Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Síða 28
28 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021
Barneignir hafa verið umræðuefni heima hjá
mér frá því ég man eftir mér. Ég var alin upp af
ljósmóður sem var reglulega ólétt sjálf af yngri
systkinum mínum. Samtöl innan veggja heim-
ilisins voru oftar en ekki um þá mögnuðu hluti
sem líkaminn getur gert. Kynfræðslan var því
með óhefðbundnum hætti. Sem dæmi má nefna
það þegar ég var 12 ára bauð mamma mér að vera
viðstödd fæðingu systur minnar. Sú upplifun var
óhugnanleg en á sama tíma alveg mögnuð. Oft
heyri ég í spenntri mömmu minni kalla á heim-
ilisfólkið að koma að skoða magnaða fæðingu
sem verið er að sýna í sjónvarpinu eða myndir
sem hún fann á netinu. Það er gott að eiga hana
að þegar allar heimsins spurningar vakna og hún
á alltaf svar á reiðum höndum.
Ég hef síðastliðin ár verið virk í feminískri
umræðu og tekið þátt í ýmsu feminísku starfi,
meðal annars sem forseti og fræðslustýra Q-fé-
lags hinsegin stúdenta, í Femínistafélagi HÍ og í
stúdentapólitík. Ég hef mikinn áhuga á kynfræðslu og annarri feminískri
fræðslu og hef tekið þátt í hinsegin fræðslu Samtakanna ‘78 undanfarin
ár. Barneignir hafa því lengi verið mér kært umræðuefni, bæði í feminísku
samhengi og vegna þess að mig langar sjálfa að eignast börn. Þegar þetta
er skrifað er ég komin 9 vikur á leið með mitt fyrsta barn svo þið eruð með
þeim fyrstu sem við segjum frá þessum yndislegu fréttum. Nú fæ ég loks-
ins að upplifa þetta ferli sjálf og gæti ekki verið spenntari. Sem verðandi
hinsegin foreldri hef ég þurft að kynna mér stöðu hinsegin fólks í barn-
eignum, bæði til að undirbúa mig og fjölskyldu mína fyrir þær hindranir
sem við munum mæta og til þess að vera virkur hluti af samfélagi hinsegin
foreldra á Íslandi.
Það eru mikil forréttindi að geta búið til barn án aðstoðar. Án þess að
líta til frjósemisvanda þá eru margar aðrar hindranir sem hinsegin fólk
mætir í sínu barneignarferli. Ég og makinn minn fengum aðstoð hjá Livio
til að verða óléttar. Þetta var kostnaðarsamt ferli og krafðist mikillar
þolinmæði, enda gátum við bara orðið óléttar á skrifstofutíma. Við erum
mjög heppnar með að hafa ekki þurft að reyna mjög oft. Við höfum þau
forréttindi að vera með leg okkar á milli. Pör sem bera ekki leg sín á milli
eru í verri forréttindastöðu heldur en margt annað hinsegin fólk. Að auki
vill sumt hinsegin fólk ekki ganga með barn þó að það langi í barn. Stað-
göngumæðrun er ekki leyfileg á Íslandi og ættleiðingarferlið er fullt af
allskonar hindrunum og mismunun. Ættleiðingarferlið gerir miklar kröfur
til verðandi foreldra, líf þeirra þarf að passa að ströngum reglum ferlisins.
Þau lönd sem heimila ættleiðingar samkynja og annarra hinsegin para og
eru með samning við Ísland eru einungis Ísland sjálft og Kólumbía. Fjár-
hagsaðstoð vegna barneigna er ábótavant á Íslandi, en til dæmis í Svíþjóð
þá er fólk styrkt alveg fyrir fyrsta barni. Það er ósk margra að verða
foreldrar og það eru mikil forréttindi að geta eignast börn óvart.
KYNHLUTLAUST ORÐALAG
Hvernig við orðum hlutina getur skipt sköpum fyrir fólk og sérstak-
lega jaðarsett fólk. Íslenska er eitt af kynjuð-
ustu tungumálum sem til eru. Með sínar kynj-
uðu myndir orða, karllægu málvenjur og titla.
