Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Side 19
19LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021
Í töflu 4 koma fram upplýsingar um neyslu mismunandi fisk-
tegunda og voru þátttakendur beðnir um að nefna fyrst þá fisktegund
sem þeir borðuðu oftast og svo koll af kolli. Þrjátíu og átta konur
nefndu að þær veldu ýsu oftast þegar þær borðuðu fisk og 33 konur
sögðust oftast velja þorsk. Þær fisktegundir sem konurnar borða
næstoftast voru einnig ýsa og þorskur ásamt laxi og eru um 60%
kvennanna sem velja þessar fisktegundir, eða um 20% kvenna fyrir
hverja fisktegund.
Mikill meirihluti þátttakenda sagðist taka fæðubótarefni (97%).
Hins vegar tóku einungis sjö konur inn fæðubótarefni sem inni-
heldur joð.
UMRÆÐA
Niðurstöður varðandi neyslu á mjólk og mjólkurvörum voru að innan
við þriðjungur kvennanna neyta þessara vara í samræmi við ráðleggingar
Embættis landlæknis, sem eru tveir skammtar á dag, og 13% kvennanna
í rannsókninni sögðust aldrei neyta mjólkur eða mjólkurvara. Virðist
þetta vera ívið hærra hlutfall kvenna en í rannsókn Aðalsteinsdóttur og
félaga (2020) þar sem 7,2% sagðist aldrei neyta mjólkur eða mjólkur-
vara. Gæti þetta bent til að neysla á mjólkurvörum væri enn á niðurleið,
en rétt er að taka fram að þýði þessarar rannsóknar var lítið (n=100) í
samanburði við rannsókn Aðalsteinsdóttur og félaga (2020) (n=983) og
raunverulegur munur gæti því verið innan skekkjumarka.
Konur sem sögðust aldrei neyta mjólkur og mjólkurvara eða að
hámarki einu sinni á dag, voru inntar eftir ástæðu. Þetta voru í heildina
59 konur og af þeim sögðust 24 konur enga ástæðu hafa fyrir því að
neyta mjólkurvara ekki oftar. Það bendir til þess að engir sérstakir hindr-
andi þættir standi í vegi fyrir aukinni neyslu í takt við ráðleggingar hjá
hluta kvenna. Ýmsir hindrandi þættir virðast þó vera til staðar og nefndu
konurnar í rannsókninni nokkrar ástæður. Það voru meðal annars þættir
eins og að þeim fyndist mjólk og mjólkurvörur ekki góðar á bragðið eða
þær fyndu fyrir óþægindum við neyslu þeirra. Nokkrar konur nefndu að
þær væru grænkerar eða grænmetisætur og notuðu af þeim sökum ekki
mjólk eða mjólkurvörur. Niðurstöðurnar eru í samræmi við niðurstöður
breskrar rannsóknar þar sem lykt og bragð af mjólkurvörum var ein af
ástæðum þess að konurnar neyttu þessara fæðutegunda ekki oftar. Þar
kom einnig fram að konur sniðgengju mjólkurvörur vegna þess að þær
væru grænmetisætur eða grænkerar eða vegna heilsutengdra vandamála,
eins og óþols fyrir mjólkurvörum (Bouga ofl., 2018).
Aðeins 27% þátttakenda sagðist borða fisk tvisvar í viku eða oftar
og er það heldur lægra hlutfall en í fyrrgreindri rannsókn Aðalsteins-
dóttur og félaga (2020) þar sem 35% kvenna borðuðu fisk samkvæmt
ráðleggingum. Þá virtist hlutfall þeirra sem sagðist aldrei borða fisk,
sem var 9% kvennanna, vera talsvert hærra en í rannsókn Aðalsteins-
dóttur og félaga (2020), en í þeirri rannsókn sögðust um 2% kvenna
aldrei borða fisk. Konurnar í þessari rannsókn sem borðuðu fisk aldrei til
einu sinni í viku voru inntar eftir ástæðu. Algengast var að konur hefðu
enga skýringu á lítilli fiskneyslu (18 konur af 58 konum sem borðuðu
fisk að hámarki einu sinni í viku) og 15 konur sögðust ekki elda fisk
heima. Aðrar ástæður sem konurnar nefndu voru að þeim fyndist fiskur
ekki góður, að þær væru grænkerar eða grænmetisætur, hefðu óþol eða
ofnæmi eða að einhver á heimilinu hefði ofnæmi. Þetta eru að mörgu
leyti svipaðar niðurstöður og komu fram í rannsóknum frá Bretlandi
(Bouga o.fl., 2018). Þar komu fram ástæður eins og að þeim fyndist
fiskur ekki góður eða að fjölskyldumeðlimum fyndist fiskur ekki góður.
Einnig að þær skorti þekkingu á því hvernig matreiða á fisk, vegna
kostnaðar eða vegna lítils framboðs á fiski. Það kom einnig fram að
konur sniðgengju fisk vegna þess að þær væru grænmetisætur eða græn-
kerar eða vegna heilsutengdra vandamála eins og til dæmis ofnæmis
fyrir fiski (Bouga o.fl., 2018).
