Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Síða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Síða 37
37LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 við ljósmæður sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku sem voru að: þær hafi einhvern tímann á síðustu 11 árum unnið með klínískar leiðbeiningar um meðgöngusykursýki sem ljósmæður fjarri áhættumeðgönguvernd og/eða A og B fæðingarstöðum og hafi útskrifast sem ljósmæður árið 2017 eða fyrr. Reynt var að ná tali af ljósmæðrum með sem breiðasta reynslu frá ólíkum hlutum landsins til að reyna að fá sem fyllsta mynd af fyrirbærinu. Ljósmæðurnar höfðu allar víðtæka reynslu af vinnu úti á landi sem ljósmæður og hjúkrunarfræðingar. Þær höfðu mikla dreifingu í starfsaldri og komu að mörgum hliðum starfsins, allt frá meðgönguvernd til fæðingarhjálpar á heilbrigðisstofnunum og í heimahúsum, sængurlegu, heimaþjónustu, ungbarnavernd, krabbameinsskoðunum og sem hjúkrunarfræðingar. Framkvæmd og réttmæti Tekin voru tvö viðtöl við hverja ljósmóður, samtals 14 viðtöl á tímabilinu frá mars 2019 til mars 2020. Fyrst var tekið eitt viðtal við hverja ljósmóður. Ætlunin var að þau færu öll fram augliti til auglitis en vegna óhagstæðs veðurs og færðar voru tvö viðtalanna skype viðtöl. Viðtölin voru að meðaltali um 30 mínútur og voru öll tekin af fyrsta höfundi. Stuðst var við viðtalsramma, þar sem byrjað var á opnu spurningunni: Hver er reynsla þín af því að vinna með klínískar leiðbeiningar um meðgöngusykursýki? Aðrar spurningar voru eingöngu bornar fram ef þær komu ekki fram í samtalinu. Viðtölin voru hljóðrituð og skrifuð upp orðrétt og upptökunum eytt að því loknu. Hvert viðtal var þemagreint, greiningarlíkan útbúið og að því loknu var það sent til viðkomandi þátttakanda og farið yfir með þeim í eigin persónu eða símtali og nauðsynlegar breytingar gerðar á þeim til að reyna að tryggja réttmæti, áreiðanleika og persónuvernd og rætt um heildarþemu sem voru að byrja að birtast. Helstu breytingar sem þær vildu gera voru að taka út sögur sem voru persónugreinanlegar og eins að skýra betur hugmyndir. Að því loknu var unnið eitt heildargreiningarlíkan sem var síðan borið undir tvær ljósmæðranna. Einnig fóru meðhöfundar yfir heildargreiningarlíkanið. Þessi vinna sem byggir á 12 þrepa rannsóknarferli Vancouver-skólans (sjá mynd 2) er vel fallin til þess að reyna að tryggja réttmæti, en eins og Sigríður Halldórsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir (2013) benda á er réttmæti í eigindlegum rannsóknum byggt á öðrum viðmiðum en í megindlegum rannsóknum. Siðfræði Ljósmæðurnar fengu allar kynningarbréf um rannsóknina með samþykkisyfirlýsingu. Rætt var um persónuvernd þeirra og hvernig nafnleynd þeirra yrði tryggð og þeim kynntur réttur sinn til að hætta við þátttöku að hluta eða öllu leiti, ásamt því að þær þyrftu ekki að svara neinu sem þær vildu ekki svara. Þar sem landsbyggðarljósmæður á Íslandi eru ekki margar verða ekki birtar upplýsingar um aldur, búsetu, starfsaldur, hjúskaparstöðu eða aðrar lýðfræðilegar breytur annað en að allar ljósmæður á Íslandi við gerð þessarar rannsóknar voru konur. Af sömu ástæðum verður ekki sérstaklega greint á milli þess hvaða ljósmóðir sagði hvað til að ekki verði hægt að rekja svörin til viðkomandi. Rannsóknin er ekki leyfisskyld samkvæmt lögum um vísindarannsóknir (Alþingi, 2014) og fékkst það staðfest hjá vísindasiðanefnd. Hins vegar var leitast við í hvívetna að viðhafa siðferðilega góð vinnubrögð og misnota þar með ekki það traust sem ljósmæðurnar veittu rannsakanda. Upptökum af viðtölunum var eytt eftir að þau höfðu verið rituð orðrétt. Skrifuð viðtöl voru geymd á OneDrive skýjaþjónustunni þar til að rannsókn lauk og þegar þeim var endanlega eytt. Hafðar voru í huga fjórar siðfræðilegar reglur sem Sigurður Kristinsson (2013) bendir á að liggi til grundvallar vísindarannsóknum, það er að segja, virðing, skaðleysi, velgjörð og réttlæti gagnvart þátttakendum. NIÐURSTÖÐUR Þrátt fyrir að ljósmæðurnar hafi haft mikla starfsaldursdreifingu var merkilegur samhljómur í frásögnum þeirra. Heildargreiningarlíkanið (sjá mynd 3) byggist á reynslu ljósmæðranna sem byrjuðu allar viðtölin á að segja að leiðbeiningarnar væru skýrar, hnitmiðaðar og hjálplegar og til þess fallnar að konur fengju viðeigandi meðferð. Þær komu ítrekað að því aftur í viðtölunum og lýstu hvernig það nýttist þeim í starfi en þess á milli lýstu þær hindrunum sem þær upplifðu við túlkun og framkvæmd þeirra. Margar fundu fyrir vissum efasemdum varðandi hvað þær væru raunverulega að greina. Þá nefndu þær sérstaklega að upplifa sig og skjólstæðinga sína ekki hafa greiðan aðgang að viðeigandi úrræðum í heimabyggð og lýstu álagi sem það ylli þeim og skjólstæðingum þeirra. Mynd 3. Heildargreiningarlíkanið Það eiga allir að sitja við sama borð: það getur samt verið erfitt í framkvæmd Yfirþemað sem birtist í viðtölum við ljósmæðurnar var hversu mikilvægt þeim fannst að skjólstæðingar þeirra fengju góða þjónustu og að þær hefðu réttu verkfærin í höndunum til að geta veitt hana: Það er náttúrulega nauðsynlegt að allir vinni samkvæmt sama verklagi. Það eiga allir að sitja við sama borð. Þar lögðu þær áherslu á kosti þessi að hafa skýrar leiðbeiningar, verkferla og boðleiðir. Þær lýstu því hvernig leiðbeiningarnar hefðu nýst þeim til að aðstoða skjólstæðinga sína og tryggja öryggi þeirra þar sem að fyrir tilkomu þeirra hafi það verið: eiginlega bara meira svona hipps um happs hverjir fóru og eitthvað svona en nú er þetta bara þessir áhættuþættir. Þær Tólf meginþrep Vancouver- skólans Hvað var gert í þessari rannsókn 1. Að velja samræðufélaga. Auglýst eftir og haft samband við sjö ljósmæður sem samþykktu þátttöku. 2. Fyrst er að vera kyrr. Reynt meðvitað að átta sig á og leggja til hliðar fyrirframgefnar hugmyndir. Skoðaðar rannsóknir um fyrirbærið og hinar ýmsu hliðar þess til að vera tilbúnari til að skilja fyrirbærið. 3. Þátttaka í samræðum. Tekið eitt viðtal við sjö ljósmæður, alls sjö viðtöl. Spurt opinna spurninga og notuð virk hlustun. 4. Skerpt vitund varðandi orð. Strax í viðtölunum var byrjað að vinna að gagnagreiningu sem hélt áfram í gegnum ferlið að rita orðrétt upp, alltaf með sjö meginþætti vitræns vinnuferlis Vancouver-skólans í huga. 5. Byrjandi greining á þemum. Textinn lesinn á túlkandi máta og reynt að sjá heildarreynslu viðmælandans og átta sig á hver þemun séu. 6. Að átta sig á heildarmynd reynslu hvers einstaklings. Þemunum raðað saman í eina heildarmynd eða greiningarlíkan fyrir hverja ljósmóður. 7. Staðfesting á heildarmynd hvers einstaklings með honum sjálfum. Einstaklingsgreiningarlíkönin voru lögð fyrir ljósmæðurnar með það í huga að staðfesta með þeim eða leiðrétta líkanið þannig að það samræmdist þeirra túlkun á sinni reynslu. 8. Að átta sig á heildarmyndinni á fyrirbærinu sjálfu. Farið til baka til að sjá, skynja og samþætta reynslu ljósmæðranna í eitt heildstætt greiningarlíkan af fyrirbærinu. 9. Að bera saman niðurstöðurnar við rannsóknargögnin. Viðtölin voru endurlesin með tilliti til þess hvort þau endurspegluðust vel í greiningarlíkaninu. 10. Að velja heiti sem lýsir niðurstöðum í örstuttu máli. Reynsla landsbyggðarljósmæðra af notkun klínískra leiðbeininga um sykursýki á meðgöngu 11. Að sannreyna niðurstöðurnar með meðrannsakendum. Heildargreiningarlíkan var borið undir tvær ljósmæðranna og staðfestu þær það. 12. Að skrifa upp niðurstöður rannsóknarinnar. Við skrif á niðurstöðum fékk rödd ljósmæðranna að heyrast til að skýra og styrkja þemu greiningarlíkansins. Mynd 2. 12 þrep Vancouver-skólans og framkvæmd rannsóknarinnar

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.