Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Qupperneq 22

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Qupperneq 22
22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 F R Æ Ð S L U G R E I N AÐ VERA SÁTT VIÐ BRJÓSTAGJÖFINA JAFNVEL ÞÓ EITTHVAÐ VANTI UPP Á: REYNSLA KVENNA AF BRJÓSTAGJÖF INNGANGUR Í huga margra eru barnsfæðing og brjóstagjöf samtvinnuð á þann hátt að þegar kona fæðir barn muni hún gefa því brjóst í þeim tilgangi að næra það. Ekki síst er þetta veruleikinn hér á Íslandi þar sem brjósta- gjöf er algeng og flestar konur velja brjóstagjöf sem fyrsta valkost til að næra barnið sitt. Í stefnu Ljósmæðrafélags Íslands segir meðal annars að ljósmæður séu sérfræðingar í brjóstagjöf og þeirra hlutverk sé að stuðla að jákvæðu viðhorfi og árangursríkri brjóstagjöf, veita foreldrum upplýs- ingar um brjóstagjöf og fræðslu og taka mið af vilja og getu konunnar til brjóstagjafar þar sem áhersla er lögð á upplýst val (Ljósmæðrafélagið, 1998). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með að börn fari á brjóst innan klukkustundar frá fæðingu, séu eingöngu á brjósti fyrstu sex mánuðina og svo með annarri fæðu til tveggja ára aldurs eða lengur allt eftir vilja móður og barns (WHO, 2018). Þessa stefnu hafa íslensk heilbrigðisyfir- völd tekið upp og tölur Landlæknisembættisins frá 2012 sýna að 98% barna voru á brjósti viku gömul og 86% eingöngu á brjósti. Við þriggja mánaða aldur voru 86% barna á brjósti, þar af 67% þeirra eingöngu á brjósti samkvæmt sömu skýrslum (Embætti Landlæknis, 2012). Margir áhrifavaldar í umhverfi kvenna ásamt persónubundnum þáttum í fari þeirra hafa áhrif á brjóstagjöf. Niðurstöður rannsókna sýna að menntun kvenna, aldur og fyrri reynsla af brjóstagjöf hefur jákvæð áhrif á brjóstagjöfina, sérstaklega ef reynslan er jákvæð (de Oliveira og Camelo Jr, 2017; Santacruz-Salas o.fl., 2019). Hins vegar hafa rann- sóknir á reynslu kvenna af erfiðri brjóstagjöf sýnt að þær konur hugsa frekar til þess að næra ekki næsta barn á brjósti (Schafer, Campo Colaizy, Mulder og Ashida, 2017; Larsen og Kronborg, 2012). Þær konur sem hugsa jákvætt til heilsufarslegs ávinnings brjóstagjafar fyrir barnið og jafnvel sjálfa sig ásamt sjálfstrausti eru líklegri til að ná markmiðum sínum varðandi lengd brjóstagjafar í sex mánuði eða lengur (Andrew og Harvey, 2011; Bourdillon, McCausland og Jones, 2020; Cato, Sylvén, Henriksson og Rubertsson, 2020; Powell, Davis og Anderson, 2014; Roberts, Wawrzyniak, og Kubiec, 2017). Margar rannsóknir hafa verið birtar þar sem konur lýsa stuðningi í nærumhverfi sínu. Aðallega eru það makar kvennanna, mæður þeirra, systur, tengdamömmur og vinkonur sem hafa áhrif á viðhorf þeirra til brjóstagjafar, en jákvæð reynsla annarra kvenna í nærumhverfinu verður gjarnan til þess að konur velja að vera með barnið á brjósti (Alina, Ismail, Manan, Muda, og Mohd, 2014; Andrew og Harvey, 2011; Powell o.fl., 2014; Roberts o.fl., 2017). Í eigindlegri rannsókn þar sem 21 kona með barn á fyrsta ári tók þátt kemur fram að þær konur sem voru lengur en sex mánuði með börnin sín á brjósti lýsa jákvæðum stuðningi einstaklinga í nærumhverfinu eða höfðu jákvæða reynslu af brjóstagjöf. Þær gátu reitt sig á stuðning annarra, sagt frá vandamálum sínum og sameiginlega fundið lausn á því að láta brjóstagjöfina ganga upp. Hins vegar lýstu þær konur sem voru stutt með börnin sín á brjósti skorti á hvatningu og fyrirmyndum til brjóstagjafar í nærumhverfinu sínu (Powell o.fl., 2014). Fyrir framvindu brjóstagjafarinnar er konum mikilvægt að fá fræðslu um brjóstagjöf á meðgöngunni og niðurstöður rannsókna sýna gjarnan að konur hefðu viljað fá meiri fræðslu en í boði var (Alianmoghaladam, Phibbs og Benn, 2017; Elín Ösp Gísladóttir og Jónína Einarsdóttir, 2013; Moudi, Tafazol, Boskabad, Ebrahimzadeh og Salehiniya, 2016). Konur vilja fá heiðarlega fræðslu um það sem þær geta átt von á í upphafi Lilja Guðnadóttir Ljósmóðir MS, Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Dalvík Sigfríður Inga Karlsdóttir Ljósmóðir, prófessor við Heilbrigðis- vísindasvið Háskólans á Akureyri

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.