Þrátt fyrir að 97% kvennanna taki fæðubótarefni þá taka einungis
7% þeirra fæðubótarefni sem inniheldur joð. Niðurstöður rannsókna
frá Ástralíu og Noregi benda til þess að um 35% barnshafandi kvenna
taki fæðubótarefni sem innihalda joð, en það er mun hærra hlutfall en
sést meðal íslenskra kvenna (Charlton o.fl., 2010; Abel, Caspersen og
Meltzer, 2017; Aðalsteinsdóttir o.fl., 2020). Ástæðan fyrir þessum mun
gæti verið sá að ekki hefur verið mikil umræða á Íslandi um inntöku
fæðubótarefna sem innihalda joð, né lögð áhersla á fræðslu í mæðra-
vernd á inntöku slíks fæðubótarefnis. Fyrrnefnd áströlsk rannsókn benti
til sömu niðurstaðna og við sjáum hér, þar sem fram kom að margar
kvennanna tóku fæðubótarefni sem mælt var með á meðgöngu en inni-
hélt ekki joð (Charlton o.fl., 2010).
Erlendar rannsóknir sýna að þekking meðal kvenna er almennt ekki
mikil varðandi mikilvægi joðs né í hvaða fæðutegundum joð er að finna
(Charlton o.fl., 2010; Garnweidner-Holme, Aakre og Lilleengen, 2017).
Ljósmæður í mæðravernd gegna lykilhlutverki þegar kemur að eflingu á
lýðheilsu barnshafandi kvenna og upplýsingagjöf um næringu og lífsstíl
á meðgöngu (Bouga o.fl., 2018; WHO, 2020). Barnshafandi konur bera
almennt mikið traust til ljósmæðra, eru líklegar til að hlusta á þær og
tilbúnar til að gera breytingar á heilsuhegðun þegar þær fá upplýsingar
og fræðslu frá þeim (Lawrence, Vogel og Strömmer, 2020; Olander,
Darwin og Atkinsson, 2016).
Huga þarf vel að þeim barnshafandi konum sem skilgreina sig sem
grænkera, grænmetisætur eða með ofnæmi eða óþol fyrir fiski eða
mjólkurvörum þar sem þær geta verið í hættu á að fullnægja ekki joðþörf
á meðgöngu. Í leiðbeiningum um mataræði á meðgöngu er talað um að
í þeim tilfellum sem konur geta einhverra hluta vegna ekki fylgt eftir
ráðleggingum um neyslu á mjólkurvörum og fiski á meðgöngu ætti að
leita ráða hjá næringarfræðingi eða næringarráðgjafa (Embætti land-
læknis, 2018). Einnig gaf Embætti landlæknis út dreifibréf nr. 1/2020
4. febrúar 2020 þess efnis að ef barnshafandi konur eru grænkerar eða
af öðrum ástæðum borða ekki mjólk, mjólkurvörur eða fisk samkvæmt
ráðleggingum þá ætti að ráðleggja þeim að taka fæðubótarefni sem inni-
heldur 150 μg af joði (Embætti landlæknis, 2020).
Helsti styrkleiki rannsóknarinnar var að sami aðili lagði spurningalist-
ann fyrir þátttakendur og öll úrvinnsla var einnig í höndum eins aðila.
Helstu takmarkanir rannsóknarinnar var að fjöldi þátttakenda var lítill
og notast var við hentugleikaúrtak við val á heilsugæslustöðvum sem
allar voru á höfuðborgarsvæðinu. Vegna þessa er ekki hægt að yfirfæra
niðurstöðurnar á almennt þýði. Það sem einnig takmarkar rannsóknina
var að þær konur sem sögðust neyta mjólkur og mjólkurvara einu sinni
til tvisvar á dag og fisks einu sinni til tvisvar í viku voru ekki spurðar
hvers vegna þær fylgdu ekki ráðleggingum um neyslu á þessum fæðu-
tegundum. Er möguleiki á að niðurstöðurnar hefðu orðið aðrar ef þessi
hópur hefði verið tekinn með.
Varðandi framtíðarrannsóknir á þessu sviði þá er ástæða til að skoða
enn frekar hvers vegna hluti barnshafandi kvenna á Íslandi neytir ekki
fæðutegunda sem eru mikilvægar uppsprettur joðs í íslensku mataræði.
Einnig þyrfti að skoða hvernig fræðslu er háttað til kvenna um næringu
á meðgöngu og meta til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að bæta joðhag,
ekki bara á meðgöngu heldur einnig meðal ungra kvenna á barneignar-
aldri.
HEIMILDASKRÁ
Abel, M.H., Caspersen, I.H., Meltzer, H.M., Haugen, M., Brandlistuen, R.E., Aase,
H.,... Brantsæter, A. L. (2017). Suboptimal maternal iodine intake Is associated
with impaired child neurodevelopment at 3 years of age in the Norwegian mother
and child cohort study. The Journal of Nutrition, 147(7):1314-1324. doi.10.3945/
jn.117.250456
Aðalsteinsdóttir, S., Tryggvadóttir, E.A., Hrólfsdóttir, L., Halldórsson, Þ.I., Birgisdóttir,
B. E., Hreiðarsdóttir, I.Th.,... Gunnarsdóttir, I. (2020). Insufficient iodine status in
pregnant women as a consequence of dietary changes. Food and nutrition, 64:3653.
Andersson, M., de Benoist, B., Delange, F. og Zupan,J. (2007). Prevention and control of
iodine deficiency in pregnant and lactating women and in children less than 2-year-
Fisktegund Fyrsta val Annað val Þriðja val Fjórða val Fimmta val
n n n n n
Ýsa 38 17 7 0 0
Þorskur 33 21 2 3 0
Lax 11 19 13 3 0
Bleikja 4 10 8 8 0
Aðrar tegundir 3 7 7 3 1
Tafla 4. Algengi á neyslu fisktegunda (n=100)