Innan við þriðjungur náði viðmiðum um æskilega neyslu samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis, sem eru tveir til þrír skammtar á viku. Konur sem borðuðu fisk einu sinni í viku eða sjaldnar (55%) voru spurðar hvers vegna þær borðuðu fisk ekki oftar. Líkt og fyrir neyslu mjólkurvara var algengasta skýringin að það væri engin sérstök ástæða, en 15 af 55 konum (27%) nefndu að þær borðuðu eingöngu fisk í vinnunni (elduðu hann ekki heima) og 10 konur (18% þeirra sem borðuðu fisk sjaldan) sögðu að sér fyndist fiskur ekki góður. n (%)* Aldur (ár) 18-24 10 25-29 35 30-34 41 35-39 12 40-45 2 Hjúskaparstaða Einhleyp 4 Fast samband 19 Sambúð 58 Gift 19 Menntun Grunnskóli 6 Menntaskóli, fjölbrautarskóli eða álíka (2-4 ár) 23 Háskóli eða tækniskóli <4 ár í námi 20 Háskóli >4 ár í námi 51 Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) <18,5 1 18-25 48 25-30 33 >30 15 Svaraði ekki 3 Tafla 1. Lýsing á bakgrunni þátttakenda rannsóknarinnar (n=100) *Þar sem þátttakendur í rannsókninni voru 100 jafngildir tíðnitalan hlutfalli þátttakenda Tafla 2. Neysla mjólkur og mjólkurvara (n=100) Neytir þú mjólkur eða mjólkurvara? n (%)* Nei 13 Já 87 Fjöldi skammta á dag Aldrei til <1 í viku 13 1 - <7 sinnum í viku 8 1 sinni á dag 38 >1- <2 sinnum á dag 14 2 sinnum á dag eða oftar 27 Ástæða þess að neyta aldrei mjólkur eða mjólkur- vara eða að hámarki einu sinni á dag (n=59) Grænkeri/grænmetisæta 3 Óþol 7 Ógleði eða magaverkur 5 Finnst þær ekki góðar 14 Ýmsar aðrar ástæður 6 Engin sérstök ástæða 24 *Þar sem þátttakendur í rannsókninni voru 100 jafngildir tíðnitalan hlutfalli þátttakenda Borðar þú fisk? n (%)* Nei 9 Já 91 Fjöldi skammta á viku Aldrei til <1 í viku 28 1 sinni í viku 27 >1- < 1- <2 sinnum í viku 18 2 sinnum í viku eða oftar 27 Ástæða þess að borða aldrei fisk, eða að hámarki einu sinni í viku (n=55) Grænkeri/grænmetisæta 5 Ofnæmi 3 Of dýrt 1 Eldar ekki heima 15 Finnst fiskur ekki góður 10 Ýmsar aðrar ástæður 6 Engin sérstök ástæða 18 Tafla 3. Neysla á fiski (n=100) *Þar sem þátttakendur í rannsókninni voru 100 jafngildir tíðnitalan hlutfalli þátttakenda

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.