Kynjatvíhyggja samfélagsins viðheldur þessum
málvenjum með reglum kynjakerfisins, þannig
tryggja þær velferð feðraveldisins.
Það er mikilvægt að geta talað kynhlutlaust
um fólk. Það er auðvelt að snúa bakið við
karllægum málvenjum og segja frekar „öll þurfa
að...“, „fyrir þau sem vilja...“ og „mörg sóttu
um...“. Það er ekki málfræðilega réttara að nota
karllægt orðalag frekar heldur en kynhlutlaust
orðalag, en það gæti tekið smá tíma að venja sig
á það.
Ég hef tekið eftir því að barneignarferlið er
kynjað ferli frá fyrstu skrefum. Allt efni um
og fyrir barnshafandi fólk gengur út frá því að
barnshafandi einstaklingurinn sé sís kona og
textinn kynjaður út frá því. Þó að konur séu í
meirihluta barnshafandi einstaklinga þá þarf að
vera rými fyrir barnshafendur sem eru ekki konur. Verandi hinsegin þá
finnst mér ekki allt efni höfða til mín, fjölskyldu minnar eða gera ráð
fyrir hinseginleika okkar.
ÖRUGGARI RÝMI
Öruggari rými geta verið alls konar rými, til dæmis fæðingarstofan,
viðtalsherbergi, vinnustofan eða einstaka viðburðir. Þetta eru rými
sem eru sköpuð fyrir jaðarsett fólk, þar sem jaðarsett fólk upplifir
sig velkomið og finnur fyrir virðingu og skilning án þess að þurfa að
fela jaðarsetninguna sína, bera skömm vegna hennar eða finna fyrir
mismunun. Í öruggari rýmum eru sjálfskilgreiningar fólks ekki dregnar
í efa. Við segjum öruggari rými en ekki örugg rými þar sem ekki er hægt
að ábyrgjast að rýmið sé alltaf öruggt.
Jaðarsett fólk verður fyrir öráreiti, mismunun og fordómum daglega í
samfélaginu. Mig langar að benda á að fatlað fólk og hinsegin fólk verður
fyrir auknu áreiti í barneignarferlinu vegna félagslegrar stöðu sinnar.
Hæfni fatlaðs fólks til að takast á við foreldrahlutverkið og geta þeirra til
að vera kynvera yfir höfuð er dregin í efa. Þetta sést vel í þeirri fordóma-
fullu umræðu sem hefur átt sér stað í kringum baráttu Freyju Haralds-
dóttur fyrir því að taka barn í fóstur. Ég nefni stöðu fatlaðs fólks ekki af
ástæðulausu þar sem mikið af hinsegin fólki er fatlað eða langveikt fólk.
Hinsegin fólk fær ógrynni af óviðeigandi spurningum um það hvernig
barnið var búið til og persónulegar spurningar um barneignarferlið sem
kemur því ekkert við. Rót vandans er skortur á inngildandi kynfræðslu
sem tekur mið af samtali við jaðarsett fólk um stöðu þeirra í samfélaginu
og fordómum sem þau mæta. Það myndi bæta kynfræðslu fyrir öll, hvort
sem þau eru jaðarsett eða ekki. Togstreitan milli félagslegrar stöðu fólks
og réttar þeirra til að vera hluti af umræðunni um kynfræðslu og forvarnir
hefur skapað rými fyrir inngildandi kynfræðslu og forvarnir sem endur-
spegla margbreytileika samfélagsins. Það að jaðarsett fólk sé ekki inngilt
í kynfræðslu og forvarnir ýtir undir fordóma og félagslega kúgun þeirra.
HINSEGIN FÓLK,
KYNHLUTLAUST ORÐALAG
OG AÐ VERÐA FORELDRI
H U G L E I Ð I N G
Sólveig Daðadóttir
Forseti Q - félags hinsegin stúdenta